Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar 13. maí 2025 14:01 Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sósíalistaflokkurinn Salan á Íslandsbanka Karl Héðinn Kristjánsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur á undanförnum árum skilað stöðugum og myndarlegum hagnaði: 2021: 23,7 milljarðar. 2022: 24,5 milljarðar. 2023: 24,6 milljarðar. 2024: 24,2 milljarðar. (Heimild: Íslandsbanki, ársreikningar 2021–2024) Ef ríkið hefði haldið í allan bankann hefði þessi hagnaður runnið beint í ríkissjóð og nýst til að styrkja velferðarkerfið, menntun og innviði samfélagsins. Í stað þess ákvað ríkið að selja 57,5% hlut í bankanum í tveimur áföngum: Júní 2021: 35% hlutur seldur í almennu útboði fyrir 79 krónur á hlut, samtals 55,3 milljarðar króna. Mars 2022: 22,5% hlutur seldur í lokuðu útboði til fagfjárfesta fyrir 117 krónur á hlut, samtals 52,7 milljarðar króna. (Heimild: Ríkisendurskoðun, skýrsla um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, 2022) Samtals fékk ríkið 108 milljarða króna fyrir sölurnar. Ef við berum þetta saman við árlegan hagnað bankans, sem er um 24 milljarðar króna, þá hefði ríkið fengið þessa upphæð til baka á innan við fimm árum. Eftir það hefði hagnaðurinn runnið beint í ríkissjóð – ár eftir ár. Þrátt fyrir þetta halda sumir stjórnmálamenn því fram að eignarhald ríkisins á bankanum sé „íþyngjandi“. En hversu íþyngjandi er það að eiga eign sem skilar tugum milljarða króna í hagnað á hverju ári? Í stað þess að nýta þessa arðbæru eign til að styrkja samfélagið, var hún seld til einkaaðila sem hirða nú arðinn – arður sem er fenginn úr verðmætum sem vinnandi fólk skapar í samfélaginu, dag eftir dag. Ábyrgð og forgangsröðun Fjármálahrunið var eitt mesta áfall sem íslenskt samfélag hefur gengið í gegnum á síðari árum. Um 10.000 fjölskyldur misstu heimili sín, líf fólks um allt land hrundi, og það var almenningur sem stóð uppi með reikninginn. Ríkið – við öll – björguðum bönkunum með skattfé. En þeir sem báru raunverulega ábyrgð á hruninu, margir hverjir með glæpsamlegu athæfi, eru enn í dag moldríkir og hafa aldrei borið raunverulega ábyrgð á því sem þeir gerðu. Almennir skattgreiðendur tóku á sig fallið – en arðurinn er nú afhentur einkaaðilum. Bankinn var endurreistur með almannafé og auðvitað á almenningur að njóta arðsins sem bankinn skilar. Þess vegna er fyrir mér ótrúlegt að enginn þingmaður greiddi gegn því þegar ákveðið var að selja restina af bankanum núna síðasta fimmtudag. Ekki einn einasti. Þingið samþykkti að halda áfram að losa sig við tekjulind sem skilar tugum milljarða í hagnað – á sama tíma og velferðarkerfið glímir við fjárskort og innviðir landsins hafa verið alvarlega vanræktir. Setjum þetta í samhengi við veiðigjöldin. Ef ríkisstjórninni tekst að „hækka“ veiðigjöldin (lesist: stöðva skipulagt svindl stórútgerðanna þar sem þau selja sjálfum sér fisk langt undir markaðsverði) skilar það að mesta lagi 8 til 10 milljörðum. Flokkar sem segjast vilja reisa velferðina við verða líka að svara því hvernig þeir ætla að fjármagna hana. Að afhenda ofurarðbæra banka til einkaaðila – og afsala sér þannig stöðugum tekjum til samfélagsins – er ekki ábyrg leið. Það er ekki réttlætanlegt. Og það rýfur tengslin á milli þeirra sem vinna vinnuna og þeirra sem uppskera. Andverðaleikasamfélag. Við verðum að spyrja okkur: Viljum við samfélag þar sem sameiginlegar eignir eru nýttar til hagsbóta fyrir alla – eða samfélag þar sem arðurinn af sameiginlegum verðmætum rennur í vasa fárra auðmanna sem lifa á striti annarra? Salan á Íslandsbanka er hluti af stærri mynd. Hún er áminning um hversu stutt er síðan við gleymdum hver borgaði brúsann – og hvers vegna við verðum að standa vörð um það sem við eigum saman. Höfundur er forseti ROÐA - félag ungra sósíalista.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun