Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar 18. maí 2025 11:30 Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Eurovision 2025 Palestína Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Sjá meira
Það var áfall að sjá Ísrael lenda í öðru sæti Eurovision í gær og hljóta flest atkvæði úr símakosningu. Hvernig getur ríki sem fremur þjóðarmorð fengið svona mörg atkvæði? Er einhver maðkur í mysunni? Það er rétt að taka fram að ég hef ekkert á móti gyðingum og fordæmi öll hryðjuverk, þar með talin hryðjuverk Hamas fyrir hálfu ári síðan. En þó að hryðjuverk séu hryllileg þá er þjóðarmorð margfalt verra, samkvæmt skilgreiningu. Markmið hryðjuverka er að valda ótta og skelfingu (e. terror) en markmið þjóðarmorðs er að útrýma. Það er ekkert sem réttlætir þjóðarmorð, ekki hryðjuverk, ekkert. Trúarbrögð veita heldur engum tilkall til landsvæðis annarra. Mannfallstölurnar tala sínu máli: Rúmlega 1.700 Ísraelar eru látnir og 53.250 Palestínubúar, þar af 80% óbreyttir borgarar og 30% börn. Þrjátíu Palestínubúar eru drepnir fyrir hvern Ísraela. Valdaójafnvægið er gífurlegt, enda veita Bandaríkin Ísrael mikla hernaðaraðstoð. Hvernig getur Ísrael hlotið svona góða kosningu í söngvakeppni sem ætti að vera um ást, ást, frið, frið, eins og Svíar orðuðu það árið 2016? Fjármagn hlýtur að spila inn í, til dæmis er stærsti bakhjarl keppninnar, Moroccanoil, ísraelskt fyrirtæki. Sá sem styður Ísrael í blindni hikar varla við að kjósa Ísrael 20 sinnum á meðan þau sem fordæma þjóðarmorðið sniðganga keppnina. Þá hef ég heyrt að Ísrael hafi auglýst lagið sitt í öðrum löndum. Auðvitað hefði átt að víkja Ísrael úr keppninni en fyrst það gekk ekki, hvað er þá til bragðs að taka? Hvað getur Ísland gert til að styðja Palestínu annað en að fordæma þessi þjóðarmorð? Gætum við hjálpað Palestínu að ganga í Samband evrópskra sjónvarpsstöðva og boðist til að fjármagna og skipuleggja þátttöku þeirra í Eurovision? Eitt er víst að með þátttöku sinni í Eurovision hvítþvær Ísrael sig af þjóðarmorðinu á Gaza og það sárvantar mótvægi við því. Höfundur er umhverfisverkfræðingur
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar