Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir og Dagmar Valsdóttir skrifa 25. maí 2025 23:30 Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Grindavík stendur enn, með hjarta sem slær af ómælanlegum lífsvilja og seiglu. Þrátt fyrir að eldstöðin andi djúpt og götur bæjarins minni óneitanlega á senu úr kvikmynd. Kvikmynd sem enginn óskaði sér að leika í. Í Grindavík býr ótrúlegur lífskraftur – þar er samfélag sem hvorki hefur gefist upp né forðast áskoranirnar. Samfélag sem ætlar að halda áfram með bros á vör og von í hjarta. Já Grindavík lifir og þú getur verið hluti af því að svo verði áfram. Nú þegar sólin hækkar á lofti og sumarið bankar á dyrnar, býðst þér einstakt tækifæri. Tækifæri að vera hluti af endurreisn, nærveru og samhug sem skilar raunverulegum breytingum. Veitingastaðir hafa opnað dyr sínar á ný, gististaðir taka á móti gestum með hlýju og íbúar eru tilbúnir að fagna sumrinu með þér. Ef Grindavík hefur nokkurn tíma kallað á þig, þá er það núna. Tjaldsvæðið opnaði á föstudaginn var og með því kviknaði ný von. Þetta er tíminn til að trúa á bjartari daga. Við vitum ekki hvað framtíðin ber í skauti sér – en við vitum að núna er rétti tíminn, sumarið 2025 til að heimsækja Grindavík. Á visitgrindavik.is finnur þú allt það helsta – afþreyingu, upplifanir og veitingastaði sem bíða eftir að fá þig í heimsókn. Grindavík státar af einum vinsælasta golfvelli landsins, Húsatóftavelli, þar sem hraun og sjór mætast í stórbrotnu landslagi. Völlurinn dregur að sér kylfinga alls staðar að vegna náttúrufegurðar og krefjandi brauta. Í sumar verður sjómannahelgin haldin með hátíðardagskrá í fyrsta sinn frá því bærinn var rýmdur. Loks endurfundir sem við íbúar höfum lengi beðið eftir. Ferðin þín er meira en heimsókn – hún er þátttaka í endurreisn samfélags sem gefst ekki upp. Við bíðum eftir þér! Höfundar eru hluti af öflugu liði ferðaþjónustuaðila í Grindavík.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar