Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 27. maí 2025 13:44 Lengri opnunartími hefur verið hjá leikskólanum Ævintýraborg við Nauthólsveg en verður það ekki lengur frá og með 1. september. Reykjavíkurborg Skóla- og frístundaráð samþykkti á fundi sínum í vikunni að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Vísað var til lítillar nýtingar og kostnaðar vegna úrræðisins. Eftir breytinguna verða allir leikskólar opnir frá klukkan 7.30 til 16.30. Breytingin tekur gildi í september. Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur. Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira
Lengri opnunartími hefur verið í gildi frá árinu 2022 og átti að vera til tveggja ára í einum eða tveimur leikskólum í hverju hverfi. Leikskólarnir sem tóku þátt voru Bakkaborg, Hagaborg, Heiðarborg, Klettaborg, Langholt og Ævintýraborg við Nauthólsveg. Samkvæmt tillögu sviðsstjóra nýttu alls tíu foreldrar sér þennan lengri opnunartíma í upphafi og hafa aldrei verið fleiri en það. Þeir voru sjö í maí 2023, þrír í maí 2024 og einn í apríl á þessu ári. Kostnaður vegna opnunar til klukkan 17.00 er nú um 325.00 krónur á ári Í tillögunni er bent á að í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur loka flestir leikskólar klukkan 16.30 og sumir klukkan 16 á föstudögum eða sérstök skráning eftir klukkan 14 á föstudögum. Sjálfstæðismenn vilja meiri sveigjanleika Skóla- og frístundaráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu á fundi skóla- og frístundaráðs fram tillögu um að opnunartími yrði ákvörðun hvers leikskóla fyrir sig. Ákvörðun um opnunartíma yrði svo tekin í samráði leikskólastjóra, starfsmanna og foreldra. Í tillögu þeirra var ítrekað að sveigjanleiki væri til staðar en tillagan var felld með fjórum atkvæðum. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu einnig fram bókun, eftir að tillagan var samþykkt og send til afgreiðslu í borgarráði, þar sem þau skiljanlegt, í ljósi þess hve fá börn nota þjónustuna, að tillagan hafi verið lögð fram en ítrekuðu þá skoðun sína að meiri sveigjanleiki væri til staða í opnunartíma leikskólanna. Auk þeirra lögðu einnig fram bókun áheyrnarfulltrúar leikskólastjóra og starfsfólks í leikskólum og foreldra barna í leikskólum. Mannekla og lítil nýting Fulltrúar leikskólastjóra og starfsmanna leikskóla fögnuðu breytingunni og bentu á að almennt væru vandræði með mönnun og það hefði verið erfitt að halda úti þjónustu til 17. Áheyrnafulltrúi foreldra sagðist ekki setja sig á móti styttingunni í ljósi lítillar nýttingar og mönnunarvanda innan leikskólastigsins. Hún kallaði þó eftir meiri sveigjanleika í kerfinu. „Til langs tíma litið er minni sveigjanleiki í leikskólakerfinu þó óæskilegur því ólíkar fjölskyldur hafa ólíkar þarfir þegar kemur að opnunartíma. Æskilegt væri að byrja að vinna að því að búa til kerfi sem þekkist víða á Norðurlöndum og þá sérstaklega í höfuðborgum þar sem sumir leikskólar hafa langan opnunartíma til þess að koma til móts við ólíkar þarfir fjölskyldna,“ sagði í bókun áheyrnarfulltrúa foreldra barna á leikskóla, Albínu Huldu Pálsdóttur.
Leikskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Innlent Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Innlent Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Innlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Halldór Blöndal borinn til grafar Innlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Kolbrúnu Bergþórs sagt upp á Mogganum Sagt upp eftir 26 ár á Morgunblaðinu Kominn tími á gos og Veðurstofan öllu viðbúin Sýknuð af ólöglegum innflutningi lyfja vegna rangra upplýsinga Lyfjastofnunar Þriggja hatta Inga segir engin ráðherraskipti í pípunum Desember að komast á lista yfir þá allra hlýjustu Erlendir ferðamenn talsvert slasaðir eftir áreksturinn Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Sjá meira