Landbúnaður á tímamótum – Við þurfum nýja stefnu Guðjón Sigurbjartsson skrifar 29. maí 2025 08:02 Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Árið 2025 munu íslenskir skattgreiðendur verja um 25 milljörðum króna í beinan stuðning við landbúnað og neytendur munu auk þess greiða um 25 milljarða króna í formi hærra verðlags matvæla vegna tolla og innflutningshamla til verndar innlendri landbúnaðarframleiðslu. Samtals er stuðningur við landbúnaðinn um 50 milljarðar króna árlega. Af tollverndinni ganga um 10 milljarðar til bænda og um 15 til úrvinnslugreina landbúnaðarins. Þrátt fyrir gríðarlegan stuðning er matvælaverð í landinu með því hæsta á heimsvísu. Tollverndin kostar hverja fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári en til að greiða þá upphæð þarf að hafa um 500.000 kr. laun. Þetta kemur verst niður á fátækum barnafjölskyldum og ferðaþjónustunni um allt land. Hérlendis munu um 4% vinnuaflsins starfa tengt landbúnaði en sem dæmi aðeins um 1% í Bandaríkjunum. Ef við gætum losað helming vinnuafslsins myndi það bæta hag okkar að meðaltali um 2%. Við styrkjum hvert býli að jafnaði 3x meira en að meðaltali í Evópu og meira en 4x meira en gert er í Bandaríkjunum. Landbúnuðaðurinn er ábyrgur fyrir um 70% af losun gróðurhúsaloftegunda ef þurrkun votlendis er meðtalin. Hluti skýringarinnar er áhersla á stuðning við mjólkur- og kjötsframleiðslu, sem einnig stuðlar að óhollara neyslumynstri en ella. Grunnstoðir nýrrar stefnu Stefnu framtíðarinnar þarf að byggja á þessum meginþáttum: 1. Sanngjarnt matvælaverð og fæðuöryggi 2. Sjálfbær framleiðsla og umhverfisvernd 3. Efnahagslegt sjálfstæði bænda 4. Jöfn samkeppni og gagnsæi á matvælamarkaði 5. Grunnstuðningur í stað magnbundinna niðurgreiðslna Sameiginleg landbúnaðarstefna Evrópu virkar vel á virkar vel á öllum þessum mælikvörðum. Hún virkjar markaðsöflin til hagsbóta fyrir bændur og neytendur og hafnar tollavernd milli Evrópulanda sem lækkar matvælaverð til neytenda. Á móti fá virkir bændur tiltekinn fastann grunnstuðning mánaðarlega. Til þess að eiga rétt þurfa bændur bara að starfa samkvæmt viðurkenndum aðferðum sem stuðla að matvælaöryggi, dýravelferð og umhverfisvernd. Sá stuðningur þyrfti hjá okkur að vera verulegur. Hugsanlega þyrfti stuðningurinn á núgildandi verðlagi að nema um 500.000 kr. á stöðugildi, það er 1 milljón krónur á mánuði fyrir tveggja manna bú. Hugsanlega ættu stórbú að fá lægri meðalgreiðslur á hvern starfsmann og nýir bændur meira. Bændum væri frjálst að framleiða hvers konar matvæli. Ekki væri sér stuðningur fyrir mjólkurframleiðslu né kindakjöt. Þannig myndu bændur framleiða það sem gæfi þeim sem mesta framlegð og þar með bæta sinn hag og annara í leiðinni. Grænar og valkvæðar greiðslur Gera ætti bændum kleyft að sækja sér aukatekjur með lífrænni ræktun, endurheimt votlendis, skógrækt og fleira sem kæmi heildinni vel. Áherslu mætti leggja á þróun verkefna sem bæta lýðheilsu og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Tollvernd endurskoðuð Mikilvægasta skrefið fyrir neytendur er niðurfelling tolla af matvælum. Það mun leiða til um 35%lækkunar á verði kjöts, mjólkur og eggja. Það mun spara hverri fjögurra manna fjölskyldu um 250.000 kr. á ári og fyrir marga þarf hátt í mánaðarlaun einnar fyrirvinnu til að afla þess fjár. Ný tækifæri fyrir bændur Í stað þess að haga framleiðslu sinni eftir kvótakerfi og framleiðslutengdum styrkjum myndu bændur miða sína framleiðslu við matvælaframleiðslu sem gæfi sem mesta framlegð. Að sjálfsögðu yrði framleidd næg mjólk og kindakjöt. Nýsköpun sem skapar bændum aukinn arð myndi aukast. Niðurlag Með aukinni framleiðslutækni hefur bændum smám saman fækkað og svo verður áfram. Þó það sé að sumu leyti leitt, þá bætir þróunin hag almennings. Það er kominn tími til að horfast í augu við að okkar gamla stuðningskerfi landbúnaðarins sem byggt á gríðarháum magntengdum stuðningi við mjólk og kindakjöt, sem og tollvernd kemur of mikið niður á neytendum, umhverfi og dýrum. Ísland þarf nútímalegan, framsækinn og ábyrgan landbúnað. Við þurfum að uppfæra okkar landbúnaðarstefnu og taka mið af þróuninni nágrannalöndunum. Höfundur er viðskiptafræðingur úr sunnlenskri sveit. Tilvísarnir: -Fjárlög 2025 -OECD.org og eigin útreikningar -Hagstofa Íslands
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun