Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Jón Ísak Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 28. maí 2025 00:08 Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Einar Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7:30 til 16:30. Breytingin tekur gildi í september. Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16:30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Vill sjá lengri opnunartíma í boði Ragnhildur segir að sparnaður sem geti orðið af styttingu opnunartímans ýtist bara yfir á fjölskyldur og þar af leiðandi yfir í samfélagið. „Af því að foreldrar, og þá yfirleitt konurnar, eru að stytta vinnutímann sinn, og það bitnar bara á samfélaginu öllu, þannig það er afleiðingin,“ segir hún. Þið viljið sjá lengri opnunartíma í boði ef fólk skyldi vilja nýta það? „Já við viljum hafa alla flóruna, leikskóla sem eru með lengri opnunartíma, og lengri hámarksdvalartíma, og það sé allt í boði og leikskólar megi ákveða það sjálfir,“ segir Ragnhildur. „Við viljum fullfjármagna leikskólakerfið, og fara af fullum þunga í að laga húsnæðið í borginni, ekki fara eyða milljörðum í einhver gróðursnauð torg, þegar annar hver leikskóli er myglaður, þannig þar eru okkar áherslur.“ „Við viljum fjölbreytt, opið leikskólakerfi, viljum fá alla til að koma hjálpa okkur. Við viljum bara að kerfið taki mið af þörfum foreldra og barna,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira
Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7:30 til 16:30. Breytingin tekur gildi í september. Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16:30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Vill sjá lengri opnunartíma í boði Ragnhildur segir að sparnaður sem geti orðið af styttingu opnunartímans ýtist bara yfir á fjölskyldur og þar af leiðandi yfir í samfélagið. „Af því að foreldrar, og þá yfirleitt konurnar, eru að stytta vinnutímann sinn, og það bitnar bara á samfélaginu öllu, þannig það er afleiðingin,“ segir hún. Þið viljið sjá lengri opnunartíma í boði ef fólk skyldi vilja nýta það? „Já við viljum hafa alla flóruna, leikskóla sem eru með lengri opnunartíma, og lengri hámarksdvalartíma, og það sé allt í boði og leikskólar megi ákveða það sjálfir,“ segir Ragnhildur. „Við viljum fullfjármagna leikskólakerfið, og fara af fullum þunga í að laga húsnæðið í borginni, ekki fara eyða milljörðum í einhver gróðursnauð torg, þegar annar hver leikskóli er myglaður, þannig þar eru okkar áherslur.“ „Við viljum fjölbreytt, opið leikskólakerfi, viljum fá alla til að koma hjálpa okkur. Við viljum bara að kerfið taki mið af þörfum foreldra og barna,“ segir Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Skóla- og menntamál Leikskólar Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Innlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Sjá meira