Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Jón Þór Stefánsson skrifar 22. maí 2025 14:47 Grunaður árásarmaður var leiddur fyrir dómara um þrjúleytið í dag. Karlmaður á fimmtugsaldri sem var stunginn í Úlfarsárdal í Reykjavík í gær særðist alvarlega og lögreglu hefur ekki tekist að taka skýrslu af honum vegna málsins í dag. Hann er þó ekki talinn í lífshættu. Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann segir að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds á hendur grunuðum árásarmanni, sem er um fertugt, í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi samþykkt síðdegis að úrskurða manninn í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 29. maí. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ segir Ævar Pálmi. Lögreglan hefur í dag verið að safna saman gögnum og tekið skýrslur af vitnum. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar eru myndbönd sem hún fékk send sem eiga að varpa ljósi á atburðarrásina. Fréttastofa birti í gær þetta myndband sem er af vettvangi. Á myndbandinu virðist sjálf árásin hafa verið tekin upp í fjarlægð. Atvikin sem sjást eiga sér stað utandyra í Úlfarsárdal. Þar má sjá einn mann, sem virðist halda á einhverju sem gæti verið hnífur eða annars konar stunguvopn, hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Jafnframt sést hann reyna að koma sér undan, en svo virðist sem bílstjóri jepplings hafi reynt að stöðva hann með akstri sínum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:32 eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu um að fallist hefði verið á gæsluvarðhaldið. Lögreglumál Reykjavík Stunguárás í Úlfarsárdal Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þetta segir Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu. Hann segir að lögreglan muni krefjast gæsluvarðhalds á hendur grunuðum árásarmanni, sem er um fertugt, í dag. Fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni að Héraðsdómur Reykjavíkur hafi samþykkt síðdegis að úrskurða manninn í vikulangt gæsluvarðhald, eða til 29. maí. „Þetta er mjög alvarleg atlaga. Þetta var langt eggvopn sem fór í kvið,“ segir Ævar Pálmi. Lögreglan hefur í dag verið að safna saman gögnum og tekið skýrslur af vitnum. Á meðal þess sem lögreglan rannsakar eru myndbönd sem hún fékk send sem eiga að varpa ljósi á atburðarrásina. Fréttastofa birti í gær þetta myndband sem er af vettvangi. Á myndbandinu virðist sjálf árásin hafa verið tekin upp í fjarlægð. Atvikin sem sjást eiga sér stað utandyra í Úlfarsárdal. Þar má sjá einn mann, sem virðist halda á einhverju sem gæti verið hnífur eða annars konar stunguvopn, hlaupa að tveimur mönnum og veitast að þeim. Jafnframt sést hann reyna að koma sér undan, en svo virðist sem bílstjóri jepplings hafi reynt að stöðva hann með akstri sínum. Fréttin var uppfærð klukkan 16:32 eftir að lögreglan sendi frá sér tilkynningu um að fallist hefði verið á gæsluvarðhaldið.
Lögreglumál Reykjavík Stunguárás í Úlfarsárdal Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira