Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. maí 2025 20:53 Hagfræðingur hjá Alþýðusambandinu segir að verðlagseftirlitið hafi sérstaklega numið hækkun á nautakjöti og nautakjötsafurðum. Það eru ekki sérlega góðar fréttir fyrir þau sem hyggjast grilla mikið í sumar. Vísir/Sigurjón Verð á dagvöru hækkaði um meira en 0,6 prósent þriðja mánuðinn í röð og er svo komið að hækkanirnar hafa áhrif á grillsumarið mikla sem er að hefjast. Fátt er undanskilið í þeim efnum, ekki einu sinni eggin sem þarf til að gera Bernaise-sósu með steikinni. Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“ Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Nýjasta greining verðlagseftirlits Alþýðusambands Íslands sýnir að þrátt fyrir að hækkun hafi orðið á dagvöru þar sem af er ári séu vísbendingar um að hækkunartakturinn í helstu matvöruverslunum sé að hægjast nú í maímánuði. „Undanfarna þrjá mánuði hafa verið töluverðar hækkanir á matvöruverði og við lögðumst aðeins yfir þetta í þessari greiningu og við erum að sjá í okkar dagvöruvísitölu að þetta hefur verið yfir 0,6% hækkun í febrúar, mars og aftur í apríl, sem er í kringum sex prósenta hækkun á ársgrundvelli á matvöruverði og það er þá töluvert meiri hækkunartaktur sem hefur verið að koma fram núna heldur en lok síðasta árs,“ segir Róbert Farestveit hagfræðingur og sviðsstjóri hagfræðisviðs hjá ASÍ. Róbert segir að hækkanirnar séu að mestu rekjanlegar til tveggja þátta. Sá fyrri er hækkun á verðlagi innlendra vörumerkja, en það hefur frá áramótum hækkað mun hraðar en verðlag erlendra vörumerkja. „Hinn þátturinn er síðan það að við höfum séð að verslanirnar sem héldu aftur af hækkunum í fyrra, sem eru þá fyrst og fremst verslanir Samkaupa eru að taka það til baka og það eru þá meiri hækkanir sem komu fram þar í mars og apríl.“ Á vef Alþýðusambandsins er hægt að kynna sér nánar þær hækkanir sem áttu sér stað milli mánaða. Grillmatur fer ekki varhluta af umræddum verðhækkunum. Verðlagseftirlitið hefur sérstaklega numið hækkanir á nautakjöti en dæmi er um að verð á hinum ýmsu nautakjötsafurðum hafi hækkað um rúm tuttugu prósent frá áramótum. „Þetta eru töluvert miklar hækkanir á ársgrundvelli sem eru að koma fram þarna á nautakjöti.“ Þetta eru ekki góðar fréttir núna fyrir grillsumarið? „Nei þær eru það ekki og sýna að neytendur þurfa að vera á tánum til að velja bestu dílana.“
Verðlag Matvöruverslun ASÍ Neytendur Tengdar fréttir Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40 Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40 „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Sjá meira
Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Í hádegisfréttum verður rætt við framkvæmdastjóra Félagsbústaða um ástand sem ríkir í stigagangi í húsi á þeirra vegum í Bríetartúni. 6. maí 2025 11:40
Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Atvinnuvegaráðherra segir viðvörunarbjöllur óma þegar matvöruverð hækkar á sama tíma og krónan styrkist. Hún hefur kallað eftir gögnum og skýringum á verðþróuninni. 6. maí 2025 11:40
„Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Forstjóri Prís segir samkeppni á lágvöruverðsmarkaði vera sýndarmennsku og í raun ríki fákeppni. Stóru risarnir tveir stjórni verðlagi og hámarki hagnað sinn án þess að lenda í verðstríði. Þá hafi aðilar í viðskiptum við Prís hætt þeim vegna hótana samkeppnisaðila. 27. febrúar 2025 22:10