Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 21. maí 2025 06:00 Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Viðreisn Mest lesið Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Skoðun Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Sjá meira
Mjög skemmtilegar aðstæður skapast gjarnan þegar ég vísa í upplýsingar frá Evrópusambandinu í greinarskrifum mínum og eitilharðir Evrópusambandssinnar eins og Ole Anton Bieltvedt bregðast við með því að segja þær rangar og jafnvel helbera lygi eins og hann gerði í grein á Vísi fyrr í vikunni. Fyrir það fyrsta ættu Ole og aðrir Evrópusambandssinnar vitanlega að þekkja gögn Evrópusambandsins öðrum betur, þeir eru jú að reyna að selja okkur hinum að rétt sé að ganga þar inn. Í annan stað geta það varla talizt meðmæli með inngöngu í sambandið ef ekkert er að marka upplýsingar sem koma þaðan. Tilefni skrifa Oles Antons er grein sem ég ritaði á Vísi síðastliðinn sunnudag þar sem ég benti á það að gefnu tilefni að kæmi til þess að Ísland gengi í Evrópusambandið tækju möguleikar okkar Íslendinga á að hafa áhrif á ákvarðanatöku innan þess einkum mið af íbúafjölda landsins. Þannig myndum við hafa sex þingmenn á þingi Evrópusambandsins af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Staðan yrði síðan enn verri í ráðherraráðinu, valdamestu stofnun þess, þar sem vægi Íslands yrði allajafna einungis á við 5% hlutdeild í alþingismanni. Fræðast mætti einfaldlega um þetta á vefsíðum sambandsins. Fremur einföld reiknidæmi er um að ræða sem alþjóðlegur kaupsýslumaður og samfélagsrýnir eins og Ole Anton titlar sig gjarnan ætti alveg að ráða við. Sex þingmenn eru um 0,8% af þeim vel yfir 700 sem sitja á þingi sambandsins í heild. Það hlutfall af þeim 63 þingmönnum sem sæti eiga á Alþingi er 0,5 eða hálfur þingmaður. Hvað ráðherraráð Evrópusambandsins varðar er við ákvarðanatökur í langflestum tilfellum alfarið miðað við íbúafjölda ríkja sambandsins sem hlutfall af heildaríbúafjölda þess. Það þýddi að vægi Íslands í ráðinu yrði einungis 0,08% en það hlutfall á Alþingi þýddi 5% af alþingismanni. Hins vegar kýs Ole Anton að vísa til þess að Roberta Metsola, þingmaður frá Möltu, sé forseti þings Evrópusambandsins. Það er hún vissulega en ekki sem fulltrúi heimalands síns eins og hann vill meina heldur þingflokksins sem hún tilheyrir. Ole Anton nefnir einnig framkvæmdastjórn sambandsins en þeir sem þar sitja eru að sama skapi ekki fulltrúar heimalanda sinna enda óheimilt samkvæmt Lissabon-sáttmála þess að ganga erinda þeirra. Þeir eru einfaldlega embættismenn Evrópusambandsins. Þetta hef ég áður bent honum á en engu að síður kýs hann ítrekað að fara áfram með sömu rangfærslurnar. Mörg dæmi eru um það að margfalt fjölmennari ríki en Ísland hafi orðið undir í ráðherraráði Evrópusambandsins, eins og ég benti á í grein minni, og það jafnvel þegar mikilvægir hagsmunir þeirra hafa verið annars vegar. Tók ég dæmi af reynslu bæði Dana og Íra í þeim efnum. Til dæmis þegar Írar þurftu um árið að sætta sig við samning um makrílveiðar við Færeyjar sem fór gegn írskum hagsmunum eftir að hafa barizt gegn honum í ráðinu en orðið undir. Formaður Samtaka sjómanna í Killybegs, stærsta útgerðarbæ Írlands, sagði af því tilefni að Írar væru aðeins lítill fiskur. Stóru ríkin réðu ferðinni. Við samningaborðið um makrílinn áttu Færeyjar, sem ekki eru fullvalda ríki, sæti en hins vegar ekki Írland. Þar sat hins vegar fulltrúi Evrópusambandsins sem gætti sem áður segir ekki hagsmuna Íra. Innan sambandsins hefðum við Íslendingar ekki veitt sporð af makríl á Íslandsmiðum sem var krafa ráðamanna í Brussel. Valdið yfir sjávarútvegsmálum okkar og flestum öðrum málaflokkum væri þá enda í höndum þeirra og vægi okkar færi allajafna eftir íbúafjölda landsins sem fyrr segir. Að sama skapi hefðum við aldrei getað varizt í Icesave-málinu. Það gátum við vegna þess að við höfðum valdið til þess. Hins vegar er ég sammála Ole Antoni um það að ekki sé ásættanlegt að þurfa að taka upp regluverk frá Evrópusambandinu í gegnum EES-samninginn án þess að hafa mikið um það að segja. Innan sambandsins myndi það sem fyrr segir lítið breytast í raun nema að því leyti að þá yrðu miklu fleiri málaflokkar undir. Farið yrði með öðrum orðum úr öskunni í eldinn. Lausnin er að skipta EES-samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunasamning eins og við gerðum í tilfelli Bretlands án þess að nokkuð færi á hliðina og meira að segja formaður Viðreisnar hefur viðurkennt að sé góður samningur. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun