Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar 13. maí 2025 22:31 Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingólfur Sverrisson Mest lesið Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Halldór 27.03.2024 Halldór Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Hafrannsóknastofnun leggur til 95 prósent samdrátt í sjókvíaeldi á laxi Jón Kaldal Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Enn einu sinni erum við að upplifa hallærisleg gífuryrði í íslenskri umræðu. Nú er fullyrt í ræðu og riti að landsbyggðin fari rakleitt á höfuðið með hörmulegum afleiðingum ef veiðigjöld verði hækkuð eitthvað smáræði hjá nokkrum fjölskyldum og Kaupfélagi Skagfirðinga. Þá taki við hræðilegar hörmungar og hamfarir fyrir land og lýð sem jafna megi við móðuharðindi af mannavöldum. Óvíst hvort hægt verði að lifa í landinu ef þessi sjálfsagða leiðrétting verði gerð og landflótti fram undan. Þessi ummæli minna á samskonar fullyrðingar sem nokkrir þingmenn létu falla fyrir röskum þrjátíu árum þegar EES-samningurinn við Evrópusambandið var til umræðu. Þá voru stóru orðin heldur ekki spöruð hjá þeim sem lögðust gegn samningnum og vildu fella hann á þingi. Páll Pétursson alþingismaður sagði að ef við samþykktum hann afsöluðum við okkur frumburðarrétti okkar Íslendinga til lands og sjávar, samningurinn myndi „færa okkur ósjálfstæði, atvinnuleysi, fátækt og auðnuleysi.” Hvorki meira né minna! Stefán Guðmundsson, samþingmaður hans sagði að með því að samþykkja hann myndum við opna landhelgi Íslands fyrir flota Evrópubandalagsins. Guðni Ágústsson tók undir það og fullyrti að þær þjóðir sem við hröktum úr íslenskri landhelgi á sínum tíma myndu taka við fiskveiðilykli úr hendi íslenskra stjórnvalda og fara sínu fram í fiskveiðilandhelginni. Margir tóku þessar dómdagsspár alvarlega og urðu skelfingu lostnir þegar þingið samþykkti EES-samninginn eftir miklar umræður. Nú eru langflestir hins vegar sammála um að þessi samningur hafi reynst vel og stuðlað að einhverju mesta framfaraskeiði í íslenskri sögu. Reynslan sýnir að dómsdagsspárnar voru allar eins og hvert annað óráðstal út í loftið og að engu hafandi. Og nú er sami steinninn klappaður af miklum ákafa og tilheyrandi gífuryrðum um að allt fari lóðrétt til helvítis hér á landi ef við leiðréttum hvernig veiðigjöldin í núverandi kvótakerfi eru reiknuð út og tryggjum eðlilegan hlut fólksins í landinu af þessari sameiginlegu auðlind þjóðarinnar. Meira að segja þær útgerðir sem hafa síðustu árin fært miklar veiðiheimildir frá minni stöðum úti á landi á staði sér þóknanlega mega nú ekki vatni halda af hneykslan yfir því að breyta útreikningsaðferð og segja að nú sé verið að ráðast á landsbyggðina af meira offorsi en þeir gerðu sjálfir á sínum tíma! Ef þetta er ekki tvískinnungur þá hefur það hugtak verið upprætt úr íslenska tungumálinu. Eftir stendur hræsnin ein í sinni ámátlegu nekt. Vonandi verður þetta mál afgreitt hiklaust og örugglega frá alþingi á næstu dögum. Þá getum við brosað í kampinn eftir nokkur ár yfir þeim fjarstæðum sem bornar voru á borð í umræðunum rétt eins og við gerum í dag vegna gífuryrðanna um EES-samninginn um árið sem reyndust svo hlægilegt bull. Eftir stendur sú staðreynd að sá samningur er almennt viðurkenndur sem ein farsælasta stjórnvaldsaðgerð sem lýðveldissagan kann frá að greina. Villuljós hafa hins vegar aldrei verið góður leiðarvísir fyrir íslenska þjóð. Áfram veginn. Höfundur er eftirlaunaþegi og fyrrum forstöðumaður samtaka fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun