Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 21:03 Hjónin keyptu tryggingarnar sínar hjá TM. Guðbrandur Jónatansson og konan hans lentu í óheppilegu atviki þegar bílnum þeirra var stolið á meðan þau bjuggu á Spáni. Þau keyptu allar nauðsynlegar tryggingar en samt sem áður ætlar TM ekki að bæta þeim tapið. Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki. Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira
Þau hjónin ákváðu að flytja til Spánar og vera þar í nokkra mánuði yfir vetrartímann líkt og ófáir ellilífsþegar gera. Hjónin tóku með sér glænýjan bíl af gerðinni Toyota RAV4 sem þau höfðu eignast um ári áður en eftir fjögurra mánaða dvöl á Spáni var bílnum stolið. „Við keyrðum heim og ég fer inn í læsta girðingu með bílinn og læsi honum þar. Þá var klukkan tólf mínútur yfir átta. Síðan upp úr níu um kvöldið var honum stolið, innan girðingar,“ segir Guðbrandur í viðtali í Bítinu á Bylgjunni. Daginn eftir fór hann út með rusl og kom að tómu stæði. „Bíllinn er horfinn. Þessi mynd er ennþá í hausnum á mér. Ég fékk algjört sjokk,“ segir hann. Þau fóru niður á lögreglustöð á Spáni og tilkynntu þjófnaðinn. Guðbrandur sendi svo lögregluskýrsluna á tryggingarfélag þeirra hjóna, TM. Fyrir ferðina keypti hann aukalega kaskó tryggingu fyrir bílinn og sérstaka tryggingu fyrir dvöl á Spáni sem var lengur en níutíu dagar. „Út af því að kaskóið nær ekki til Spánar. En ef ég hef keyrt á bíl og skaddað allt lífið þá er það bætt. En bíllinn minn sem er horfinn, hann er ekki bættur.“ Ætlar í mál við TM Hjónin voru í nokkur ár að safna fyrir bílnum en sjá ekki fram á að geta keypt annan slíkan með ellilífeyristeknum sínum. Guðbrandur hefur því haft samband við lögfræðing og ætlar að kæra TM. „Þetta eru svo miklir peningar fyrir okkur,“ segir Guðbrandur. Hann þekki til fólks sem hafi lent í sömu aðstæðum en hafi verið tryggð hjá öðrum tryggingafyrirtækjum og þau hafi fengið bílinn bættan. „Við vissum um tvo einstaklinga. Annar fékk hann strax bættan og þessi seinni var hjá Sjóvá og það var sagt nei við hann. En hann hélt áfram að rífast við þau,“ segir hann. Til þess að lögsækja TM þarf lögfræðingur Guðbrands að fá allar upplýsingar skriflegar. „Ég er nýbúin að fá tilkynningu frá TM að bíllinn verði ekki bættur.“ Í bílnum hafi einnig verið sérstök sólgleraugu hjóna og útifatnaður frá 66 gráðum Norður. Í svari TM hafi komið fram að þau fengju hlutina hugsanlega bætta en að hans sögn er það enn á reiki.
Tryggingar Bílar Spánn Bítið Íslendingar erlendis Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Fleiri fréttir Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Sjá meira