„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 07:31 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“ Bónus-deild kvenna KR Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira
Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Enski boltinn „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Sport Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Enski boltinn Fleiri fréttir Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Sjá meira