Er stríðsglæpamaður í rútunni? Ragnhildur Hólmgeirsdóttir og Hrönn Guðmundsdóttir skrifa 31. maí 2025 14:31 Sumarið 2025 er staðan sú að í óvenjumörgum löndum er verið að fremja stríðsglæpi. Flest þeirra eru í fjarlægum löndum sem eru þjökuð af blóðugri nýlendustefnu og aldalangri fátækt og misskiptingu. Oftast eru þetta lönd sem Ísland á í litlum sem engum beinum samskiptum við og hver sem þar er fæddur myndi eiga í stökustu vandræðum með að ferðast til Íslands, hvort sem hann hefur tekið þátt í stríðsglæpum eða ekki. En á þessu eru undantekningar og sú nærtækasta er Rússland. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu brugðust íslensk stjórnvöld fljótt við, bönnuðu rússneska flugumferð í lofthelgi Íslands og lokuðu fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata og viðskiptamanna. Rússneskir námsmenn og ferðamenn geta enn ferðast til Íslands en þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun. Auðvitað eru fá lög eða eftirlit svo skilvirk að þau virki 100% en engu að síður ættu starfsmenn íslenskra hótela að geta verið nokkuð öruggir um að þurfa ekki að koma með room service til mannanna sem pyntuðu úkraínsku fréttakonuna Viktoriiu Roshchyna til bana. Ferðamenn frá Ísrael geta hins vegar dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. Það tekur rúma 12 klukkutíma að fljúga frá Ísrael til Íslands með einni millilendingu og íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit með komum ísraelskra ferðamanna til landsins, þrátt fyrir skipulagða útrýmingarherferð ísraelska ríkisins gegn Palestínufólki á Gaza. Herferð sem um hálf milljón Ísraela á aldrinum 18-40 ára hefur tekið virkan þátt í síðastliðin tvö ár. Þetta er ekki fólk sem þekkist á útliti sínu. Það er ekki með rauð augu, blóðþyrst glott á harðneskjulegum vörum eða hendur sem bera það með sér að hafa valdið þjáningum. Þetta er fólk eins og þú og ég sem undir öðrum kringumstæðum, fætt í öðru landi eða á öðrum tíma, hefði að öllum líkindum lifað nokkuð meinlausu lífi. Það á krúttlegar barnamyndir úr æsku sinni, það brosir til vina sinna og vinnur vinnuna sína milli herþjónustutímabila. En þetta er samt fólk sem hefur framið stríðsglæpi, fólk sem tilheyrir þjóðfélagi sem er að fremja þjóðarmorð. Það þýðir að þetta fólk hefur ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna heldur hefur því verið hampað. Myndböndin sem það tók af gjörðum sínum hafa fengið hjörtu og læk á samfélagsmiðlum. Verið spiluð við góðar undirtektir í spjallþáttum í sjónvarpi. Uppskorið hlátur og fögnuð. Fréttaflutningur á íslensku af gjörðum ísraelska hersins hefur ekki gefið mikinn gaum að einstaka gjörðum í þeirri holskeflu eyðileggingar sem hefur riðið yfir Gaza. Því getur skeð að almenningur og jafnvel stjórnmálamenn átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða. Dauðinn og eyðileggingin á Gaza eru að mestu tilkomin vegna sprengjuárása úr lofti á hús og tjöld. En sú mynd, af hermanni sem ýtir á takka og sér aldrei fólkið sem hann drepur, jafn skelfileg og hún er, nær samt ekki utan um það hvað þessir hermenn hafa gert. Hér kemur því listi (sem ekki er ætlað að vera tæmandi) yfir þær gjörðir sem ísraelskur hermaður sem dettur í hug að fara í frí á Íslandi getur hafa framið: Kveikt í heimilum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Jafnað heimili almennra borgara við jörðu með stórvirkum vinnuvélum og tekið af því fyndna mynd Stolið eigum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Klætt sig upp í nærföt palestínskra kvenna og tekið af því fyndna mynd Bútað niður leikföng palestínskra barna og tekið af því fyndna mynd Sprengt háskóla og tekið af því skemmtilegt myndband Horft á hunda rífa í sig lík og tekið af því skemmtilegt myndband Niðurlægt stríðsfanga á aldrinum 10-80 ára og tekið af því fyndna mynd Æft sig að skjóta í mark með andlitsmynd myrtrar fréttakonu Eyðilagt lækningatæki á sjúkrahúsum með skotvopnum Tekið allar sængur og teppi af fólki í sjúkrahúsum og kveikt í þeim Kveikt í sjúkrahúsum Mölvað andlitin á dýrlingastyttum í kaþólskri kirkju Sprengt moskur Ekið yfir fólk á jarðýtu Ekið yfir fólk á skriðdreka Hópnauðgað stríðsföngum Pyntað lækna og hjúkrunarfræðinga Troðið klósettbursta upp í stríðsfanga Gengið í skrokk á stríðsföngum, allt niður í 16 ára gömlum Sigað hundum á stríðsfanga Rústað grafreitum með stórvirkum vinnuvélum Skotið lögreglumenn Tekið sjúkraflutningamenn við störf af lífi Stýrt drápsdróna inn á spítala til þess að myrða blaðamann í sjúkrarúmi Horft á fyrirbura í sjúkrakassa á tómum spítala eftir rýmingu, gengið í burtu og skilið þá eftir til að deyja Skotið börn undir 12 ára aldri í höfuðið á færi Skotið barnshafandi konur í kviðinn Atriðin á listanum eru fengin úr myndböndum sem ísraelskir hermenn hafa sjálfviljugir tekið upp og dreift í opnum aðgangi, úr vitnisburðum lækna sem hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á Gaza og skýrslum palestínskra, ísraelskra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka. Um er að ræða fólk sem hefur stigið yfir þá siðferðislínu sem bannar okkur að gera slíka hluti og í þokkabót hlotið fyrir það hrós, aðdáun og upphafningu. Þetta fólk er ekki í jafnvægi og það getur verið sjálfu sér og öðrum hættulegt. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að hefta för stríðsglæpamanna frá þjóðarmorðinu á Gaza til Íslands sumarið 2025, ekki frekar en til annarra landa í Evrópu. Til þess meta stjórnmálamenn pólitískt samband sitt við Ísrael of mikils. Og líf okkar og öryggi of lítils. Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Skoðun Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Sumarið 2025 er staðan sú að í óvenjumörgum löndum er verið að fremja stríðsglæpi. Flest þeirra eru í fjarlægum löndum sem eru þjökuð af blóðugri nýlendustefnu og aldalangri fátækt og misskiptingu. Oftast eru þetta lönd sem Ísland á í litlum sem engum beinum samskiptum við og hver sem þar er fæddur myndi eiga í stökustu vandræðum með að ferðast til Íslands, hvort sem hann hefur tekið þátt í stríðsglæpum eða ekki. En á þessu eru undantekningar og sú nærtækasta er Rússland. Í kjölfar innrásarinnar í Úkraínu brugðust íslensk stjórnvöld fljótt við, bönnuðu rússneska flugumferð í lofthelgi Íslands og lokuðu fyrir vegabréfsáritanir rússneskra diplómata og viðskiptamanna. Rússneskir námsmenn og ferðamenn geta enn ferðast til Íslands en þurfa eftir sem áður að sækja um vegabréfsáritun. Auðvitað eru fá lög eða eftirlit svo skilvirk að þau virki 100% en engu að síður ættu starfsmenn íslenskra hótela að geta verið nokkuð öruggir um að þurfa ekki að koma með room service til mannanna sem pyntuðu úkraínsku fréttakonuna Viktoriiu Roshchyna til bana. Ferðamenn frá Ísrael geta hins vegar dvalið á Íslandi í allt að 90 daga án vegabréfsáritunar. Það tekur rúma 12 klukkutíma að fljúga frá Ísrael til Íslands með einni millilendingu og íslensk stjórnvöld hafa ekkert eftirlit með komum ísraelskra ferðamanna til landsins, þrátt fyrir skipulagða útrýmingarherferð ísraelska ríkisins gegn Palestínufólki á Gaza. Herferð sem um hálf milljón Ísraela á aldrinum 18-40 ára hefur tekið virkan þátt í síðastliðin tvö ár. Þetta er ekki fólk sem þekkist á útliti sínu. Það er ekki með rauð augu, blóðþyrst glott á harðneskjulegum vörum eða hendur sem bera það með sér að hafa valdið þjáningum. Þetta er fólk eins og þú og ég sem undir öðrum kringumstæðum, fætt í öðru landi eða á öðrum tíma, hefði að öllum líkindum lifað nokkuð meinlausu lífi. Það á krúttlegar barnamyndir úr æsku sinni, það brosir til vina sinna og vinnur vinnuna sína milli herþjónustutímabila. En þetta er samt fólk sem hefur framið stríðsglæpi, fólk sem tilheyrir þjóðfélagi sem er að fremja þjóðarmorð. Það þýðir að þetta fólk hefur ekki þurft að taka afleiðingum gjörða sinna heldur hefur því verið hampað. Myndböndin sem það tók af gjörðum sínum hafa fengið hjörtu og læk á samfélagsmiðlum. Verið spiluð við góðar undirtektir í spjallþáttum í sjónvarpi. Uppskorið hlátur og fögnuð. Fréttaflutningur á íslensku af gjörðum ísraelska hersins hefur ekki gefið mikinn gaum að einstaka gjörðum í þeirri holskeflu eyðileggingar sem hefur riðið yfir Gaza. Því getur skeð að almenningur og jafnvel stjórnmálamenn átti sig ekki fyllilega á því hvað um er að ræða. Dauðinn og eyðileggingin á Gaza eru að mestu tilkomin vegna sprengjuárása úr lofti á hús og tjöld. En sú mynd, af hermanni sem ýtir á takka og sér aldrei fólkið sem hann drepur, jafn skelfileg og hún er, nær samt ekki utan um það hvað þessir hermenn hafa gert. Hér kemur því listi (sem ekki er ætlað að vera tæmandi) yfir þær gjörðir sem ísraelskur hermaður sem dettur í hug að fara í frí á Íslandi getur hafa framið: Kveikt í heimilum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Jafnað heimili almennra borgara við jörðu með stórvirkum vinnuvélum og tekið af því fyndna mynd Stolið eigum almennra borgara og tekið af því fyndna mynd Klætt sig upp í nærföt palestínskra kvenna og tekið af því fyndna mynd Bútað niður leikföng palestínskra barna og tekið af því fyndna mynd Sprengt háskóla og tekið af því skemmtilegt myndband Horft á hunda rífa í sig lík og tekið af því skemmtilegt myndband Niðurlægt stríðsfanga á aldrinum 10-80 ára og tekið af því fyndna mynd Æft sig að skjóta í mark með andlitsmynd myrtrar fréttakonu Eyðilagt lækningatæki á sjúkrahúsum með skotvopnum Tekið allar sængur og teppi af fólki í sjúkrahúsum og kveikt í þeim Kveikt í sjúkrahúsum Mölvað andlitin á dýrlingastyttum í kaþólskri kirkju Sprengt moskur Ekið yfir fólk á jarðýtu Ekið yfir fólk á skriðdreka Hópnauðgað stríðsföngum Pyntað lækna og hjúkrunarfræðinga Troðið klósettbursta upp í stríðsfanga Gengið í skrokk á stríðsföngum, allt niður í 16 ára gömlum Sigað hundum á stríðsfanga Rústað grafreitum með stórvirkum vinnuvélum Skotið lögreglumenn Tekið sjúkraflutningamenn við störf af lífi Stýrt drápsdróna inn á spítala til þess að myrða blaðamann í sjúkrarúmi Horft á fyrirbura í sjúkrakassa á tómum spítala eftir rýmingu, gengið í burtu og skilið þá eftir til að deyja Skotið börn undir 12 ára aldri í höfuðið á færi Skotið barnshafandi konur í kviðinn Atriðin á listanum eru fengin úr myndböndum sem ísraelskir hermenn hafa sjálfviljugir tekið upp og dreift í opnum aðgangi, úr vitnisburðum lækna sem hafa sinnt sjálfboðaliðastarfi á Gaza og skýrslum palestínskra, ísraelskra og alþjóðlegra mannréttindasamtaka. Um er að ræða fólk sem hefur stigið yfir þá siðferðislínu sem bannar okkur að gera slíka hluti og í þokkabót hlotið fyrir það hrós, aðdáun og upphafningu. Þetta fólk er ekki í jafnvægi og það getur verið sjálfu sér og öðrum hættulegt. Það hafa engar ráðstafanir verið gerðar til að hefta för stríðsglæpamanna frá þjóðarmorðinu á Gaza til Íslands sumarið 2025, ekki frekar en til annarra landa í Evrópu. Til þess meta stjórnmálamenn pólitískt samband sitt við Ísrael of mikils. Og líf okkar og öryggi of lítils. Höfundar eru fyrrverandi starfsmenn í íslenskri ferðaþjónustu.
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir Skoðun