Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar 13. maí 2025 11:16 Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Viðreisn Alþingi Mest lesið Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Það var eitt sinnið að ég var í fermingarveislu. Svo sem ósköp venjuleg fermingarveisla með kökum og öðru kruðeríi og síst eftirminnilegri en aðrar fermingarveislur. Eitt atvik varð þó mér að minni. Þar sem setið var að snæðingi hleypur ungur drengur um, nokkuð lágvaxinn og nettur. Verður þá einum frændanum, nokkuð hvellt, að orði við hann; „Ætlar þú ekkert að stækka vinur minn?“ Drengnum varð fátt að orði, enda lítið við svona spurningu að segja. Það var líka á fasi hans að sjá, að svona athugasemdir voru honum síst ókunnar. Þá gerðist nokkuð merkilegt. Annar frændi drengsins mælti til hans svo allir viðstaddir heyrðu til; „Mundu það frændi minn. Að stærð er ekki mæld í sentimetrum!“. Gekk piltur nokkuð sáttur frá þessum orðum. Flestir kímdu við, utan hinum hvellmælta frænda sem saup snúðugur kaffið sitt. Forysta Viðreisnar Mér varð hugsað til þessarar litlu sögu, þar sem ég hlustaði á ræðu Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins, undir liðnum „störf þingsins“ þann 7. maí síðastliðinn. Þar var honum að innblásnu hugðarefni þátttaka utanríkisráðherra í sameiginlegri yfirlýsingu sex utanríkisráðherra, þar sem ísraelsk stjórnvöld voru hvött til að hverfa frá áformum um útvíkkun hernaðaraðgerða sinna á Gaza. Auk þessa hvöttu þessir ráðherrar til ný vopnahlés á Gaza, lausn allra gísla og að matar- og neyðaraðstoð bærist inn á Gaza svæðið. Af máli Karls Gauta að dæma, felst í þessari yfirlýsingu hinna sex utanríkisráðherra (Íslands, Írlands, Lúxemborgar, Noregs, Slóveníu og Spánar) að „alið sé á andúð í garð Ísraels“ og að utanríkisráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, hefði borið að ráðfæra sig við utanríkismálanefnd. Hvoru tveggja er vitaskuld þvaður og firra. Að hvetja Ísraelsk stjórnvöld til að hafa hemil á hernaðaraðgerðum sínum jafngildir ekki því að ala á andúð á Ísrael. Í yfirlýsingunni er heldur ekki að finna neina stefnubreytingu á utanríkisstefnu Íslands. Hún er að öllu leiti til samræmis við ályktun Alþingis um afstöðu Íslands vegna átaka fyrir botni Miðjarðarhafs sem samþykkt var á þingi 9. nóvember 2023. Þá er og sérstaklega ljúft að fræða þingmann Miðflokksins um það að, að utanríkisráðherra og formaður Viðreisnar ekki einasta er þáttakandi í nefndri yfirlýsingu. Yfirlýsingin kemur beinlínis til eftir samskipti hennar við utanríkisráðherra Noregs. Hlutskipti Íslands Ræða þingmanns Miðflokksins var vond ræða og versnaði er á leið. Sýnu verst voru lokaorðin: „Gerir hæstv. utanríkisráðherra sér ekki grein fyrir því að hún er utanríkisráðherra lítillar smáþjóðar norður í Atlantshafi sem vinnur við það að selja fisk? Okkar hlutskipti í veröldinni er að tala fyrir friði og selja fisk.“ Það er engin nýlunda að þingmanni Miðflokksins og flokkssystkinum hans telji að Ísland eigi ekki að vera mjög virkur þáttakandi í alþjóðasamstarfi. Hér slær þó við alveg nýjan tón. Það er leitun að stjórnmálafólki sem talar með jafn smættuðum hætti til þjóðar sinnar og þingmaður Miðflokksins gerir hér, þar sem hann augsýnilega telur að stærð Íslands skuli mæld út frá fjölda fólks sem þar býr. Rétt eins og hvellni frændinn taldi að mæla ætti stærð fólks út frá sentimetrunum. Viðreisn telur að stærð þjóða sé metin út frá gerðum þeirra og hvernig þau beri sig að í alþjóðastarfi. Ef farið væri að orðum Karls Gauta Hjaltasonar og Íslendingar gerðu ekkert annað en að selja fisk og tala fyrir friði hefðu Íslendingar ekki gerst stofnaðilar að NATO og ekki viðurkennt sjálfstæði Litháens, fyrst allra ríkja. Raunar er ekkert líklegt að Ísland hefði slitið konungsambandi við Danmörku og lýst yfir sjálfstæði 1944. Enda þarftu ekkert sjálfstæði til að selja fisk og tala fyrir friði. Svo lengi sem Viðreisn talar um Ísland, verður hlutskipti Íslands í veröldinni eitthvað annað og stærra en bara „að tala fyrir friði og selja fisk“. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun