Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2025 06:30 Samkvæmt nýrri könnun mælist ímynd Bandaríkjaforseta á heimsvísu töluvert verri en ímynd forseta Kína og Rússlands. EPA/samsett Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér. Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér.
Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira