Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Árni Sæberg skrifar 14. maí 2025 15:49 Lilja Björk Einarsdóttir er bankastjóri Landsbankans. Hún tók við starfinu eftir að fyrri bankastjóri lét af störfum eftir birtingu skýrslu Ríkisendurskoðunar, þar sem salan á Borgun var meðal annars til umræðu. Vísir/Steingrímur Dúi Hæstiréttur hefur neitað beiðni Landsbankans um áfrýjunarleyfi í Borgunarmálinu svokallaða. Landsréttur sýknaði kaupendur Borgunar af öllum kröfum bankans, sem vildi fá skaðabætur vegna upplýsinga sem bankinn taldi kaupendur hafa búið yfir fyrir kaupin en ekki bankinn. Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um beiðnina, sem tekin var í gær og Vísir hefur undir höndum. Þann 20. febrúar síðastliðinn sýknaði Landsréttur félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur taldi kaupendur hafa búið yfir ríkari upplýsingum en seljandinn Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur hefðu búið yfir en ekki látið bankanum í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Létu ekki framkvæma áreiðanleikakönnun Í reifun Hæstaréttar á málinu segir að Landsréttur hefði talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn gagnaðila að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar hf. í söluhagnaðnum og þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni. Þá hefði Landsréttur jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt til þess. Þá hefði ekkert bent til að ómögulegt hefði verið fyrir Landsbankann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um. Hefði falið í sér mikilvægar leiðbeiningar um kröfur til kaupenda Í ákvörðuninni segir að Landsbankinn hefði byggt á því að dómur í málinu hefði verulegt almennt gildi og myndi skapa mikilvægt fordæmi. Í málinu væri sú staða uppi að Landsbankinn hefði sem seljandi haft takmarkaðar upplýsingar um hið selda. Hins vegar hefðu kaupendur búið yfir upplýsingum um allt sem við kom eignum, skuldum og rekstri Borgunar hf. Leyfisbeiðandi hefði talið að dómur í málinu myndi fela í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvaða kröfur verði gerðar til upplýsingagjafar kaupanda við slíkar aðstæður samkvæmt almennum reglum samninga- og kröfuréttar. Í málinu reyndi einnig á inntak meginreglna um trúnaðar- og tillitsskyldu við samningsgerð og hvort brot gegn slíkum reglum leiddu til skaðabótaskyldu. Þá hefði Landsbankinn talið að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi um að hvaða marki ætluð eigin sök geti komið í veg fyrir bótaskyldu. Vildi meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur Í dómi Landsréttar hefði verið vísað til þess að Landsbankinn hefði ekki getað reitt sig á að kaupendurnir myndu með tæmandi hætti afla og leggja fram gögn og upplýsingar sem hefðu þýðingu við mat á verðmæti Borgunar hf. Einnig hefði Landsréttur vísað til þess að allir helstu stjórnendur félagsins hefðu tekið þátt í kaupum á hlutum í því í gegnum BPS ehf. og á sama tíma séð um gerð verðmatsgagna fyrir Landsbankann. Það hefði átt að leiða til þess að Landsbankinn léti framkvæma sjálfstæða áreiðanleikakönnun. Landsbankinn hefði byggt á því að þessar forsendur Landsréttar væru bersýnilega rangar en í málinu lægi fyrir að aðilar hefðu samið sérstaklega um að þeir myndu fá aðgang að sömu upplýsingum um Borgun hf. Að lokum hefði Landsbankinn verið ósammála þeirri niðurstöðu Landsréttar að ekki hefði verið augljós orsakatengsl milli annmarka á ársreikningi félagsins og tjóns hans. Varðar ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni bankans Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Landsbankans í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því hafnað. Borgunarmálið Landsbankinn Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Dómsmál Tengdar fréttir Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27. apríl 2023 12:03 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Þetta segir í ákvörðun Hæstaréttar um beiðnina, sem tekin var í gær og Vísir hefur undir höndum. Þann 20. febrúar síðastliðinn sýknaði Landsréttur félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar. Með dóminum var dómur Héraðsdóms Reykjavíkur frá apríl 2023 staðfestur, auk þess sem bankinn var dæmdur til að greiða BPS, Eignarhaldsfélaginu Borgun og Hauki tólf milljónir króna í málskostnað á haus. Þá var bankinn dæmdur til að greiða Teya 23 milljónir króna í málskostnað. Landsréttur taldi kaupendur hafa búið yfir ríkari upplýsingum en seljandinn Landsbankinn krafðist þess að viðurkennd yrði með dómi skaðabótaskylda vegna söluhagnaðar sem bankinn hefði notið ef hann hefði selt 31,2 prósenta eignarhlut sinn í Teya Iceland, sem þá hét Borgun, að tekni tilliti til upplýsinga sem kaupendur hefðu búið yfir en ekki látið bankanum í té. „Bankinn fékk ekki upplýsingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun hf. ætti hlut í Visa Europe Ltd. og réttindi sem fylgdu hlutnum, þ. á m. mögulega hlutdeild í söluhagnaði Visa Europe Ltd. við nýtingu söluréttar í valréttarsamningi Visa Inc. og Visa Europe Ltd.,“ sagði í tilkynningu frá Landsbankanum þegar greint var frá því að mál yrði höfðað árið 2016. Létu ekki framkvæma áreiðanleikakönnun Í reifun Hæstaréttar á málinu segir að Landsréttur hefði talið að ekki væru efni til að draga í efa þá málsvörn gagnaðila að af hálfu fyrirsvarsmanna þeirra hefði ekki verið fyrir hendi vitneskja um þýðingu hlutdeildar Borgunar hf. í söluhagnaðnum og þeir hefðu ekki mátt gera sér grein fyrir henni. Þá hefði Landsréttur jafnframt litið til þess að Landsbankinn hefði ekki látið framkvæma áreiðanleikakönnun á Borgun þrátt fyrir að áskilja sér rétt til þess. Þá hefði ekkert bent til að ómögulegt hefði verið fyrir Landsbankann að ganga úr skugga um þau atriði sem deilt væri um. Hefði falið í sér mikilvægar leiðbeiningar um kröfur til kaupenda Í ákvörðuninni segir að Landsbankinn hefði byggt á því að dómur í málinu hefði verulegt almennt gildi og myndi skapa mikilvægt fordæmi. Í málinu væri sú staða uppi að Landsbankinn hefði sem seljandi haft takmarkaðar upplýsingar um hið selda. Hins vegar hefðu kaupendur búið yfir upplýsingum um allt sem við kom eignum, skuldum og rekstri Borgunar hf. Leyfisbeiðandi hefði talið að dómur í málinu myndi fela í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvaða kröfur verði gerðar til upplýsingagjafar kaupanda við slíkar aðstæður samkvæmt almennum reglum samninga- og kröfuréttar. Í málinu reyndi einnig á inntak meginreglna um trúnaðar- og tillitsskyldu við samningsgerð og hvort brot gegn slíkum reglum leiddu til skaðabótaskyldu. Þá hefði Landsbankinn talið að dómur í málinu myndi hafa verulegt almennt gildi um að hvaða marki ætluð eigin sök geti komið í veg fyrir bótaskyldu. Vildi meina að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur Í dómi Landsréttar hefði verið vísað til þess að Landsbankinn hefði ekki getað reitt sig á að kaupendurnir myndu með tæmandi hætti afla og leggja fram gögn og upplýsingar sem hefðu þýðingu við mat á verðmæti Borgunar hf. Einnig hefði Landsréttur vísað til þess að allir helstu stjórnendur félagsins hefðu tekið þátt í kaupum á hlutum í því í gegnum BPS ehf. og á sama tíma séð um gerð verðmatsgagna fyrir Landsbankann. Það hefði átt að leiða til þess að Landsbankinn léti framkvæma sjálfstæða áreiðanleikakönnun. Landsbankinn hefði byggt á því að þessar forsendur Landsréttar væru bersýnilega rangar en í málinu lægi fyrir að aðilar hefðu samið sérstaklega um að þeir myndu fá aðgang að sömu upplýsingum um Borgun hf. Að lokum hefði Landsbankinn verið ósammála þeirri niðurstöðu Landsréttar að ekki hefði verið augljós orsakatengsl milli annmarka á ársreikningi félagsins og tjóns hans. Varðar ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni bankans Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að að virtum gögnum málsins yrði hvorki hvorki litið svo á að úrslit þess hafi verulegt almennt gildi né að það varði sérstaklega mikilvæga hagsmuni Landsbankans í skilningi laga um meðferð einkamála. Þá yrði ekki séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur að formi eða efni. Beiðni um áfrýjunarleyfi væri því hafnað.
Borgunarmálið Landsbankinn Greiðslumiðlun Fjármálafyrirtæki Dómsmál Tengdar fréttir Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27. apríl 2023 12:03 Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Landsbankinn tapaði Borgunarmálinu í héraðsdómi Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað félögin BPS, Eignarhaldsfélagið Borgun, Teya Iceland, sem áður hét SaltPay, og Hauk Oddsson, fyrrverandi forstjóra Borgunar, af kröfum Landsbankans í Borgunarmálinu svokallaða. Að mati héraðsdóms var vanræksla Landsbankans á því að gæta hagsmuna sinna höfuðorsök þess að bankinn varð af milljarða söluhagnaði við söluna á eignarhlut í kortafyrirtækinu. 27. apríl 2023 12:03