Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar 20. maí 2025 20:02 Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Reykjavík Verslun Skipulag Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Sjá meira
Ein rótgrónasta vintage fatabúð miðborgarinnar Gyllti kötturinn hefur nýverið tilkynnt flótta sinn úr Austurstræti yfir á Fiskislóð. Þetta er ekki einstakt tilvik heldur hluti af langvarandi þróun sem æ fleiri taka eftir. Þróun þar sem verslanir, sem eitt sinn einkenndu miðborgina, voru hluti af sögu hennar og gerðu hana lifandi og manneskjulega, hverfa hver af annarri. Einu sinni var að finna pósthús, apótek og allskyns verslanir og þjónustu í miðbænum en það hefur ört breyst. Ég elska Gyllta köttinn. Þar hef ég klappað Bakkusi miðbæjarkettinum víðfræga og keypt marga tímalausa kjóla. Það er því sárt að sjá hana hverfa úr hjarta borgarinnar vegna tillitsleysis og yfirgangs borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum. Í Austurstræti hafa árum saman staðið risastór steypuklumpaskilti í bílastæðum fyrir framan búðina. Þau eru ekki sett upp til að fegra götumyndina, heldur einungis til að loka bílastæðum sem eru skuggamegin í þokkabót. Ég hef fengið fjölmargar kvartanir frá veitinga- og verslunarfólki í hverfinu vegna þessa og í kjölfarið bæði vakið máls á þessu í Borgarráði og lagt fram tillögu um að steypuskilti verði fjarlægð og stæðin gerð aðgengileg. Tillagan hefur ekki verið afgreidd. Að meirihlutinn skuli kjósa það að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, er lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Stefnan um steypuklumpa í bílastæðum Fyrir ári síðan var ég með stóra könnun á upplifun íbúa á þeim breytingum sem hafa orðið á bílastæðamálum undanfarin ár. Í könnuninni, sem meirihlutinn hefur í heilt ár frestað umræðu um í Borgarstjórn, kom skýrt fram að margir veigra sér við að sækja verslanir þar sem aðgengi er lélegt eða kostnaðarsamt að leggja bílnum. Og það þarf ekki einu sinni könnun til að sjá það: aðgengi skiptir máli. Það er ekki bara þessi eina verslun sem hefur flúið miðborgina. Guðsteinn Eyjólfsson, ein elsta herrafataverslun landsins, flutti frá Laugavegi í Ármúla eftir rúmlega 100 ára starf í miðborginni. Herrahúsið fór sömu leið – eftir hálfa öld á Laugavegi. Verslunin Kúnígúnd sameinaði starfsemi sína í Kringlunni eftir 37 ár í miðbænum og Frank Michelsen, úrsmiður, lokaði eftir 76 ára viðveru á Laugavegi og færði sig á Hafnartorg þar sem verslunin er beint fyrir ofan bílakjallarann. Þessar verslanir voru vörður í sögu götumyndarinnar sem hafa horfið – ekki vegna þess að viðskiptin eru ekki til staðar, heldur vegna þess að rekstrarskilyrðin versna með hverju árinu. Veri það vegna götuframkvæmda sem dragast óheyrilega á langinn þar sem rekstraraðilar fá litlar sem engar upplýsingar eða hálfdrættings götulokanir og steypuklumpaskilti í bílastæðum. Og ekki bara skilti því víða er búið að koma fyrir steypuklumpa-blómapottum í bílastæðum í miðbænum. Tilgangurinn er ekki að útbúa setusvæði heldur einungis að torvelda aðgengi. En steypuklumpa-blómapottanna má finna í fleiri hverfum. Erlendis tíðkast að planta trjám á gangstéttarhornum en í Reykjavík eru víða geymdir risastórir steypuklumpa-blómapottar með engu nema mold meirihluta ársins. Reglulegar fréttir af fyrirtækjum á flótta er ekki tilviljun Sumir vilja gera lítið úr þessum flótta og segja upplifun og frásagnir verslunarrekanda ekki gjaldgengar enda samræmast þær ekki trú þeirra sem sem síst vilja horfast í augu við þessa þróun. En þegar sjálfstæðar verslanir með langa sögu á svæðinu hverfa hver af fætur annarri þangað sem aðgengi er betra þá er ljóst að eitthvað er bogið. Í stað þess að hlusta á rekstraraðila og taka tillit til þeirra eru þeir snuðaðir. Ábendingar þeirra og ákall eftir samvinnu við borgina er afgreitt sem marklaust raus, ef ekki bara pólitísk pilla gegn réttlátum valdboðurum. Þegar meirihlutinn kýs að festa steypuklumpa í götumyndina í stað þess að hlusta á rekstraraðila, þá er það lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi og smáum rekstri. Það er sárt að sjá. Því þetta snýst ekki bara um bílastæði. Þetta snýst um framtíð miðborgarinnar. Hvort við viljum að hún sé lifandi, fjölbreytt og aðlaðandi – eða hvort hún verði áfram vettvangur steypuklumpa, einsleitinna lundabúða og tómra verslunarrýma. Það er hægt að snúa þessari þróun við. En það krefst þess að við förum að hlusta á rekstraraðila, taka mark á þeim og taka tillit til fjölbreytilegra þarfa þeirra og í guðanna bænum fjarlægjum þessa steypuklumpa. Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar