Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar 20. maí 2025 07:00 Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áfengi Áfengi í íþróttastarfi Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í áraraðir hefur verið lögð áhersla á að íþróttir og áfengi fari ekki saman. Íþróttahreyfingin hefur notið víðtæks stuðnings og trausts sveitarfélaga, almennings og styrktaraðila á þeirri forsendu að íþróttir stuðli að heilbrigðum lífsstíl, forvörnum og jákvæðum félagslegum áhrifum – sérstaklega fyrir börn og ungmenni. Þátttaka í íþróttastarfi hefur verið talin draga úr áhættuhegðun, þar á meðal áfengisneyslu. Því vekur það athygli að í dag virðist vínandinn sífellt sterkari þáttur í andrúmslofti íþróttaviðburða. Á síðustu árum hefur þróunin orðið sú að mörg íþróttafélög reiða sig nú á tekjur af áfengissölu. Stemningin á leikjum mótast sífellt meira af drykkju, óábyrgri hegðun og félagslegri neyslu. Í aðdraganda íþróttaþings ÍSÍ nýverið var rætt um „villta vestrið“ í kringum áfengissölu á kappleikjum, þar sem skortur á reglum hefur skapað óljósa stöðu. Tillaga var lögð fram um að ÍSÍ mótaði samræmda stefnu í þessum efnum – ekki til að draga úr neyslu heldur til að skipuleggja hana betur. Með öðrum orðum: Áframhaldandi sala, en undir formlegum formerkjum – og jafnvel með von um auknar tekjur. Það eitt og sér mun ekki breyta neyslu eða hegðun þeirra sem áfengið munu nota. Forsvarsmenn sumra félaga hafa jafnvel lýst því yfir að áfengisneysla auki upplifun á leikdögum. Þar með er í raun sagt að keppnin ein og sér sé ekki nógu spennandi nema áfengi komi við sögu. Slíkt sjónarhorn er í hæsta máta áhyggjuefni – slík viðhorf eru skoðanamyndandi og til þess fallin að senda skilaboð um að við höfum frekar trú á bjórnum en boltanum? Þegar áfengi er samþætt við íþróttaviðburði smitast þessi viðhorf til næstu kynslóða barna sem áhorfendur – og framtíðarneytendur þessara veiga. Börn og unglingar sjá áhorfendur neyta áfengis í umhverfi sem á að einkennast af heilbrigði og virðingu. Þar með verða íþróttaviðburðir hluti af félagslegri samþykkt neysluhegðunar sem við annars reynum að forðast – meðal annars með íþróttum. Það er mótsagnakennt að á sama tíma og við bendum á forvarnagildi íþrótta, leyfum við að stúkan breytist í vínstúku. Þarf íþróttahreyfingin virkilega að fórna ímynd sinni og forvarnarhlutverki fyrir skammtímafjárhagslegan ávinning? Frekar en horfa á sölugróðann mætti forystufólk íþróttahreyfingarinnar horfa í baksýnisspegilinn og hugsa til þeirra mörgu íþróttamanna og forustufólks hreyfinga sem hafa verið úthrópaðir fyrir framferði sem án nokkurs vafa má rekja til dómgreindarskorts undir áhrifum áfengis. Sú neysla hefur reynst mörgum þeirra dýrkeypt og vegur þyngra en að fá rautt spjald eða vera vísað úr keppni. Gott orðspor og ásýnd íþróttahreyfingarinnar hefur tekið langan tíma að byggja, en slíkt traust getur horfið á einni nóttu verði ekki rétt staðið að málum. Fólkið í landinu treystir á forvarnagildi íþróttastarfsins þannig að ábyrgðin er mikil. Jafnframt mætti gera kröfu til hins opinbera – ríkis, sveitarfélaga og fyrirtækja – og ábendingu til almennings um að endurmeta þá fjármuni sem renna til íþróttafélaga ef þau velja að víkja frá fyrra forvarnargildi. Hvers virði eru ímynd og heilbrigði framtíðarkynslóða í augum þeirra sem fjármagna slíkt starf? Nú þegar nýr forseti ÍSÍ, Willum Þór Þórsson, hefur tekið við ætti hann að nýta það traust sem hann fékk sem heilbrigðisráðherra – þar sem hann var einn harðasti talsmaður gegn auknu aðgengi að áfengi – og endurspegla sömu gildi í starfi sínu fyrir íþróttahreyfinguna. Margt bendir til þess að neysla ungmenna sé að aukast og er dvínandi áhugi á forvörnum kennt um og eftirgjöf. Á undanförnum árum hafa komið upp fjöldi atvika sem gefa til kynna að staða ungmenna fari versnandi og atburðir þeim tengdum slegið þjóðina með miklum harmi. Víða eru rauð flögg uppi og mikilvægt að íþróttahreyfingin sýni svo ekki sé neinn vafi á að hún standi með forvörnum á öllum sviðum. Við þurfum að spyrja okkur: Hver er andinn sem við viljum að svífi yfir vötnum og völlum landsins? Er það samheldni, heilbrigði og fyrirmynd, eða er það léttvín og léttúð? Íþróttir eru mikilvægur þáttur í samfélagsgerð okkar – ekki aðeins til skemmtunar heldur sem verkfæri til að móta gildismat. Veljum þann anda sem byggir upp – ekki þann sem grefur undan. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndar.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun