Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 13. maí 2025 18:40 Nemandinn stundaði nám við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Nemandi í HR sem glímir við geðræn veikindi kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík að hann þyrfti að sitja tvö sjúkrapróf samdægurs. Áfrýjunarnefnd í kærumálum háskólanema staðfesti ákvörðun háskólans og hafnaði kröfum nemandans. Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“ Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Nemandinn, sem er með vottorð frá geðlækni sem staðfestir að hann glími við mikinn prófkvíða, kærði ákvörðun Háskólans í Reykjavík til áfrýjunarnefndar í kærumálum háskólanema um að hann var látinn sitja tvö sjúkrapróf sama dag. Nemandinn stundar nám við HR í sálfræðideild og stefndi á útskrift vorið 2024. Hann átti að sitja tvö lokapróf í annars vegar íþróttasálfræði 15. apríl og hins vegar hugrænum taugavísindum 16. apríl. Vegna veikinda nemandans, sem þjáist af ADHD, depurð og ofsakvíða, fær hann ákveðin sérúrræði í námi þar á meðal lengri próftíma. Vegna veikindanna ákvað hann að skrá sig í sjúkrapróf. Sjúkraprófin tvö féllu á sama dag, annað fyrir hádegi og hitt eftir hádegi. Nemandinn hafði samband við starfsmann skólans og óskaði eftir því að prófið fyrir hádegi yrði fært til en því var hafnað. Tilfærslunni var einnig hafnað af prófstjóra skólans sem sagði að ekki væri hægt að koma í veg fyrir alla árekstra sjúkraprófa. Námskeiðin tvö voru einnig ekki hluti af sömu deild innan skólans og er námskeiðið í íþróttasálfræði í íþróttafræðideild skólans. Þegar kom að prófunum mætti nemandinn í hvorugt þeirra og féll þar af leiðandi í báðum námskeiðunum. Að auki gat hann ekki lokið námi sínu vorið 2024. Ómögulegt að stilla upp próftöflu án árekstra Nemandinn kærði málið til áfrýjunarnefndarinnar og krafðist þess að ákvörðun skólans um að hafna beiðni um færslu á sjúkraprófum yrði felld úr gildi. Hann krafðist einnig þess að fá að taka lokaprófin tvö auk þess sem að sendar yrðu upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að hann hafi útskrifast á réttum tíma. HR krafðist þess að kröfum nemandans væri hafnað og samþykktu ekki fullyrðingar um að skólinn hafi ekki komið til móts við sérþarfir nemandans. Nemandinn hafi þá þegar fengið úthlutuðum lengri próftíma og séu til fjölmörg dæmi um að nemendur skólans þurfi að taka tvö sjúkra- og endurtektapróf samdægurs. Ómögulegt sé að stilla upp próftöflu án árekstra, jafnvel einungis fyrir nemendur sem þurfa á sérúrræðum að halda. Um 11,75 prósent nemenda skólans þurfi á sérúrræðum að halda í námi. Það samsvarar 520 nemendum, þar af 255 með taugasálfræðilegan vanda. Áfrýjunarnefndin tekur undir að það sé nær ómögulegt að skipuleggja próftöflur „og þá sér í lagi próftöflu fyrir sjúkra- og endurtektarpróf, sem alla jafna er styttra tímabil en hefðbundin próftafla, með þeim hætti að próf sem eru á milli deilda, námsbrauta og ára skarist ekki.“ Í úrskurði nefndarinnar erkröfum nemandans um að fella úr gildi ákvörðun HR hafnað. Þá er tekið fram að það sé „utan valdsviðs nefndarinnar að hlutast til um að sendar verði upplýsingar til Menntasjóðs námsmanna að kærandi hafi útskrifast á réttum tíma.“
Háskólar Geðheilbrigði Hagsmunir stúdenta Námslán Skóla- og menntamál Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Keppast við að ákæra Comey Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira