Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar 21. maí 2025 14:30 Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Pétur Zimsen Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Hvernig ætli það væri ef brýr um land allt hefðu gefið sig sl. áratugi, þær væru nú fjölmargar ónothæfar og ástandið hefði orsakað fjöldann allan af alvarlegum slysum? Hefði samgönguráðherra ekki fylgst með málinu og bæði hann og hans ráðuneyti væru grunlaus um hvað byggi að baki þessu stórhættulega ástandi? Hvernig væri það svo ef heilbrigðisráðherra og hans ráðuneyti hefði ekki hugmynd um fjölda sýkinga eftir skurðaðgerðir á LHS sem yrði til þess að tæplega helmingur sjúklinga væri að glíma við alvarleg veikindi? Þetta eru auðvitað galnar sviðsmyndir sem hafa sem betur fer ekki raungerst enda myndi slíkt ekki viðgangast í þessum málaflokkum. Einn er þó málaflokkur þar sem staðan er svona, að tæpur helmingur barna útskrifast úr skyldunámi án þess að ráða við að lesa upplýsingatexta og vinna úr honum. Það versta við það er að mennta- og barnamálaráðherra og ráðuneyti hans hafa EKKI hugmynd um hvers vegna staðan er svona og hefur verið árum saman. Þau vita EKKI hvers vegna staðan er svona og geta þá ekki brugðist við og börnin okkar verða af lögbundinni menntun. Það hefur stórkostleg áhrif til allrar framtíðar og skerðir lífsgæði, ævitekjur og tækifæri til þroska og vaxtar. Ekki er Reykjavíkurborg á betri stað en ráðherra, þar hafa menn EKKI hugmynd um orsakir þessa hruns. Og geta því ekki brugðist við. Eru til leiðir og lausnir? Svarið er já. Ég veit um skólasamfélög sem hafa blómstrað sl. áratugi þar sem námsárangur er frábær, líðan góð, tengsl mikil, traust alltumlykjandi og kostnaður lítill. Þetta er hægt og það er til fólk sem veit, vill og getur. Það þarf bara að hlusta á það í þágu barnanna okkar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar