Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 21. maí 2025 14:30 Breski plötusnúðurinn NOTION er væntanlegur til Íslands. Aðsend Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag. Tónlistarmaðurinn sem er 31 árs gamall er með sextán milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hundruði milljóna spilanna á lögin sín. Viðburðarfyrirtækið Garcia Events stendur fyrir viðburðinum sem verður 22. nóvember á Auto. View this post on Instagram A post shared by AUTO (@auto.nightclub) „Notion hefur verið leiðandi afl í upprisu tónlistarstefnunnar UKG sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn undanfarin tvö ár. Frægðarsól hans hefur risið gífurlega í kjölfar útgáfu hans á endurblöndun sem hann gerði á laginu The Days ásamt tónlistarkonunni Chrystal sem nú hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og skilað Notion sextán milljón mánaðarlegra hlustenda. Þetta er mikill hvalreki fyrir íslensku danstónlistar senuna og ákveðin viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna ásamt AUTO,“ segir í tilkynningunni frá Garcia Events. Hér má hlusta á lagið The Days: Ásamt því að koma fram á AUTO mun Notion leggja land undir fót í Evrópu og víða um heim og koma fram á mörgum af þekktustu og virtustu tónleikastöðum heimsins, eins og Razzmatazz í Barcelona og The Shrine í Los Angeles svo einhvað sé nefnt. Forsala hefst þann 28. maí klukkan 10:00 á Tix og heimasíðu Auto. Samkvæmislífið Tónlist Reykjavík Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Tónlistarmaðurinn sem er 31 árs gamall er með sextán milljón mánaðarlega hlustendur á streymisveitunni Spotify og hundruði milljóna spilanna á lögin sín. Viðburðarfyrirtækið Garcia Events stendur fyrir viðburðinum sem verður 22. nóvember á Auto. View this post on Instagram A post shared by AUTO (@auto.nightclub) „Notion hefur verið leiðandi afl í upprisu tónlistarstefnunnar UKG sem hefur farið sem eldur í sinu um heiminn undanfarin tvö ár. Frægðarsól hans hefur risið gífurlega í kjölfar útgáfu hans á endurblöndun sem hann gerði á laginu The Days ásamt tónlistarkonunni Chrystal sem nú hefur verið streymt yfir 250 milljón sinnum á Spotify og skilað Notion sextán milljón mánaðarlegra hlustenda. Þetta er mikill hvalreki fyrir íslensku danstónlistar senuna og ákveðin viðurkenning á því starfi sem við höfum verið að vinna ásamt AUTO,“ segir í tilkynningunni frá Garcia Events. Hér má hlusta á lagið The Days: Ásamt því að koma fram á AUTO mun Notion leggja land undir fót í Evrópu og víða um heim og koma fram á mörgum af þekktustu og virtustu tónleikastöðum heimsins, eins og Razzmatazz í Barcelona og The Shrine í Los Angeles svo einhvað sé nefnt. Forsala hefst þann 28. maí klukkan 10:00 á Tix og heimasíðu Auto.
Samkvæmislífið Tónlist Reykjavík Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira