Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 14. maí 2025 13:09 Íslendingar sem taka bílinn með í lengri ferðalög erlendis gætu þurft að kaupa sérstakar tryggingar þar óttist þeim að bílum þeirra verði stolið. Vísir/Vilhelm Bílar Íslendinga sem teknir eru með erlendis eru almennt ekki bættir sé þeim stolið erlendis samkvæmt skilmálum TM. Það sé vegna þess að áhætta á stuldri erlendis sé önnur en hérlendis. Greint var frá í gær að bíll hjóna sem bjuggu tímabundið á Spáni var stolið en hjónin, sem voru tryggð hjá TM, fengu bílinn ekki bættan. Þau hyggjast stefna tryggingafyrirtækinu vegna málsins. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur,“ sagði Guðbrandur Jónatansson, eigandi bílsins. Í svari TM við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að kaskótrygging ökutækja gildi í níutíu daga erlendis. Hins vegar sé það skýrt í skilmálum kaskótrygginga að bíll sem fluttur er erlendis sé ekki tryggður sé honum stolið. „Það er vegna þess að áhætta þar að lútandi er allt önnur en á Íslandi,“ segir Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri TM, í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Áhættan af þjófnaði á bílum er allt öðruvísi erlendis en er á Íslandi. Það er erfiðara að verðleggja hana héðan heldur en erlendis,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, samskiptafulltrúi TM. „Það er öðruvísi áhætta af þjófnaði á bílum á eyju heldur eða þegar þú ert staddur í heimsálfu.“ Sams konar skilmála má finna hjá Sjóvá, þar sem ef bílnum er stolið erlendis er ekki hægt að fá hann bættan. Í svari Vís við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að bíll er tryggður fyrir þjófnaði erlendis með kaskótryggingu á Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss í allt að 92 frá brottflutningi. Fréttin var uppfræð er svar Vís barst. Bílar Tryggingar Íslendingar erlendis Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira
Greint var frá í gær að bíll hjóna sem bjuggu tímabundið á Spáni var stolið en hjónin, sem voru tryggð hjá TM, fengu bílinn ekki bættan. Þau hyggjast stefna tryggingafyrirtækinu vegna málsins. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur,“ sagði Guðbrandur Jónatansson, eigandi bílsins. Í svari TM við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að kaskótrygging ökutækja gildi í níutíu daga erlendis. Hins vegar sé það skýrt í skilmálum kaskótrygginga að bíll sem fluttur er erlendis sé ekki tryggður sé honum stolið. „Það er vegna þess að áhætta þar að lútandi er allt önnur en á Íslandi,“ segir Björk Viðarsdóttir, framkvæmdastjóri TM, í svari við fyrirspurn fréttastofu. „Áhættan af þjófnaði á bílum er allt öðruvísi erlendis en er á Íslandi. Það er erfiðara að verðleggja hana héðan heldur en erlendis,“ segir Kjartan Vilhjálmsson, samskiptafulltrúi TM. „Það er öðruvísi áhætta af þjófnaði á bílum á eyju heldur eða þegar þú ert staddur í heimsálfu.“ Sams konar skilmála má finna hjá Sjóvá, þar sem ef bílnum er stolið erlendis er ekki hægt að fá hann bættan. Í svari Vís við fyrirspurn fréttastofu kemur fram að bíll er tryggður fyrir þjófnaði erlendis með kaskótryggingu á Evrópska efnahagssvæðinu, Bretlandi og í Sviss í allt að 92 frá brottflutningi. Fréttin var uppfræð er svar Vís barst.
Bílar Tryggingar Íslendingar erlendis Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Fleiri fréttir Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Sjá meira