Að sameinast fjölskyldu sinni Guðrún Brynjólfsdóttir skrifar 30. maí 2025 12:01 Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin hér að ofan getur þýtt svo ótal margt, að hitta fjölskyldu sína eftir fjarveru er tilfinning sem er engu lík, að vera loksins á sama stað eftir söknuðinn, hvort sem fjarveran var löng eða stutt. Að sameinast fjölskyldu sinni eftir langa fjarveru er djúpstæð reynsla sem snertir hjartað – hvort sem þú ert Íslendingur að koma heim eftir búsetu erlendis, eða manneskja sem hefur flúið stríð og ógnir í von um öruggari framtíð. En þó markmiðið – að vera með sínum nánustu – sé það sama, eru aðstæðurnar og möguleikarnir afar ólíkir eftir því hvaðan viðkomandi kemur og hvaða réttindi fylgja uppruna okkar. Ímyndum okkur Íslending sem hefur verið í námi, vinnu eða á ferðalögum erlendis í nokkur ár. Hann kemur heim til Íslands og mætir faðmlagi fjölskyldu sinnar. Hann þarf ekki vegabréfsáritun, hann á rétt á heilbrigðisþjónustu, húsnæði, atvinnu – hann á heima hér og samfélagið tekur á móti honum, ef ekki með opnum örmum, þá að minnsta kosti með skilningi. Endurkoma hans er eðlileg, sjálfsögð og jafnvel fagnaðarefni. Ímyndum okkur að hér á landi sé drengur sem hefur ferðast án fylgdar fullorðinna frá Afganistan, jafnvel við illan leik, og hefur fengið hér alþjóðlega vernd eftir að hafa flúið kúgun, ofbeldi og óöryggi. Hann hefur sótt um fjölskyldusameiningu og fengið hana samþykkta eftir langt umsóknarferli. Þetta ætti að vera hamingjustund. En þegar samþykkið liggur fyrir, stöðvast ferlið. Til þess að komast frá Afganistan þarf fjölskyldan að greiða fyrir vegabréfsáritun og ferðalag sitt til Íran, þar þurfa þau að dvelja þar til vegabréfsáritun þeirra til Íslands er tilbúin. Með ákvörðun stjórnvalda nýverið um að endurnýja ekki samning við IOM, sem er alþjóðleg stofnun innan Sameinuðu þjóðanna sem sér um aðstoð við flutning á mannúðlegan og skipulegan hátt, þarf fólk sjálft að greiða fyrir flugmiðana til Íslands – með fé sem það á ekki til. Það er möguleiki á endurgreiðslu að hluta þegar fjölskyldan er komin til landsins en þau þurfa sjálf að leggja út fyrir öllum kostnaðinum. Þau eru með von um nýtt líf, en það er enginn flugmiði, engin fjárhagsaðstoð, ekkert sem hjálpar til við síðasta skrefið: Að sameinast. Hugsum okkur unglingsstúlku í Sómalíu, henni er ætlað að giftast manni sem er miklu eldri en hún. Hún er ekki spurð, ákvörðun er tekin fyrir hana. Móðir hennar, sem skilur hve þetta er rangt, hvíslar að henni að hún verði að fara í burtu og að fjölskyldan muni reyna að fylgja henni. Hún yfirgefur æskuheimilið að nóttu til þess að vekja ekki athygli ættingja eða nágranna. Ferðin er löng, hættuleg og hlaðin óvissu. Hún ferðast með smyglurum sem krefjast greiðslu á hverju stigi, og hún gengur yfir eyðimerkur, strandar í flóttamannabúðum og fer í um haf sem skilur milli lífs og dauða. Eftir margra mánaða erfitt ferðalag nær hún loks til Evrópu – og þaðan áfram til Íslands. Á Íslandi fær hún mannúðarleyfi. Hún sýnir fram á að hún hafi verið í bráðri hættu, að réttindi hennar hafi verið brotin, að hún hafi enga framtíð í heimalandinu. Hér upplifir hún öryggi í fyrsta sinn í langan tíma. Hún fær að stunda nám og býr hjá fósturfjölskyldu. En það er eitthvað sem vantar. Hjartað hennar er enn heima. Hún saknar systkina sinna og móður, þau eru ekki með henni og það er sárt. Að fá mannúðarleyfi á Íslandi bjargaði henni en hins vegar er það svo að eftir nýjustu breytingar á útlendingalögum hefur dyrunum að fjölskyldu hennar verið lokað. Samkvæmt núgildandi lögum hefur einstaklingur með mannúðarleyfi ekki rétt til að sækja um fjölskyldusameiningu. Þetta þýðir að móðir hennar og systkini, sem hún náði ekki að kveðja almennilega, eiga nánast enga möguleika á að koma til Íslands löglega. Þetta vekur upp spurningar um réttlæti, jafnræði og mannúð. Getum við sem samfélag litið í eigin barm og spurt: Hvers vegna styðjum við einn en skiljum annan eftir í bið? Ef fjölskyldan er hornsteinn samfélagsins, ættu ekki öll börn – hvort sem þau eru fædd í Reykjavík eða Kabúl – að eiga rétt á því að vera með sínum nánustu? Þó að mannúðarleyfi gefi skjól og tækifæri til framtíðar, er veiting þeirra orðin eins konar gildra fyrir þá sem þurfa mest á fjölskyldu sinni að halda – sérstaklega börn og ungmenni. Að skilja fólk eftir í einmanaleika og óvissu eftir slíkar þrautir virðist ganga gegn þeirri mannúð sem hugtakið á að standa fyrir. Það er eitthvað djúp mannlegt við að vilja vera með fjölskyldu sinni. Það ætti að vera réttur, ekki forréttindi. Og þegar við fögnum því að geta sameinast okkar fólki eftir fjarveru, ættum við að minna okkur á að sum þurfa að berjast fyrir því sama. Höfundur starfar hjá Rauða krossinum á Íslandi og er teymisstjóri í málefnum fólks á flótta.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar