Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Lovísa Arnardóttir skrifar 23. maí 2025 06:32 Hildur telur að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi almennt skapað góða stemningu á íþróttaviðburðum. Vísir/Einar og Anton Brink Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segist ekki vita til þess að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi skapað sérstök vandamál síðustu ár. Það sé áríðandi að regluverkið verði uppfært en íþróttafélögunum sé almennt treystandi til að skipuleggja söluna og fólki til að fara rólega í neysluna. Fjallað hefur verið um það nýlega að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi margfaldast og að lögreglan hyggist auka eftirlit með sölunni. Dæmi sé um að ekki hafi verið leyfi fyrir slíkri sölu. Þá samþykkti Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á þingi sínu síðustu helgi að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að koma þyrfti böndum á slíka áfengissölu. Áfengisneysla á íþróttaviðburðum samræmdist illa forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. „Ég veit ekki til þess að sala áfengisveitinga hafi skapað sérstök vandamál á íþróttaviðburðum á síðustu árum. Íþróttasvæðin eru ákveðin þungamiðja í borgarhverfunum og aðdráttarafl fyrir fólk að koma saman og hvetja hverfisliðin til dáða. Sala bæði áfengis og annarra veitinga hefur almennt skapað jákvæða stemningu á þessum viðburðum,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sé vel hægt að skapa jákvæða menningu í kringum áfengissölu Það eigi ekki að draga úr möguleikum fólks til að gera sér glaðan dag innan hverfis. Það sé vel hægt að skapa jákvæða og góða menningu í kringum áfengissöluna verði regluverkið aðlagað tíðaranda. „Sala áfengisveitinga þegar átt sér stað um nokkurt skeið og hefur ekki skapað nein teljandi vandamál. Ég ber fullt traust til íþróttahreyfingarinnar og tel henni vel treystandi til að útfæra þetta vel og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengi,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna minna á dómsdagsspár sem hafi fylgt opnun nýrra kaffihúsa innan hverfanna fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá stigu ýmsir fram og óttuðust að sala áfengisveitinga innan hverfa myndi leiða af sér óspektir og ósóma. Það hefur sannarlega ekki raungerst heldur hafa kaffihúsin þvert á móti glætt hverfin lífi og skapað ákveðna menningu sem fólk kann að meta. Íþróttaviðburðir skapa ekki síður mikilvæga menningu og stemningu í hverfunum og með skynsamlegum ramma má útfæra áfengissöluna vel og gefa fólki svigrúm til að gleðjast og hafa gaman.“ En tekurðu undir þessar hugmyndir að það verði selt á ákveðnum tímum á meðan leikjunum stendur og ekki aðgengilegt öllum? Sé til dæmis aðskilið svæðum þar sem börn eru? „Mér finnst fyrst og fremst eðlilegt að aðlaga regluverkið með þeim hætti að áfengissala verði heimiluð. Auðvitað þarf að virða reglur um aldurstakmörk og gæta þess að börn komist ekki í áfengar veitingar, það liggur í hlutarins eðli, en ég treysti íþróttafélögunum fullkomlega til að útfæra þetta með sóma,“ segir Hildur. Spurð um það hvort eðlilegt sé að börn séu í kringum drukkið fólk á slíkum viðburðum segir Hildur að menningin hafi hingað til ekki einkennst af ofdrykkju. Hún hafi almennt verið vandræðalaus. „Það er miklu frekar þannig að fólk komi saman, geri sér glaðan dag og styðji sín hverfislið með vinum og nágrönnum. Í kringum þetta hefur skapast skemmtileg hverfismenning sem við eigum að styðja við. Að mínu mati er fólki vel treystandi til að fá sér einn til tvo bjóra áfallalaust. Ég hreinlega skil ekki þessa tortryggni og þetta vantraust gagnvart fólki í borginni sem almennt sýnir skynsemi og ábyrgð og fer vel með það frelsi sem það á skilið að njóta." Reykjavík Áfengi Sveitarstjórnarmál Menning ÍSÍ Borgarstjórn Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Fjallað hefur verið um það nýlega að áfengissala á íþróttaviðburðum hafi margfaldast og að lögreglan hyggist auka eftirlit með sölunni. Dæmi sé um að ekki hafi verið leyfi fyrir slíkri sölu. Þá samþykkti Íþrótta- og ólympíusamband Íslands á þingi sínu síðustu helgi að taka forystu í að móta samræmdar reglur og stefnu um áfengisveitingar á íþróttaviðburðum, og draga úr sýnileika og aðgengi, sérstaklega þar sem börn og fjölskyldur eru viðstödd. Skúli Helgason, formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í vikunni að koma þyrfti böndum á slíka áfengissölu. Áfengisneysla á íþróttaviðburðum samræmdist illa forvarnar- og lýðheilsustefnum borgarinnar. „Ég veit ekki til þess að sala áfengisveitinga hafi skapað sérstök vandamál á íþróttaviðburðum á síðustu árum. Íþróttasvæðin eru ákveðin þungamiðja í borgarhverfunum og aðdráttarafl fyrir fólk að koma saman og hvetja hverfisliðin til dáða. Sala bæði áfengis og annarra veitinga hefur almennt skapað jákvæða stemningu á þessum viðburðum,“ segir Hildur í samtali við fréttastofu. Sé vel hægt að skapa jákvæða menningu í kringum áfengissölu Það eigi ekki að draga úr möguleikum fólks til að gera sér glaðan dag innan hverfis. Það sé vel hægt að skapa jákvæða og góða menningu í kringum áfengissöluna verði regluverkið aðlagað tíðaranda. „Sala áfengisveitinga þegar átt sér stað um nokkurt skeið og hefur ekki skapað nein teljandi vandamál. Ég ber fullt traust til íþróttahreyfingarinnar og tel henni vel treystandi til að útfæra þetta vel og tryggja að fólk undir lögaldri hafi ekki aðgengi að áfengi,“ segir Hildur. Hún segir umræðuna minna á dómsdagsspár sem hafi fylgt opnun nýrra kaffihúsa innan hverfanna fyrir tíu til fimmtán árum. „Þá stigu ýmsir fram og óttuðust að sala áfengisveitinga innan hverfa myndi leiða af sér óspektir og ósóma. Það hefur sannarlega ekki raungerst heldur hafa kaffihúsin þvert á móti glætt hverfin lífi og skapað ákveðna menningu sem fólk kann að meta. Íþróttaviðburðir skapa ekki síður mikilvæga menningu og stemningu í hverfunum og með skynsamlegum ramma má útfæra áfengissöluna vel og gefa fólki svigrúm til að gleðjast og hafa gaman.“ En tekurðu undir þessar hugmyndir að það verði selt á ákveðnum tímum á meðan leikjunum stendur og ekki aðgengilegt öllum? Sé til dæmis aðskilið svæðum þar sem börn eru? „Mér finnst fyrst og fremst eðlilegt að aðlaga regluverkið með þeim hætti að áfengissala verði heimiluð. Auðvitað þarf að virða reglur um aldurstakmörk og gæta þess að börn komist ekki í áfengar veitingar, það liggur í hlutarins eðli, en ég treysti íþróttafélögunum fullkomlega til að útfæra þetta með sóma,“ segir Hildur. Spurð um það hvort eðlilegt sé að börn séu í kringum drukkið fólk á slíkum viðburðum segir Hildur að menningin hafi hingað til ekki einkennst af ofdrykkju. Hún hafi almennt verið vandræðalaus. „Það er miklu frekar þannig að fólk komi saman, geri sér glaðan dag og styðji sín hverfislið með vinum og nágrönnum. Í kringum þetta hefur skapast skemmtileg hverfismenning sem við eigum að styðja við. Að mínu mati er fólki vel treystandi til að fá sér einn til tvo bjóra áfallalaust. Ég hreinlega skil ekki þessa tortryggni og þetta vantraust gagnvart fólki í borginni sem almennt sýnir skynsemi og ábyrgð og fer vel með það frelsi sem það á skilið að njóta."
Reykjavík Áfengi Sveitarstjórnarmál Menning ÍSÍ Borgarstjórn Áfengi í íþróttastarfi Tengdar fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Líkja má aðstæðum sem skapast hafa í kringum áfengissölu á íþróttaviðburðum við villta vestrið að mati stjórna Íþróttabandalaga Reykjavíkur og Reykjanesbæjar sem kalla eftir skýrari reglum. Málið verður rætt á íþróttaþingi. 15. maí 2025 20:43