Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar 23. maí 2025 09:02 Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Karl Brynjarsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Auðlindaskattar, hvort sem þeir eru á sjávarútveg, orkuvinnslu, ferðaþjónustu eða á hvað sem fólki kann að detta í hug að innheimta auðlindaskatt af, eru aldrei að fara að ríða einhvern stórkostlegan baggamun til góðs í ríkisbókhaldinu. Sem dæmi, mun veiðigjaldið, þrátt fyrir boðaða hækkun ekki ná því að verða 2% af tekjum ríkissjóðs. Auðlindaskattar eru í eðli sínu skattar á verðmætasköpun. Hér er þó ekki verið að segja, að ekki eigi að rukka hér veiðigjald eða önnur gjöld af noktun auðlinda í þjóðar eða ríkiseign. Heldur að það sé óskynsamlegt að nota þá skatta sem tæki til tekjuöflunar fyrir ríkissjóð. Innheimta auðlindaskatta eða gjalda, þarf því að vera í senn hófleg og ekki setja íþyngjandi hömlur á aukna verðmætasköpun þeirra sem auðlindirnar nýta. Hvað sem huglægum ómælanlegum réttlætis og sanngirnisrökum líður. Aukin verðmætasköpun er drifkraftur og forsenda þess að tekjur ríkissjóðs hækki nægjanlega, svo hægt sé að reka þetta ágæta þjóðfélag okkar sómasamlega. Ef farið er of geyst í það að skattleggja verðmætasköpun, getur það haft þau áhrif að tekjur ríkissjóðs lækki í stað þess að hækka, eins og stefnt var að í upphafi með hækkun skattsins. Auk þess sem að íþyngjandi auðlindaskattar geta dregið verulega úr alþjóðlegri samkeppnishæfni okkar og rýrt þar með lífskjör hér verulega. Aukin verðmætasköpun er forsenda þess að fyrirtækin í landinu, geti ráðið fólk í vinnu, greitt því þokkaleg eða jafnvel góð laun og fjárfest í nýsköpun og búnaði til þess að auka við sína verðmætasköpun, ásamt því að efla markaðssetningu á sinni vöru og þjónustu. Aukin verðmætasköpun er jafnframt lykilforsenda þess að hér verði lífskjör áfram með besta móti á heimsvísu. Ef skattlagning þrengir að vexti þeirra fyrirtækja er verðmætin skapa, þá er auðvitað hætta á því að fyrirtækin þurfi að hagræða hjá sér. Fresta eða hætta við nýjar fjárfestingar og hægja á nýjum ráðningum eða jafnvel segja upp starfsfólki til þess að lækka kostnað. Það mun veikja stærstu skattstofna okkar, tekjuskatt og virðisaukaskatt. Gæti veiking skattstofnana hæglega numið hærri upphæð en áætlaður ávinningur ríkissjóðs af auðlindaskattnum eða gjaldinu. Það er því veruleg hætta á því, að ef stjórnmálamenn missa sig í því að toppa réttlætiskennd hvors annars með sífellt "réttlátari" og “sanngjarnari” skattheimtu af verðmætasköpun, að tekjur ríkissjóðs til reksturs allra okkar kerfa, heilbrigðis, velferðar, mennta, samgöngu og fleiri kerfa minnki og verði á endanum ónægar til þess að rekstur ríkissjóðs verði nokkurn tímann sjálfbær. Sanngirni, já – en ekki á kostnað framtíðarinnar. Réttlæti, vissulega – en byggt á raunverulegum verðmætum, ekki pólitískum slagorðum. Ef við viljum samfélag sem stendur undir velferð, menntun og öryggi, þá verðum við að byrja á því að spyrja: Hverjir skapa verðmætin – og hvernig tryggjum við að þeir geti haldið því áfram? Höfundur er formaður Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun