Eru forvarnir í hættu? Dagbjört Harðardóttir skrifar 30. maí 2025 10:33 Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Í áratugi hefur Ísland verið í fararbroddi þegar kemur að forvörnum gegn vímuefnaneyslu og áhættuhegðun barna og ungmenna. Íslenska forvarnamódelið hefur verið lykilatriði í þeim árangri sem hefur náðst. Módelið byggir á rannsóknum, samvinnu og virkri þátttöku allra samfélagslegra stoða. Önnur lönd horfa til okkar vegna þess að við náðum árangri og gerðum rétt. Árangurinn er þó ekki sjálfgefinn. Til að módel sem þetta virki, þurfa allir hlekkir keðjunnar að haldast sterkir: skólakerfið, frístundaþjónusta, íþróttahreyfingin, stjórnvöld og ekki síst heimilin. Foreldrar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og eiga að styðja þau og styrkja, vernda og leiðbeina í gegnum lífið.En eru hlekkirnir að veikjast? Verndandi þættir í lífi barna Sterk tengsl foreldra og barna er hornsteinn í forvörnum. Góð tengsl þarna á milli er mikilvægur þáttur í heilbrigði og vellíðan barna og unglinga. Það er mikilvægt að foreldrar verji tíma með barninu sínu, hafi yfirsýn yfir daglegt líf þeirra og setji skýr mörk með festu og hlýju að leiðarljósi. Í rannsóknum frá undanförnum árum hefur ítrekað komið í ljós að tengsl milli foreldra og barna eru að rofna. Börn finna fyrir minni tengslum við foreldra sína og upplifa því frekar vanlíðan, einmannaleika og í sumum tilfellum jafnvel finnst barninu það hvergi tilheyra. Ef tekið er dæmi úr íþróttahreyfingunni, sem er mikilvægur verndandi þáttur í lífi barnanna. Í stað þess að verja börnin okkar gegn áhrifaþáttum eins og til dæmis nikótíni, áfengi, orkudrykkjum og fjárhættuspilum virðist íþróttahreyfingin í sumum tilvikum umbera þau, jafnvel nýta þau. Þetta er hættuleg þróun. Íþróttahreyfingin hefur verið og á að vera ákveðin burðarás í forvarnastarfi. Íþróttahreyfingin stendur þó ekki ein og sér. Hún er að miklu leiti drifin áfram að áhugasömum foreldrum í sjálfboðastarfi. Eins og sagt hefur verið: Foreldar bera ábyrgð á velferð barnanna sinna og koma að þeirra málum allstaðar í hinu daglega lífi. Það eru foreldrar sem móta gildi barnanna, setja mörk og skapa tengsl. Þegar barn sýnir áhættuhegðun – hvort sem það er ofbeldi, vímuefnaneysla eða félagsleg einangrun þá eru það oft viðbrögð við ákveðnum aðstæðum, öll hegðun á sér orsakir. Foreldara eru hjartað í forvörnum Samfélagið ber sameiginlega ábyrgð á því að gefa börnunum okkar góða nútíð og framtíð. Við hljótum öll að vilja búa í samfélagi þar sem börnunum okkar líður vel og framtíðin er björt. Ef við viljum halda áfram að vera leiðandi afl í forvörnum á heimsvísu, verðum við að standa vörð um það sem virkar.Það sem virkar er að allir hlekkir standi saman en mikilvægasti hlekkurinn er þó foreldrar. Þegar við styðjum þá, styðjum við börnin okkar. Þegar við fjárfestum í foreldrum þá fjárfestum við í forvörnum og þegar við fjárfestum í forvörnum fjárfestum við í framtíðinni. Við hjá Heimili og skóla - landsamtökum foreldra höfum hitt yfir fimm þúsund foreldra síðastliðið árið og unnið að því að valdefla þá og gefa þeim verkfæri sem gagnast í foreldrahlutverkinu. Við höfum meðal annars kynnt og lagt fyrir Farsældarsáttmálann sem er verkfæri sem hefur það markmið að foreldrahópar búi til sameiginleg viðmið og gildi sem þeir telja mikilvæg til þess að styðja við vöxt og þroska allra barna í nærsamfélaginu ásamt því að byggja upp tengsl og traust sín á milli. Einnig sjá Heimili og skóli um allskyns aðra fræðslu eins og stafrænt uppeldi, mikilvægi samstarfs heimilis og skóla, fræðslu fyrir bekkjarfulltrúa og ýmislegt fleira. Allt er þetta gert til þess að styrkja hlutverk foreldra sem lykilaðila í lífi barnanna sinna. Það er verulegt áhyggjuefni að núverandi stjórnvöld virðast draga úr stuðningi við foreldrasamstarf og forvarnastarf. Það er ekki hægt að tala um „forvarnir“ án þess að nefna foreldrana – þeir eru ekki aukaatriði, þeir eru grunnurinn. Við getum ekki beðið eftir að fleiri hlekkir bresti. Tíminn til að bregðast við er núna. Höfundur er sérfræðingur hjá Heimili og skóla- landsamtökum foreldra.
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun