Gríðarlegir hagsmunir í húfi Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 30. maí 2025 16:37 Orðspor íslensks sjávarútvegs er meðal mikilvægustu verðmæta greinarinnar. Á alþjóðlegum mörkuðum njóta íslenskar fiskafurðir mikils álits, ekki aðeins vegna gæða heldur einnig vegna þess að þær eru afurðir sjálfbærra og ábyrgra veiða. Þetta traust hefur byggst upp áratugum saman með sameiginlegu átaki útgerða, stjórnvalda og vísindastofnana sem hafa lagt áherslu á að tryggja vandaða og gagnsæja nýtingu auðlinda hafsins. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum er mjög gagnrýniverð, ekki síst vegna vinnubragðanna. Að leggja fram lagabreytingar með engu samráði, undir lok þings, án þess að kalla til vísindasamfélagið eða hagsmunaaðila er óboðlegt. Vinnubrögð sem þessi rjúfa traust og vekja óneitanlega upp um spurningar óstöðugleika og ábyrgðarleysi í íslenskri fiskveiðistjórnun, ekki bara hér innanlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Ef farið er að sveigja þá stefnu sem hefur verið rækilega mótuð um áratugaskeið, stefnu sem byggð er á vísindalegum grunni mun orðspor íslensks sjávarútvegs skaðast verulega. Útflutningsverðmæti upp á tugi eða hundruð milljarða króna eru í húfi. Kaupendur á erlendum mörkuðum greiða hærra verð fyrir fisk sem kemur frá sjálfbærum og stöðugum veiðisvæðum. Ef sú mynd brestur, getur verðfallið orðið hratt og áhrifin gríðarleg, ekki aðeins á útflutningstekjur heldur einnig á störf sjómanna, fiskverkafólks og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að meðhöndla svona mikilvægt mál með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir. Fiskveiðistjórnunarkerfið er einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs og grundvallarbreytingar á því eins og hér er lagt til þarfnast raunverulegs samráðs og vandaðrar vinnu. Tilraunakenndar breytingar í pólitísku skjóli síðustu daga þings er ekki rétt leið. Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð í þessu máli og við megum ekki undir neinum kringumstæðum hætta orðspori þjóðarinnar, því það getur tekið langan tíma að byggja það upp á ný. Höfundur er formaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framsóknarflokkurinn Sigurður Ingi Jóhannsson Sjávarútvegur Strandveiðar Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Landakot er ekki hjúkrunarheimili Steinunn Þórðardóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Er sjókvíaeldi umhverfisvænt? Seinni hluti Pálmi Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendur ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Orðspor íslensks sjávarútvegs er meðal mikilvægustu verðmæta greinarinnar. Á alþjóðlegum mörkuðum njóta íslenskar fiskafurðir mikils álits, ekki aðeins vegna gæða heldur einnig vegna þess að þær eru afurðir sjálfbærra og ábyrgra veiða. Þetta traust hefur byggst upp áratugum saman með sameiginlegu átaki útgerða, stjórnvalda og vísindastofnana sem hafa lagt áherslu á að tryggja vandaða og gagnsæja nýtingu auðlinda hafsins. Frumvarp sjávarútvegsráðherra um breytingar á strandveiðum er mjög gagnrýniverð, ekki síst vegna vinnubragðanna. Að leggja fram lagabreytingar með engu samráði, undir lok þings, án þess að kalla til vísindasamfélagið eða hagsmunaaðila er óboðlegt. Vinnubrögð sem þessi rjúfa traust og vekja óneitanlega upp um spurningar óstöðugleika og ábyrgðarleysi í íslenskri fiskveiðistjórnun, ekki bara hér innanlands heldur einnig á alþjóðavettvangi. Ef farið er að sveigja þá stefnu sem hefur verið rækilega mótuð um áratugaskeið, stefnu sem byggð er á vísindalegum grunni mun orðspor íslensks sjávarútvegs skaðast verulega. Útflutningsverðmæti upp á tugi eða hundruð milljarða króna eru í húfi. Kaupendur á erlendum mörkuðum greiða hærra verð fyrir fisk sem kemur frá sjálfbærum og stöðugum veiðisvæðum. Ef sú mynd brestur, getur verðfallið orðið hratt og áhrifin gríðarleg, ekki aðeins á útflutningstekjur heldur einnig á störf sjómanna, fiskverkafólks og rekstur sjávarútvegsfyrirtækja. Það er einfaldlega ekki ásættanlegt að meðhöndla svona mikilvægt mál með þeim hætti sem ríkisstjórnin gerir. Fiskveiðistjórnunarkerfið er einn af hornsteinum íslensks efnahagslífs og grundvallarbreytingar á því eins og hér er lagt til þarfnast raunverulegs samráðs og vandaðrar vinnu. Tilraunakenndar breytingar í pólitísku skjóli síðustu daga þings er ekki rétt leið. Ríkisstjórnin þarf að axla ábyrgð í þessu máli og við megum ekki undir neinum kringumstæðum hætta orðspori þjóðarinnar, því það getur tekið langan tíma að byggja það upp á ný. Höfundur er formaður Framsóknar.
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar