Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs Árni Sæberg skrifar 23. maí 2025 16:58 Maðurinn lést í íbúð Dagbjartar í Bátavogi í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á beiðni Dagbjartar Guðrúnar Rúnarsdóttur um áfrýjunarleyfi á dómi Landsréttar, þar sem hún var dæmd í sextán ára fangelsi fyrir að myrða sambýlismann sinn. Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt. Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Landsréttur þyngdi refsingu Dagbjartar um sex ár, þar sem háttsemi hennar var heimfærð til ákvæðir hegningarlaga um manndráp, frekar en ákvæðis sömu laga um stórfellda líkamsárás sem leiðir til dauða. Dagbjört var ákærð fyrir að verða sambýlismanni sínum, sem var á sextugsaldri, að bana þann 23. september 2023 með því að beita hann margþættu ofbeldi í aðdraganda andláts hans í íbúð Bátavogi í Reykjavík. „Verður samkvæmt þessu ótvírætt ráðið af gögnum málsins að um stórhættulega atlögu var að ræða sem ákærðu gat ekki dulist að langlíklegast væri að bani hlytist af,“ sagði í dómi Landsréttar, sem kveðinn var upp í febrúar síðastliðnum. Í héraði var hún hins vegar ekki sakfelld fyrir manndráp heldur líkamsárás sem leiddi til andláts mannsins. Telur dóm Landsréttar rangan Í ákvörðun Hæstaréttar um áfrýjunarleyfisbeiðnina segir að Dagbjört hefði byggt á því að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur og áfrýjun lyti að atriðum sem hefðu verulega almenna þýðingu. Hún hefði meðal annars vísað til þess að óskýrleiki verknaðarlýsingar hefði átt að leiða til þess að málinu yrði vísað frá dómi eða í öllu falli að Landsrétti hefði ekki verið stætt á að sakfella fyrir manndráp á grundvelli þeirrar óljósu lýsingar að hún hefði beitt brotaþola „margþættu ofbeldi“ og dánarorsök hefði verið „köfnun vegna ytri kraftverkunar á hálsinn og efri öndunarveginn“. Dagbjört hefði byggt á því að Landsréttur virtist í dómi sínum eingöngu byggja á forsendum útvíkkaðrar réttarkrufningar um öll vafaatriði málsins og niðurstöðum dómkvadds manns þannig vikið til hliðar. Dómur Landsréttar væri því bersýnilega rangur að formi og efni til hvað varði sönnunargildi matsgerðar. Reyni á vægi sérfræðiskýrslna Auk þess hefði verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um sönnunarmat í málum þar sem reyni á vægi sérfræðiskýrslna sem aflað hefði verið einhliða af lögreglu gagnvart matsgerð dómkvaddra manna sem ákæruvaldið hefði ekki leitast eftir að fá hrundið með yfirmati. Loks hefði Dagbjört talið dóm Landsréttar vera bersýnilega rangan að efni til hvað varðar mat á ásetningi hennar og heimfærslu brotsins. Að mati hennar væri mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um mörk ákvæða hegningarlaga um annars vegar manndráp og hins vegar líkamsárás sem leiðir til dauða. Heimfærsla brotsins varði Dagnbjörtu miklu enda hefði fangelsisrefsing hennar verið þyngd um sex ár milli dómstiga. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði að telja að úrlausn þess, meðal annars um heimfærslu háttsemi Dagbjartar til refsiákvæða, kynni að hafa verulega almenna þýðingu í skilningi laga um meðferð sakamála. Þá væri jafnframt haft í huga að Dagbjört hefði verið sakfelld fyrir manndráp í Landsrétti en hefði í héraði verið sakfelld fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða. Beiðnin væri því samþykkt.
Mannslát til rannsóknar í Bátavogi Dómsmál Reykjavík Tengdar fréttir Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15 Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20 Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Sjá meira
Sakamálin sem skóku þjóðina Gríðarlega mörg sakamál voru til umfjöllunar hér á landi árið 2024. Sjö manndrápsmál komu upp á árinu, þar sem samanlagt átta létu lífið. Af þessum átta voru þrjú mál þar sem barn lést. 28. desember 2024 07:15
Dagbjört dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás Dagbjört Guðrún Rúnarsdóttir var dæmd í tíu ára fangelsi fyrir líkamsárás í Bátavogsmálinu svokallaða. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. 25. júlí 2024 15:20
Fá svæði á líkama þar sem voru engir áverkar Út frá niðurstöðu krufningar í Bátavogsmálinu svokallaða lést brotaþoli vegna köfnunar sökum utanaðkomandi þrýstings á öndunarveg. Alvarlegir áverkar voru á hálsi en sem dæmi er hægt að nefna blæðingar í hálsvöðvanum, brot á tungubeini, hringbrjóskinu og öllum barkanum. 28. júní 2024 16:00