Kastrup og Jón Mýrdal hafa skilið skiptum Jakob Bjarnar skrifar 26. maí 2025 12:51 Jón Mýrdal gaf út tilkynningu nú rétt í þessu þar sem hann sagðist ekki tengjast veitingastaðnum Kastrup lengur. vísir/anton brink Jón Mýrdal, sem hefur verið vert á veitingastaðnum Kastrup við Hverfisgötu, hefur gefist upp á samningum við skattinn og leigusala og skilið skiptum við staðinn. Jón sagði kokhraustur í samtali við Vísi, þegar greint var frá því á dögunum að staðurinn hafi verið innsiglaður af skattinum og gestir reknir frá diskunum, að hann væri á leið með skjalatösku til skattsins til að gera þetta mál upp. Þetta hafi verið leið mistök en staðnum var lokað föstudaginn 2. maí. Nú hefur komið á daginn að dýpra var á vandamálinu en svo. Staðurinn er enn lokaður og sér ekki fyrir endann á því. „Kæru vinir það er því miður ljóst að ég kem ekki lengur til með að hafa aðkomu að Kastrup. Það náðust ekki samningar við skattinn né leigusala,“ segir Jón nú í tilkynningu á Facebook. Jón lýsir því að síðustu vikur hafi verið erfiðar en hann sé þó stoltur af því að hafa byggt upp staðinn, í fyrstu í tjaldi við Klapparstíg ásamt Stefáni Melsted kokki, sem svo breyttist í þennan vinsæla veitingastað við Hverfisgötu. Og Jón þakkar sérstaklega fastakúnnum staðarins sem komu reglulega en eins og áður sagði var staðurinn ákaflega vinsæll. „Nú þarf að ganga frá lausum endum og hugsa um framtíðina,“ segir Jón sem virðist hvergi nærri af baki dottinn þegar veitingarekstur er annars vegar: „Ég veit hverju ég er góður í sem er stuð og stemming og næstu verkefni verða tengd því. Í framtíðinni mun bókhald og tölvupóstar vera gert af fagmönnum,“ segir Jón sem tekur fram að hann muni ekki svara spurningum frá blaðamönnum um þessar lyktir máls. Jón var einn skráður eigandi Kastrup í gegnum fyrirtæki sitt K151515 ehf. Jón hefur reyndar ekki svarað blaðamönnum nú um skeið. Veitingastaðir Skattar og tollar Gjaldþrot Reykjavík Tengdar fréttir Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi konu á veitingastaðnum Kastrup í gær. 21. desember 2024 09:38 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Jón sagði kokhraustur í samtali við Vísi, þegar greint var frá því á dögunum að staðurinn hafi verið innsiglaður af skattinum og gestir reknir frá diskunum, að hann væri á leið með skjalatösku til skattsins til að gera þetta mál upp. Þetta hafi verið leið mistök en staðnum var lokað föstudaginn 2. maí. Nú hefur komið á daginn að dýpra var á vandamálinu en svo. Staðurinn er enn lokaður og sér ekki fyrir endann á því. „Kæru vinir það er því miður ljóst að ég kem ekki lengur til með að hafa aðkomu að Kastrup. Það náðust ekki samningar við skattinn né leigusala,“ segir Jón nú í tilkynningu á Facebook. Jón lýsir því að síðustu vikur hafi verið erfiðar en hann sé þó stoltur af því að hafa byggt upp staðinn, í fyrstu í tjaldi við Klapparstíg ásamt Stefáni Melsted kokki, sem svo breyttist í þennan vinsæla veitingastað við Hverfisgötu. Og Jón þakkar sérstaklega fastakúnnum staðarins sem komu reglulega en eins og áður sagði var staðurinn ákaflega vinsæll. „Nú þarf að ganga frá lausum endum og hugsa um framtíðina,“ segir Jón sem virðist hvergi nærri af baki dottinn þegar veitingarekstur er annars vegar: „Ég veit hverju ég er góður í sem er stuð og stemming og næstu verkefni verða tengd því. Í framtíðinni mun bókhald og tölvupóstar vera gert af fagmönnum,“ segir Jón sem tekur fram að hann muni ekki svara spurningum frá blaðamönnum um þessar lyktir máls. Jón var einn skráður eigandi Kastrup í gegnum fyrirtæki sitt K151515 ehf. Jón hefur reyndar ekki svarað blaðamönnum nú um skeið.
Veitingastaðir Skattar og tollar Gjaldþrot Reykjavík Tengdar fréttir Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi konu á veitingastaðnum Kastrup í gær. 21. desember 2024 09:38 Mest lesið Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Viðskiptavinurinn alltaf í fókus Samstarf Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Sjá meira
Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Áslaug Arna Sigubjörnsdóttir, fráfarandi háskóla- iðnaðar og nýsköpunarráðherra, beitti Heimlich aðferðinni og bjargaði lífi konu á veitingastaðnum Kastrup í gær. 21. desember 2024 09:38