Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Kjartan Kjartansson skrifar 23. maí 2025 11:20 Sarah Milgrim og Yaron Lischinsky sem voru skotin til bana í Washington-borg á miðvikudagskvöld. AP/ísraelska sendiráðið í Bandaríkjunum Karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður fyrir að skjóta tvo starfsmenn ísraelska sendiráðsins í Washington-borg í Bandaríkjunum til bana að yfirlögðu ráði. Hann sagði lögreglu að hann hefði drepið fólki fyrir Palestínu og Gasa. Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni. Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Elias Rodriguez, 31 árs gamall karlmaður frá Chicago, er grunaður um að hafa skotið þau Yaron Lischinsky og Söruh Lynn Milgrim, starfsmenn ísraelska sendiráðsins til bana, þegar þau yfirgáfu samkomu félagasamtaka sem berjast gegn gyðingahatri og styðja Ísrael á miðvikudagskvöld. Í ákæruskjalinu á hendur Rodriguez kemur fram að hann hafi sagt við lögreglumenn: „Ég gerði það fyrir Palestínu, ég gerði það fyrir Gasa.“ Það var vísun til hernaðar Ísraela á Gasaströndinni sem hófst eftir hryðjuverkaárás Hamas-samtakanna á Ísrael í október 2023. Fórnarlömb Rodriguez voru trúlofuð. Lischinsky var þrítugur en Milgrim 26 ára. Reuters-fréttastofan hefur eftir vinum þeirra og kollegum að þau hafi unnið að bættum samskiptum gyðinga og araba í von um að hægt væri að binda enda á blóðbaðið fyrir botni Miðjarðarhafs. Maður þerrar tárin á minningarstund um Söruh Milgrim og Yaron Lischinsky í samkomuhúsi gyðinga í Kansas þaðan sem Milgrim var.AP/Charlie Riedel Lischinsky var fæddur í Nuremberg í Þýskalandi en flutti til Ísraels þegar hann var sextán ára gamall þar sem hann þjónaði meðal annars í hernum, að sögn AP-fréttastofunnar. Milgrim var bandarískur ríkisborgari frá Kansas. Skaut Milgrim þegar hún reyndi að skríða undan Samkvæmt upplýsingum bandarísku alríkislögreglunnar flaug Rodriguez frá Chicago til Washington-borgar á þriðjudag, daginn fyrir morðin. Skömmu fyrir það sáu sjónarvottar hann ganga fram og til baka fyrir utan safnið þar sem viðburðurinn sem parið sótti fór fram. Á upptökum úr öryggismyndavélum sást Rodriguez skjóta parið nokkrum sinnum með níu millímetra skammbyssu. Hann hafi svo hallað sér yfir þau og skotið þau nokkrum sinnum til viðbótar eftir að þau féllu í jörðina. Milgrim hafi reynt að skríða í burt og setjast upp en þá skaut Rodriguez hana aftur. Hann hafi svo tekið sér tíma til að hlaða byssu sína en svo haldið áfram að skjóta. Byssumaðurinn lagði svo á flótta inn í safnið þar sem lögreglumenn höfðu hendur í hári hans. Hann gaf sig sjálfur fram við lögreglu, dró fram rauðan palestínuklút og sagði lögreglumönnum að hann hefði framið morðin. Gæti átt dauðarefsingu yfir höfði sér Reuters-fréttastofan segir að að Rodriguez hafi um tíma tekið þátt í starfi öfgavinstrihóps í Chicago í kringum árið 2017. Sá hópur, Frelsunar- og sósíalistaflokkurinn, segist ekki tengjast morðunum neitt og að hann styðji þau ekki. Rodriguez er einnig sagður hafa tekið þátt í starfi hóps sem skipulagði meðal annars mótmæli til stuðnings Palestínumönnum í borginni. Lögreglumaður heldur á poka með sönnunargögnum á vettvangi skotárásarinnar í Washington-borg á miðvikudagskvöld.AP/Rod Lamkey yngri Dan Bongino, aðstoðarforstjóri FBI, sagði á samfélagsmiðlum að möguleg stefnuskrá sem birt var í nafni Rodriguez á samfélagsmiðlinum X skömmu fyrir morðin væri til rannsóknar. Þar hafi hernaður Ísraela á Gasa verið fordæmdur og talað fyrir vopnuðum aðgerðum til þess að mótmæla honum. Bongino var þar til fyrir skemmstu þekktastur sem áhrifavaldur á samfélagsmiðlum sem dreifði hægrisinnuðum samsæriskenningum. Jeanine Pirro, starfandi alríkissaksóknari í Washington, sagði á blaðamannafundi að dauðarefsing gæti legið við brotum Rodriguez. Dauðarefsingar eru ekki við lýði í Washington-borg en alríkisstjórnin getur krafist dauðarefsingar fyrir brot á alríkislögum. „Við ætlum að halda áfram að rannsaka þetta sem hatursglæp og hryðjuverkaglæp,“ sagði Pirro sem var þar til fyrir skemmstu álitsgjafi á Fox-sjónvarpsstöðinni.
Bandaríkin Erlend sakamál Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira