Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Kjartan Kjartansson skrifar 19. maí 2025 15:12 Frá mótmælum gegn innrás Rússa í Úkraínu sem Amnesty International skipulagði í Lissabon í Portúgal á upphafsdögum stríðsins. Rússar segja samtökin „höfuðstöðvar rússafóbíu“. Vísir/EPA Ríkissaksóknari Rússlands tilkynnti í dag að hann hefði bannað starfsemi alþjóðlegu mannréttindasamtakanna Amnesty International í landinu. Samtökin væru óæskileg og styddu Úkraínumenn í stríðinu við Rússa. Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Í yfirlýsingu sinni sakaði saksóknarinn Amnesty um að gera allt sem samtökin gætu til þess að stigmagna hernaðarátök í heimshlutanum og að réttlæta „glæpi úkraínskra nýnasista“ auk þess að hvetja til efnahagslegrar einangrunar Rússlands. Stríðsáróður rússneskra stjórnvalda gengur út á að þau berjist gegn „nasistum“ í Úkraínu. Amnesty hafa skjalfest stríðsglæpi Rússa í innrás þeirra í Úkraínu allt frá upphafi hennar árið 2022. Samtökin hafa jafnframt krafist þess að þeir seku verði dregnir til ábyrgðar. Þau hafa þó einnig deilt á Úkraínu þegar tilefni hefur verið til. Í umdeildri skýrslu sem kom út árið 2022 sögðu samtökin að úkraínski herinn hefði brotið alþjóðalög og stefnt óbreyttum borgurum í hættu með aðferðum sínum í stríðinu. Framkvæmdastjóri samtakanna í Úkraínu hætti í kjölfar þess og Volodýrmýr Selenskíj, forseti Úkraínu, gagnrýndi niðurstöðurnar sem Amnesty stóð engu að síður við, að sögn evrópska blaðsins Politico. Bannið þýðir að allt að fimm ára fangelsisvist liggur við því fyrir rússneska borgara að vinna með eða fjármagna samtök sem sæta slíku banni. Rússnesk stjórnvöld hafa skilgreint fjölda frjálsra félagasamtaka og fjölmiðla sem ýmist öfgasamtök eða útsendara erlendra ríkja til þess að bæla niður allar gagnrýnisraddir heima fyrir, sérstaklega á síðustu árum. Á meðal annarra alþjóðlegra samtaka sem eru bönnuð í Rússlandi eru umhverfisverndunarsamtökin Grænfriðungar, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar.
Rússland Mannréttindi Félagasamtök Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira