Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. maí 2025 06:01 Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun