Mannúðarkrísa af mannavöldum Ingólfur Gíslason skrifar 27. maí 2025 08:00 Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Gíslason Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Almenningur á Íslandi hefur kallað eftir því að ríkisstjórn Íslands setji þrýsting á Ísrael að stöðva þjóðarmorðið sem Ísrael er að fremja á Gaza. Einnig viljum við að Ísland taki við þeim börnum sem þegar hafa fengið samþykkta alþjóðlega vernd hér á landi. Í því felst einnig að koma börnunum út af Gaza og til Íslands. Ég skrifa þessa grein fyrst og fremst til þess að beina því ákalli til stjórnvalda að sækja þessi börn af Gaza. Orð koma ekki auðveldlega Stjórnmálamenn sem tala fyrir hönd ríkisstjórnarinnar hafa lýst því yfir að ríkisstjórnin hafi mikinn skilning og vilji bregðast við ákallinu en fylgja því alltaf eftir með því að lýsa því að hún muni ekki gera það með öðru en opinberum yfirlýsingum. Það er algerlega ófullnægjandi og langt frá því að vera í eðlilegu samræmi við alvarleika stöðunnar. Ég hef sérstaklega í huga yfirlýsingar Dagbjartar Hákonardóttur þingkonu Samfylkingarinnar. Hún kemur sér hjá því að ræða aðgerðir eins og viðskiptaþvinganir eða menningarlega sniðgöngu, svo sem eins og að beita sér fyrir því að útiloka Ísrael frá þátttöku í Eurovision eða alþjóðlegum íþróttamótum. Hún talar um „mannúðarkrísuna á Gaza“ en eina setningarbrotið sem túlka má sem gagnrýni á Ísrael er að Ísland vilji „auka pressu á ísraelsk stjórnvöld að snúa af þessari vegferð og virða alþjóðalög“. Hér er hreinlega erfitt að lýsa því og ná utan um það hvað þessi orð gera lítið úr þeim yfirgengilegu og hryllilegu glæpum sem Ísrael hefur framið og er að fremja. Tug- eða hundruð þúsunda almennra borgara eru markvisst drepnir í því skyni að hrekja alla Palestínumenn af Gaza. Um það má gjarnan velja nákvæmari og sterkari orð en mannúðarkrísu. Að halda stjórnmálasambandi en ekki nýta það Ég á tvo vini á Íslandi sem hafa fengið alþjóðlega vernd en eiga ennþá börn á Gaza. Börnin hafa líka hlotið alþjóðlega vernd en það þarf að koma þeim heim. Dagbjört útskýrir í yfirlýsingu sinni að það þjóni engum tilgangi að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael enda þurfi milliríkjasamtalið að vera virkt „ekki síst ef við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza“. Hér er rétt að staldra við, vegna þess að það má lesa milli línanna (og það er líklega tilgangurinn) að við viljum hjálpa flóttafólki frá Gaza. Ég hef leitað allra leiða sem ég kann til að koma neyðarkalli vina minna áleiðis en ég er því miður ekki vel tengdur inn í valdakerfi landsins. Rauði krossinn segist ekkert geta gert vegna þess að ríkisstjórn Íslands ákvað að slíta samningi við Alþjóðlegu fólksflutningastofnunina (IOM) sem sér um flutninga flóttafólks um allan heim og heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar. Ég hlýt að draga þá ályktun að ríkisstjórn Íslands hafi ákveðið að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, að minnsta kosti ekki börnum sem þegar hafa fengið samþykkt dvalarleyfi á Íslandi. Það virðist vera meðvituð og markviss stefna Íslands að hjálpa ekki flóttafólki frá Gaza, börnum sem eiga hér foreldra sem eru örvæntingarfull um að sjá þau á lífi aftur. Ég fer fram á að þessi stefna verði endurskoðuð. Ég fer fram á að stjórnmálasambandið sé nýtt til þess að bjarga þeim börnum frá Gaza sem þegar hafa fengið vernd og eiga foreldra hér á landi. Rök gegn því að bjarga börnum Það er skrítið að þurfa að rökstyðja það að við eigum að reyna að bjarga lífi barna í bráðri lífshættu. Réttlætingar ríkisstjórnarinnar fyrir því að sækja ekki börn af Gaza liggja reyndar ekki á lausu. Þegar rætt er um þetta er því drepið á dreif með því að gefa í skyn að það sé svo flókið og að önnur ríki séu ekki að bjarga fólki af Gaza, að minnsta kosti ekki fólki í nákvæmlega sömu stöðu og þessi börn. En önnur ríki hafa nýlega komið fólki út af Gaza og gera það reglulega. Vinir mínir hafa sent mér fréttir og myndbönd af fólki sem er að fara gegnum landamærastöð í rútum áleiðis á flugvöll þaðan sem förinni er heitið til Evrópu. Þetta virðist því vera mögulegt og vel á færi okkar. Jafnvel þó að Ísland sé lítið og áhrifalaust í alþjóðakerfinu og þurfi alltaf að vera í slagtogi með öðrum þjóðum. Það sem eftir stendur er siðferðið. Ég hef leitað að siðferðislögmálum sem myndu mæla á móti því að bjarga börnum út af Gaza til foreldra sinna hér á landi. Ég hef ekki fundið það ennþá. Kannski að ríkisstjórnin útskýri það? Höfundur er aðjunkt við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun