Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar 21. maí 2025 14:30 Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar