Tjáningarfrelsi, gagnrýni og Snorri Másson Birgir Orri Ásgrímsson skrifar 30. maí 2025 12:08 Það hefur færst í vöxt að þeir sem tjá sig opinberlega telji gagnrýni á orðræðu sína jafngilda ritskoðun, jaðarsetningu eða jafnvel aðför að tjáningarfrelsi. Þessi hugmynd virðist nú vera að skjóta rótum í íslenskri umræðu, eins og sjá má í nýlegri grein eftir þingmann Miðflokksins sem birt var á Vísi, Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78. Þar er því haldið fram að tjáningarfrelsinu sé ógnað þegar Samtökin 78 lýsa yfir gagnrýni á opinbera orðræðu forsvarsmanns samtakanna Andrými. Í greininni er gagnrýnin sett fram sem misbeiting valds, sem leiði til útilokunar frá opinberum verkefnum og jafnvel óbeinnar skerðingar á atvinnufrelsi. En þessi túlkun á hugtakinu tjáningarfrelsi stenst hvorki lagalega né lýðræðislega skoðun. Rétt er að taka fram að ég deili áhyggjum höfundar greinarinnar af þróun mála í Bandaríkjunum, þar sem fjölmörg dæmi hafa komið fram um að nemendur og starfsmenn háskóla sem gagnrýnt hafa aðgerðir Ísraelshers hafi orðið fyrir refsandi viðbrögðum, útilokun eða útskúfun. Slík viðbrögð, ef ekki um er að ræða hatursorðræðu eða brot á reglum, eru ámælisverð og vekja upp alvarlegar spurningar um þolmörk gagnrýni í lýðræðisríkjum. En sú staða sem lýst er í íslensku samhengi er annars eðlis. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu hefur hver maður rétt til að láta í ljós hugsanir sínar. En sá réttur ver einstaklinga gegn beinum inngripum ríkisvaldsins í tjáningu, ekki gegn andsvari frá öðrum borgurum, félagasamtökum eða opinberum stofnunum sem meta aðstæður á grundvelli stefnu sinnar. Að borgaraleg samtök sendi bréf til sveitarfélags og lýsi yfir áhyggjum, eins og Samtökin 78 gerðu, er ekki ritskoðun. Það er þátttaka í lýðræðislegri umræðu. Engin opinber ákvörðun hefur verið tekin um útilokun frá starfi eða þjónustu. Engin kærumál hafa verið höfðuð. Það sem gerðist var að félagasamtök beindu athygli að því hvort orðræða tengdra aðila væri samrýmanleg þeim gildum sem opinber stofnun styðst við í stefnumótun sinni. Að vekja slíkar spurningar er ekki ógn við frelsi, heldur eðlilegt lýðræðislegt ferli í samfélagi sem tekur ábyrgð sína alvarlega. Þegar stofnun eins og Amtsbókasafnið á Akureyri fær ábendingu um að forsvarsmaður samstarfsaðila hafi tjáð sig opinberlega með niðrandi eða fordómafullum hætti um tiltekinn samfélagshóp, má og ber stofnuninni að meta hvort slíkt standist stefnu hennar um jafnrétti og mannréttindi. Það er ekki skylda til að grípa til aðgerða, en það er réttmæt krafa að slíkt sé metið málefnalega og í samræmi við lög og reglur um hlutverk opinberra stofnana. Þetta er ekki aðför, þetta er ábyrg stjórnsýsla sem á sér lagalega stoð í jafnréttislögum, mannréttindastefnu sveitarfélaga og almennum kröfum um samræmi og meðalhóf í opinberum ákvörðunum. Ef sá sem gagnrýndur er telur á sig hallað, hefur hann fullt tjáningarfrelsi til að svara fyrir sig, skýra mál sitt eða andmæla túlkun. En hann getur ekki gert kröfu um að aðrir láti hjá líða að bregðast við. Tjáningarfrelsi veitir rétt til að tjá sig, en ekki rétt til að fá að tjá sig án viðbragða. Það veitir heldur ekki sjálfkrafa aðgang að opinberu samstarfi, sérstaklega þegar umdeild orðræða snýr beint að því hvort allir samfélagshópar geti notið öryggis og virðingar á þeim vettvangi. Það hefur aldrei verið svo að allir eigi sjálfkrafa rétt á að nýta opinber húsnæði fyrir viðburði, óháð því hvernig þeir tjá sig um samfélagsmálefni. Opinberar stofnanir þurfa að tryggja að samstarf þeirra við utanaðkomandi aðila brjóti ekki í bága við eigin reglur, lög eða grunngildi. Það að stofnun velti fyrir sér hvort orðræða forsvarsmanna hóps sé samrýmanleg stefnu hennar um virðingu, fjölbreytileika og aðgengi allra að rýminu er ekki ritskoðun. Það er mat á trausti og skilyrðum samstarfs. Það er lögmætt að tjá sig um félagsleg málefni, þar á meðal með gagnrýni á stefnu Samtakanna 78. En það er jafn lögmætt að samtökin, og samfélagið, bregðist við. Það sem ekki má gera er að stilla öllum andsvörum upp sem kúgun. Andmæli eru ekki bann. Þau eru sjálfur grundvöllur frjálsrar umræðu. Það má líka spyrja: Af hverju er það að þegar Samtökin 78 lýsa yfir áhyggjum, þá er það kallað „skoðanakúgun“, en þegar einstaklingar tjá sig opinberlega um transfólk með gagnrýni sem margir telja fordómafulla, þá á það að vera óumdeilt tjáningarfrelsi? Í lýðræði á enginn rétt á að tjá sig án þess að mega búast við mótsvari. Að einhver sé gagnrýndur fyrir orð sín, jafnvel harkalega, er ekki merki um þöggun, heldur þátttöku. Það er lýðræði í reynd hvort sem okkur líkar það eða ekki. Við verðum að viðhalda skýrum aðgreiningum: Tjáningarfrelsi ver þig gegn refsingu ríkisins. Það ver þig ekki gegn gagnrýni frá almenningi, fjölmiðlum eða félagasamtökum. Það veitir þér ekki sjálfkrafa aðgang að opinberum rýmum í umboði stofnana sem starfa samkvæmt ákveðnum grunngildum. Að gagnrýna orðræðu sem telst niðrandi eða útilokandi er ekki árás á frelsið til að tala heldur notkun á því sama frelsi. Að beina erindum til stofnana um ábyrgð samstarfsaðila er ekki ritskoðun heldur þátttaka í lýðræðislegu samtali. Þegar við gleymum þessum grundvallarmun, hættum við að þekkja sjálfan kjarnann í lýðræði: að frelsin okkar eru ekki til einnota, heldur í gagnkvæmu jafnvægi þar sem orðin hafa vægi og ábyrgð þeirra fylgir. Ef við viljum verja tjáningarfrelsi, verðum við líka að verja rétt samfélagsins til að svara fyrir sig. Að lokum stendur þessi staðhæfing óhreyfanleg, og hún er kjarni þessa máls:Að gagnrýna öfgakenndar skoðanir er ekki aðför að tjáningarfrelsi. Það er tjáningarfrelsi. Höfundur er háskólanemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Það hefur færst í vöxt að þeir sem tjá sig opinberlega telji gagnrýni á orðræðu sína jafngilda ritskoðun, jaðarsetningu eða jafnvel aðför að tjáningarfrelsi. Þessi hugmynd virðist nú vera að skjóta rótum í íslenskri umræðu, eins og sjá má í nýlegri grein eftir þingmann Miðflokksins sem birt var á Vísi, Súrdeigsbrauð, ilmkjarnaolíur og Samtökin 78. Þar er því haldið fram að tjáningarfrelsinu sé ógnað þegar Samtökin 78 lýsa yfir gagnrýni á opinbera orðræðu forsvarsmanns samtakanna Andrými. Í greininni er gagnrýnin sett fram sem misbeiting valds, sem leiði til útilokunar frá opinberum verkefnum og jafnvel óbeinnar skerðingar á atvinnufrelsi. En þessi túlkun á hugtakinu tjáningarfrelsi stenst hvorki lagalega né lýðræðislega skoðun. Rétt er að taka fram að ég deili áhyggjum höfundar greinarinnar af þróun mála í Bandaríkjunum, þar sem fjölmörg dæmi hafa komið fram um að nemendur og starfsmenn háskóla sem gagnrýnt hafa aðgerðir Ísraelshers hafi orðið fyrir refsandi viðbrögðum, útilokun eða útskúfun. Slík viðbrögð, ef ekki um er að ræða hatursorðræðu eða brot á reglum, eru ámælisverð og vekja upp alvarlegar spurningar um þolmörk gagnrýni í lýðræðisríkjum. En sú staða sem lýst er í íslensku samhengi er annars eðlis. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og Mannréttindasáttmála Evrópu hefur hver maður rétt til að láta í ljós hugsanir sínar. En sá réttur ver einstaklinga gegn beinum inngripum ríkisvaldsins í tjáningu, ekki gegn andsvari frá öðrum borgurum, félagasamtökum eða opinberum stofnunum sem meta aðstæður á grundvelli stefnu sinnar. Að borgaraleg samtök sendi bréf til sveitarfélags og lýsi yfir áhyggjum, eins og Samtökin 78 gerðu, er ekki ritskoðun. Það er þátttaka í lýðræðislegri umræðu. Engin opinber ákvörðun hefur verið tekin um útilokun frá starfi eða þjónustu. Engin kærumál hafa verið höfðuð. Það sem gerðist var að félagasamtök beindu athygli að því hvort orðræða tengdra aðila væri samrýmanleg þeim gildum sem opinber stofnun styðst við í stefnumótun sinni. Að vekja slíkar spurningar er ekki ógn við frelsi, heldur eðlilegt lýðræðislegt ferli í samfélagi sem tekur ábyrgð sína alvarlega. Þegar stofnun eins og Amtsbókasafnið á Akureyri fær ábendingu um að forsvarsmaður samstarfsaðila hafi tjáð sig opinberlega með niðrandi eða fordómafullum hætti um tiltekinn samfélagshóp, má og ber stofnuninni að meta hvort slíkt standist stefnu hennar um jafnrétti og mannréttindi. Það er ekki skylda til að grípa til aðgerða, en það er réttmæt krafa að slíkt sé metið málefnalega og í samræmi við lög og reglur um hlutverk opinberra stofnana. Þetta er ekki aðför, þetta er ábyrg stjórnsýsla sem á sér lagalega stoð í jafnréttislögum, mannréttindastefnu sveitarfélaga og almennum kröfum um samræmi og meðalhóf í opinberum ákvörðunum. Ef sá sem gagnrýndur er telur á sig hallað, hefur hann fullt tjáningarfrelsi til að svara fyrir sig, skýra mál sitt eða andmæla túlkun. En hann getur ekki gert kröfu um að aðrir láti hjá líða að bregðast við. Tjáningarfrelsi veitir rétt til að tjá sig, en ekki rétt til að fá að tjá sig án viðbragða. Það veitir heldur ekki sjálfkrafa aðgang að opinberu samstarfi, sérstaklega þegar umdeild orðræða snýr beint að því hvort allir samfélagshópar geti notið öryggis og virðingar á þeim vettvangi. Það hefur aldrei verið svo að allir eigi sjálfkrafa rétt á að nýta opinber húsnæði fyrir viðburði, óháð því hvernig þeir tjá sig um samfélagsmálefni. Opinberar stofnanir þurfa að tryggja að samstarf þeirra við utanaðkomandi aðila brjóti ekki í bága við eigin reglur, lög eða grunngildi. Það að stofnun velti fyrir sér hvort orðræða forsvarsmanna hóps sé samrýmanleg stefnu hennar um virðingu, fjölbreytileika og aðgengi allra að rýminu er ekki ritskoðun. Það er mat á trausti og skilyrðum samstarfs. Það er lögmætt að tjá sig um félagsleg málefni, þar á meðal með gagnrýni á stefnu Samtakanna 78. En það er jafn lögmætt að samtökin, og samfélagið, bregðist við. Það sem ekki má gera er að stilla öllum andsvörum upp sem kúgun. Andmæli eru ekki bann. Þau eru sjálfur grundvöllur frjálsrar umræðu. Það má líka spyrja: Af hverju er það að þegar Samtökin 78 lýsa yfir áhyggjum, þá er það kallað „skoðanakúgun“, en þegar einstaklingar tjá sig opinberlega um transfólk með gagnrýni sem margir telja fordómafulla, þá á það að vera óumdeilt tjáningarfrelsi? Í lýðræði á enginn rétt á að tjá sig án þess að mega búast við mótsvari. Að einhver sé gagnrýndur fyrir orð sín, jafnvel harkalega, er ekki merki um þöggun, heldur þátttöku. Það er lýðræði í reynd hvort sem okkur líkar það eða ekki. Við verðum að viðhalda skýrum aðgreiningum: Tjáningarfrelsi ver þig gegn refsingu ríkisins. Það ver þig ekki gegn gagnrýni frá almenningi, fjölmiðlum eða félagasamtökum. Það veitir þér ekki sjálfkrafa aðgang að opinberum rýmum í umboði stofnana sem starfa samkvæmt ákveðnum grunngildum. Að gagnrýna orðræðu sem telst niðrandi eða útilokandi er ekki árás á frelsið til að tala heldur notkun á því sama frelsi. Að beina erindum til stofnana um ábyrgð samstarfsaðila er ekki ritskoðun heldur þátttaka í lýðræðislegu samtali. Þegar við gleymum þessum grundvallarmun, hættum við að þekkja sjálfan kjarnann í lýðræði: að frelsin okkar eru ekki til einnota, heldur í gagnkvæmu jafnvægi þar sem orðin hafa vægi og ábyrgð þeirra fylgir. Ef við viljum verja tjáningarfrelsi, verðum við líka að verja rétt samfélagsins til að svara fyrir sig. Að lokum stendur þessi staðhæfing óhreyfanleg, og hún er kjarni þessa máls:Að gagnrýna öfgakenndar skoðanir er ekki aðför að tjáningarfrelsi. Það er tjáningarfrelsi. Höfundur er háskólanemi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun