Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar 27. maí 2025 14:30 „Já, nú vænkast hagur Strympu aldeilis.“ Þessi orð lét ég falla eins og ósjálfrátt við sjálfan mig eða konuna þar sem ég sat við eldhúsborðið með tölvuna fyrir framan mig. Hún var hins vegar að tína leirtau út úr uppþvottavélinni og að raða því upp í skápanna. Eitt augnablik stöðvaðist hún við vinnu sína og horfði á mig furðulostin, hún skildi greinilega ekkert í hvað ég var að meina. „Ja, sko, ef eitthvað er selt sem á að heita að vera í okkar eigu þá hlítur fjárhagslega staða okkar að batna að minnsta kosti um tíma.“ Hún horfði á mig greinilega jafn skilningsvana og áður og virtist bíða eftir nánari skýringu á þessum orðum. „Sko, við erum talin vera eigendur af stórum hlut í banka sem við nú erum búin að selja fyrir múlti moný og þess vegna hlítur staða okkar að batna. Konan horfði á mig drjúga stund en síðan hristi hún höfuðið lítillega og hélt áfram að tína leirtauið upp í skápanna. Reyndar heyrðist hún tauta í leiðinni að ekki batnaði ruglið í mér með aldrinum. Auðvita voru þessi orð mín þarna við eldhúsborðið ákveðin tegund af kaldhæðni. Og auðvita veit ég alveg upp á hár að okkar fjárhagsstaða mun ekkert breytast þótt við værum talin eigendur að þessari eign sem þarna var verið að selja. En umræður okkar þennan morguninn þarna við borðið höfðu snúist um það að ég hafði fengið þann úrskurð frá augnlækni deginum áður að ég þyrfti á augnsteinaaðgerð að halda ekki seinna en strax áður enn illa færi. Og eftir því sem læknirinn sagði mér þá væru til þess tvær leiðir. Í fyrsta lagi væri sú leið að fara á biðlista hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi og bíða þar eftir aðgerð kannski í tvö og hálft ár, eða fá aðgerða strax hjá einkafyrirtæki en það kostaði mikla peninga. Síðan spurði þessi ágæti læknir mig hvenær ég þyrfti að endurnýja ökuskírteynið mitt og ég upplýsti hann um að þess þyrfti eftir einhverja mánuði. Þegar hann heyrði svar mitt þá horfði hann á mig með samúð og lét þess getið að hann væri svartsýnn á að ég fengi það endurnýjað ef ég fengi ekki þessa aðgerð í hvelli. Sem sagt, lífsgæði mín munu skerðast allverulega ef ég ætti ekki fjármuni eða að tekjurnar væru það góðar til að eiga góð ár í ellinni. Þetta er sæluríkið Ísland. Þessar hugleiðingar hafa leitað sterkt á mig núna á undanförnum dögum og vikum ekki síst fyrir það að Ísland er talið vera í hópi ríkustu landa í heiminum. Hérna eiga búsetuskilyrði og jöfnuður að vera svo mikil að allir hafi það svo glimrandi gott og enginn þurfi að líða skort á nokkrum hlut. Helstu talsmenn fyrir þessari skoðun eru svo aðallega einhverjir framamenn í þjóðfélaginu eða stjórnmálafólk. Ekki síst fólk úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn sem þykjast geta montað sig að því að hafa skapað þetta sæluríki sem við búum við í dag. En eitt er þó sem sameinar þetta fólk sem er óþreytandi að halda þessari skoðun á lofti. Það er allt staðsett í tveggjamilljóna klúbbnum sem ég hef kallað svo. Það er að segja að þetta fólk er þannig staðsett í okkar þjóðfélagi að það er með laun upp á tvær milljónir á mánuði, kannski rétt tæplega eða rúmlega. Og það furðulega er að þegar það er komið á þann stað og jafnvel í þá afstöðu að geta eitthvað gert í málinu þá virðist það ekki vera mjög aðkallandi. Nú finnst eflaust einhverjum sem lesa þessar línur ég vera ósanngjarn út í það fólk sem tók við í ríkisstjórn nú í vetur vegna þessa skamma tíma sem það hefur setið. En því miður er ég orðin það gamall að gera mér grein fyrir því að loforð tárvotra frambjóðenda til forystu í stjórnmálum er einskis virði eftir að þeir eru komnir í klúbbinn. En á meðan kemst maður ekki hjá því að heyra öðru hvoru frá fólki í klúbbnum um sæluríkið Ísland og hvað allar þjóðir heimsins öfundast út í okkur sem búum hérna. Nú síðast heyrði ég í Lilju Dögg hjá Framsókn í síðasta Silfurþætti eiga vart orð yfir hve jöfnuður á milli þegna á Íslandi væri stórkostlegur og hvað við værum í öfundsverðri stöðu. Og ég gæti ef ég vildi tekið ótal dæmi af fólki sem tilheyrir klúbbnum fara með sömu rulluna um hve sanngjarnt sé fyrir alla að búa hérna. En eitt dæmi man ég eftir sem kom frá einum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Pétri Zimsen í einhverjum pistli sem hann skrifaði að ofgnóttin væri svo mikil á Íslandi að við hefðum ekki gott af því ef þessi ofgnótt væri meiri. Nú held ég að allir viti þessi tvö eru fulltrúar þeirra tveggja flokka sem hafa verið ríkjandi á Íslandi síðastliðin hundrað ár og átt mestan þátt í því að skapa það þjóðfélag sem við lifum við í dag. Og ég held líka að allir viti að þessir tveir flokkar hafi staðið vörð um þá efnameiri í þjóðfélaginu og barist fyrir því að þeir haldi stöðu sinni. Við þurfum ekki annað en sjá hve hart þeir berjast á móti auðlindafrumvarpi stjórnarinnar þessa daganna. Mér finnst ég ekki geta lokið við þessi skrif mín á annan hátt en að vitna í ummæli eftir Bandarískan rithöfund og stjórnmálamann sem heitir Upton Sinclair. En þessi orð las ég í pistli eftir Indriða Þorlákson á Heimildinni um sjávarútveg og veiðigjöld og ég vona að mér fyrirgefist með að fá þau lánuð en þau hljóða svona. (Það er erfitt að fá mann til að skilja eitthvað ef tekjur hans byggjast á því að skilja það ekki.) Höfundur er eftirlaunaþegi sem hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
„Já, nú vænkast hagur Strympu aldeilis.“ Þessi orð lét ég falla eins og ósjálfrátt við sjálfan mig eða konuna þar sem ég sat við eldhúsborðið með tölvuna fyrir framan mig. Hún var hins vegar að tína leirtau út úr uppþvottavélinni og að raða því upp í skápanna. Eitt augnablik stöðvaðist hún við vinnu sína og horfði á mig furðulostin, hún skildi greinilega ekkert í hvað ég var að meina. „Ja, sko, ef eitthvað er selt sem á að heita að vera í okkar eigu þá hlítur fjárhagslega staða okkar að batna að minnsta kosti um tíma.“ Hún horfði á mig greinilega jafn skilningsvana og áður og virtist bíða eftir nánari skýringu á þessum orðum. „Sko, við erum talin vera eigendur af stórum hlut í banka sem við nú erum búin að selja fyrir múlti moný og þess vegna hlítur staða okkar að batna. Konan horfði á mig drjúga stund en síðan hristi hún höfuðið lítillega og hélt áfram að tína leirtauið upp í skápanna. Reyndar heyrðist hún tauta í leiðinni að ekki batnaði ruglið í mér með aldrinum. Auðvita voru þessi orð mín þarna við eldhúsborðið ákveðin tegund af kaldhæðni. Og auðvita veit ég alveg upp á hár að okkar fjárhagsstaða mun ekkert breytast þótt við værum talin eigendur að þessari eign sem þarna var verið að selja. En umræður okkar þennan morguninn þarna við borðið höfðu snúist um það að ég hafði fengið þann úrskurð frá augnlækni deginum áður að ég þyrfti á augnsteinaaðgerð að halda ekki seinna en strax áður enn illa færi. Og eftir því sem læknirinn sagði mér þá væru til þess tvær leiðir. Í fyrsta lagi væri sú leið að fara á biðlista hjá hinu opinbera heilbrigðiskerfi og bíða þar eftir aðgerð kannski í tvö og hálft ár, eða fá aðgerða strax hjá einkafyrirtæki en það kostaði mikla peninga. Síðan spurði þessi ágæti læknir mig hvenær ég þyrfti að endurnýja ökuskírteynið mitt og ég upplýsti hann um að þess þyrfti eftir einhverja mánuði. Þegar hann heyrði svar mitt þá horfði hann á mig með samúð og lét þess getið að hann væri svartsýnn á að ég fengi það endurnýjað ef ég fengi ekki þessa aðgerð í hvelli. Sem sagt, lífsgæði mín munu skerðast allverulega ef ég ætti ekki fjármuni eða að tekjurnar væru það góðar til að eiga góð ár í ellinni. Þetta er sæluríkið Ísland. Þessar hugleiðingar hafa leitað sterkt á mig núna á undanförnum dögum og vikum ekki síst fyrir það að Ísland er talið vera í hópi ríkustu landa í heiminum. Hérna eiga búsetuskilyrði og jöfnuður að vera svo mikil að allir hafi það svo glimrandi gott og enginn þurfi að líða skort á nokkrum hlut. Helstu talsmenn fyrir þessari skoðun eru svo aðallega einhverjir framamenn í þjóðfélaginu eða stjórnmálafólk. Ekki síst fólk úr Sjálfstæðisflokki og Framsókn sem þykjast geta montað sig að því að hafa skapað þetta sæluríki sem við búum við í dag. En eitt er þó sem sameinar þetta fólk sem er óþreytandi að halda þessari skoðun á lofti. Það er allt staðsett í tveggjamilljóna klúbbnum sem ég hef kallað svo. Það er að segja að þetta fólk er þannig staðsett í okkar þjóðfélagi að það er með laun upp á tvær milljónir á mánuði, kannski rétt tæplega eða rúmlega. Og það furðulega er að þegar það er komið á þann stað og jafnvel í þá afstöðu að geta eitthvað gert í málinu þá virðist það ekki vera mjög aðkallandi. Nú finnst eflaust einhverjum sem lesa þessar línur ég vera ósanngjarn út í það fólk sem tók við í ríkisstjórn nú í vetur vegna þessa skamma tíma sem það hefur setið. En því miður er ég orðin það gamall að gera mér grein fyrir því að loforð tárvotra frambjóðenda til forystu í stjórnmálum er einskis virði eftir að þeir eru komnir í klúbbinn. En á meðan kemst maður ekki hjá því að heyra öðru hvoru frá fólki í klúbbnum um sæluríkið Ísland og hvað allar þjóðir heimsins öfundast út í okkur sem búum hérna. Nú síðast heyrði ég í Lilju Dögg hjá Framsókn í síðasta Silfurþætti eiga vart orð yfir hve jöfnuður á milli þegna á Íslandi væri stórkostlegur og hvað við værum í öfundsverðri stöðu. Og ég gæti ef ég vildi tekið ótal dæmi af fólki sem tilheyrir klúbbnum fara með sömu rulluna um hve sanngjarnt sé fyrir alla að búa hérna. En eitt dæmi man ég eftir sem kom frá einum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Pétri Zimsen í einhverjum pistli sem hann skrifaði að ofgnóttin væri svo mikil á Íslandi að við hefðum ekki gott af því ef þessi ofgnótt væri meiri. Nú held ég að allir viti þessi tvö eru fulltrúar þeirra tveggja flokka sem hafa verið ríkjandi á Íslandi síðastliðin hundrað ár og átt mestan þátt í því að skapa það þjóðfélag sem við lifum við í dag. Og ég held líka að allir viti að þessir tveir flokkar hafi staðið vörð um þá efnameiri í þjóðfélaginu og barist fyrir því að þeir haldi stöðu sinni. Við þurfum ekki annað en sjá hve hart þeir berjast á móti auðlindafrumvarpi stjórnarinnar þessa daganna. Mér finnst ég ekki geta lokið við þessi skrif mín á annan hátt en að vitna í ummæli eftir Bandarískan rithöfund og stjórnmálamann sem heitir Upton Sinclair. En þessi orð las ég í pistli eftir Indriða Þorlákson á Heimildinni um sjávarútveg og veiðigjöld og ég vona að mér fyrirgefist með að fá þau lánuð en þau hljóða svona. (Það er erfitt að fá mann til að skilja eitthvað ef tekjur hans byggjast á því að skilja það ekki.) Höfundur er eftirlaunaþegi sem hefur gaman af því að velta fyrir sér þjóðfélagsmálum.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar