Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 13. maí 2025 06:30 Samkvæmt nýrri könnun mælist ímynd Bandaríkjaforseta á heimsvísu töluvert verri en ímynd forseta Kína og Rússlands. EPA/samsett Í fleiri löndum heimsins ríkir jákvæð sýn gagnvart Kína en til Bandaríkjanna og algjört hrun hefur orðið á ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu frá því í fyrra. Þá mælist ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta neikvæð í 82% landa um allan heim, en ímynd bæði Pútíns Rússlandsforseta og Xi Jinping forseta Kína mælist betri á heimsvísu. Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér. Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira
Þetta er meðal niðurstaðna nýrrar könnunar sem náði til 110 þúsund íbúa í yfir hundrað löndum þar sem leitast var við að mæla sýn, afstöðu og viðhorf til lýðræðis. Rannsóknin kallast The Democracy Perception Index, DPI, sem er einskonar lýðræðisvísitala, mælikvarði á sýn fólks á lýðræði, í heiminum og hefur mælingin farið fram árlega frá 2018. Það eru rannsóknarfyrirtækið Nira Data og Alliance of Democracies Foundation sem standa að mælingunni. Bandaríkin hrapa en ímynd Ísraels langverst Líkt og áður segir hefur ímynd Bandaríkjanna farið verulega versnandi. Þannig fór heildarímynd Bandaríkjanna samkvæmt mælikvarðanum úr +22% árið 2024 niður í -5% í ár. Hlutfall landa þar sem ímynd Bandaríkjanna mælist jákvæð hefur lækkað úr 76% niður í 45% á sama tímabili. Þannig er ímynd Bandaríkjanna á heimsvísu, sem mælist neikvæð um 5%, nú neikvæðari en ímynd Kína sem er jákvæð um 14%. Bandaríkin nálgast þannig svipaða einkunn og Rússland þar sem ímynd mælist 9%í mínus. Ísrael sker sig þó úr með verstu ímyndina sem mælist neikvæð um 23%. Hér má sjá þá Vladimír Pútín og Xi Jinping ásamt hinum indverska Narendra Modi.AP/Maxim Shipenkov Sé litið til einstakra leiðtoga kemur á daginn að ímynd Donalds Trump Bandaríkjaforseta er nokkuð verri en til dæmis leiðtoga Rússlands og Kína. Á meðan ímynd Trumps mælist neikvæð í 82% þátttökulanda er ímynd Pútíns neikvæð í 61% landa og ímynd Xi Jinping Kínaforseta mælist neikvæð í 44% landa. Tveir þriðju hafa enn trú á lýðræðinu Könnunin leiddi einnig í ljós að þrátt fyrir hnignun lýðræðis á heimsvísu hafi fólk enn trú á lýðræðinu. Þannig sögðu tveir þriðju þátttakenda mikilvægt að viðhalda lýðræði í heimalöndum þeirra. Hins vegar má merkja mun á því hvers vegna fólk telur lýðræði mikilvægt. Í 52% landa sem könnunin náði til sagði meirihluti fólks það vera meginmarkmið lýðræðis að bæta lífsgæði og velferð. Í aðeins 19% landa töldu þátttakendur mikilvægast að fólk hefði frjálst val til að velja ríkisstjórn og í 16% þátttökulanda taldi fólk meginhlutverk lýðræðis vera að verja einstaklingsfrelsi og réttindi. Í 13% landanna álitu þátttakendur það vera meginmarkmið lýðræðis að stuðla að sanngjörnu og friðsömu samfélagi. Ýmsir aðrir þættir voru mældir í könnuninni, meðal annars viðhorf til öryggis- og varnarmála og atriði er varða skilvirkni ríkisvaldsins. Samkvæmt fréttatilkynningu um efni könnunarinnar er um að ræða stærstu árlegu lýðræðiskönnunina á heimsvísu en hún nær til landa sem í búa 91% íbúa heims. Ísland var ekki meðal þeirra landa sem könnunin náði til að þessu sinni, en nánar má lesa um niðurstöðurnar hér.
Bandaríkin Kína Rússland Donald Trump Vladimír Pútín Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Fleiri fréttir Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreyfingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Sjá meira