Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Kjartan Kjartansson skrifar 28. maí 2025 10:37 Roda Verheyen, lögmaður perúska bóndans, ræddi við fréttamenn áður en dómstóllinn í Hamm kvað upp dóm sinn í morgun. AP/Bernd Thissen/dpa Þýskur dómstóll vísaði í dag frá máli perúsks bónda sem krafðist þess að orkurisinn RWE tæki þátt í flóðvörnum sem tengjast bráðnun jökla. Fyrirtæki geta engu að síður verið látin bera ábyrgð á afleiðingum losunnar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða. Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Saúl Luciano Lliuya, bóndi frá Huaraz í Andesfjöllum, stefndi RWE, einu stærsta orkufyrirtæki Þýskalands, og krafðist þess að það tæki þátt í kostnaði við að koma upp flóðavörnum í heimahéraði hans. Byggði hann á mati á að RWE bæri ábyrgð á um 0,5 prósent losunar mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum og að fyrirtækið ætti að taka þátt í kostnaðinum í samræmi við það. Dómstóllinn í Hamm í Þýskalandi komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að mögulegt tjón Lliuya vegna jökulhlaups væri ekki nægilega hátt til þess að hann gæti stefnt RWE. Lliuya getur ekki áfrýjað niðurstöðunni sem tók tíu ár að fá fram, að því er kemur fram í frétt þýska miðilsins Deutsche Welle. Þrátt fyrir það sagði dómstóllinn að hægt væri að stefna fyrirtækjum vegna afleiðinga losunar þeirra á gróðurhúsalofttegundum. Roda Verheyen, lögmaður Lliuya segir dóminn því marka tímamót og blása byr í segl annarra sem hyggja á málsóknir gegn jarðefnaeldsneytisfyrirtækjum. Fulltrúar RWE mótmæltu því að það væri eitt gert ábyrgt fyrir afleiðingum loftslagsbreytinga. Næði málsóknin gegn fyrirtækinu fram að ganga væri hægt að stefna hverjum einasta bifreiðareiganda í landinu fyrir þeirra hlut í losun mannkynsins. Hætta á flóði úr jökullóni fyrir ofan bæinn Lliuya býr í bænum Huaraz í vestanverðu Perú. Bærinn er í dal fyrir neðan Palcacocha-jökullónið. Um fjórfalt meira vatn er nú í lóninu en árið 2003 vegna bráðnunar jökla. Palcacocha-jökullónið sem stendur fyrir ofan dalinn þar sem Lliuya býr í Andesfjöllum.Vísir/Getty Sérfræðingar hafa varað við flóðahættu vegna þess sem gæti haft afdrifaríkar afleiðingar í för með sér fyrir byggðina í dalnum fyrir neðan lónið. Félli stórir borgarísjakar eða berghlaup ofan í lónið gæti það valdið margra metra háu flóði. Sams konar hætta er til staðar í kringum jökullón sem hefur fjölgað og stækkað á Íslandi. Vísindamenn hafa varað við afleiðingum þess að berghlaup úr óstöðugum hlíðum sem hopandi jöklar skilja eftir sig geti valdið hamfaraflóðum fyrir neðan slík lón. Ólíkt í Perú væri mannabyggð líklega ekki í vegi slíkra flóða.
Þýskaland Perú Loftslagsmál Jarðefnaeldsneyti Tengdar fréttir Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Sjá meira
Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu Framtíð Perito Moreno-skriðjökulsins í Patagóníu veldur vísindamönnum og ferðaþjónustufólki vaxandi áhyggjum. Jökullinn kelfir nú hraðar en áður en hafði þar til nýlega staðið hnattræna hlýnun betur af sér en margir aðrir. 15. maí 2025 13:11