„Ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim“ Aron Guðmundsson skrifar 20. maí 2025 07:31 Daníel Andri Halldórsson er orðinn þjálfari KR. KR Daníel Andri Halldórsson er nýr þjálfari kvennaliðs KR í körfubolta og fær það verkefni að festa liðið í sessi í efstu deild. Hann tekur næsta skref á sínum ferli með miklu sjálfsöryggi eftir að hafa lært mikið á stuttum ferli til þessa. Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“ Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Daníel tekur við liðinu af Herði Unnsteinssyni sem kom KR aftur upp í efstu deild á nýafstöðnu tímabili en lét nýverið af störfum. „Kominn tími á það hjá þessum hóp“ Daníel hefur undanfarin ár starfað sem þjálfari uppeldisfélags síns Þór frá Akureyri með góðum árangri. Liðið var endurvakið fyrir fjórum árum síðan og undir stjórn Daníels tryggði það sér sæti í efstu deild á sínum tíma, festi sig þar í sessi og komst í bikarúrslit í fyrra og varð í ár meistari meistaranna. „Mér finnst bara eins og það hafi verið kominn tími á að ég myndi prófa eitthvað nýtt. Bæði fyrir sjálfan mig en líka fyrir mitt uppeldisfélag líka. Það þarf oft að breyta til og breytingar geta oft verið mjög góðar og ég held að hópurinn heima, stjórnin og allir muni græða á því að það komi einhver nýr, ferskur og öðruvísi inn þar.“ Og sem þjálfari KR tekur hann skrefið inn í félag með mikla sögu. „Ég er að taka við mjög flottum, ungum og efnilegum leikmannahópi af Herði Unnsteinssyni sem hefur gert alveg gríðarlega flotta hluti með þennan hóp. Kjarninn er góður, uppaldar KR stelpur og það verður gaman að sjá þær feta sín fyrstu spor í betri deild. Ég held að það sé alveg kominn tími á það hjá þessum hóp.“ „Svona félag á að vera með lið í efstu deild, byrjum á að festa liðið svolítið þar en það er ekki langt í að við munum gera okkur líkleg til að keppa. Það er ákveðinn andi inn í þessu íþróttahúsi og á þessu félagssvæði. Geggjað hverfi og söguríkt félag. Stórveldi, stærsta félag á Íslandi og æðislegt að fá að vera hluti af því á næsta tímabili. Mér líður mjög vel með þetta. Þetta er flott félag að ganga inn í og það er strax tekið vel á móti mér, það er mikið af góðu fólki í kringum þetta félag og ég er mjög spenntur að vinna með því í kringum þetta félag.“ Einhverjar breytingar eru í farvatninu á leikmannahópi KR milli tímabila. „Það verða gerðar einhverjar breytingar já. Við kíkjum aðeins á íslenska markaðinn og reynum að búa til mjög samkeppnishæft umhverfi á æfingum þannig að við náum árangri hraðar, gæðin á æfingu verða betri og meiri. Byrjum á því og svo er það upp á stelpurnar sjálfar komið að toga hvor aðra áfram í að ná enn frekari árangri.“ Daníel er ungur að árum, aðeins 29 ára gamall, og tók sín fyrstu skref sem meistaraflokks þjálfari hjá Þór og býr nú að góðri reynslu. „Kosturinn við að taka þessi skref hjá uppeldisfélagi sínu var að ég fékk að gera ótal mistök og læra af þeim sem meistaraflokksþjálfari og í kringum meistaraflokks starfið. Ég hef lært mikið á stuttum meistaraflokks þjálfara ferli og get þá tekið næsta skref með miklu sjálfsöryggi og veit nákvæmlega hvað ég hef fram að færa.“
Bónus-deild kvenna KR Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Golf „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Golf „Erfitt að kveðja allt fólkið í Krikanum“ Fótbolti Trump hikar ekki við að færa leiki á HM úr hættulegum borgum Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira