Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2025 14:33 Aðalfundur MÍR verður haldinn í sal á fyrstu hæð Hverfisgötu 105 á miðvikudag. Deilur í kringum MÍR snúast meðal annars um hvort húsnæðið verði selt og félaginu breytt í styrktarsjóð fyrir menningarverkefni sem tengjast Rússlandi. Vísir/Vilhelm Framtíð sögufrægs menningarfélags Íslands og Rússlands og sala á húsnæði félagsins er á dagskrá aðalfundar sem boðað hefur verið til í vikunni. Deilur um félagið hafa komið í veg fyrir að lyktir fáist um hvoru tveggja í þrjú ár en síðasta tilraun til aðalfundar leystist upp í stimpingum. Þáverandi stjórn Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) samþykkti að breyta félaginu í styrktarsjóð og selja húsnæði þess að Hverfisgötu í ljósi dvínandi þátttöku í starfi þess á aðalfundi sumarið 2022. Þrír fyrrverandi frammámenn í félaginu fengu ákvörðunum aðalfundarins hnekkt fyrir dómi í fyrra á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nægilega auglýstur félagsmönnum. Þegar nýr aðalfundur var haldinn í lok maí í fyrra kom til stimpinga við húsnæði félagsins þegar hópur fólks sem taldi sig félaga fékk ekki inngöngu á fundinn í ljósi þess að þeir hefðu ekki greitt félagsgjöld. Lögregla var kölluð til og ákveðið að fresta fundinum. Aðrir höfðu lagt beint inn á reikning félagsins í aðdraganda aðalfundarins. Fólk hafði meðal annars verið hvatt til þess á vefsíðu á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Í auglýsingu á vefsíðunni voru leiðbeiningar um á hvaða bankareikning ætti að leggja inn á og fólk hvatt til þess að „fella stjórnina sem er andsnúin Rússland og hvetjum nýja stjórn“. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunnu Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl í fyrra. Rus.is tengist rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Starfsstjórnin vísaði aftur á móti til þess að samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir að félagsstjórn þyrfti að samþykkja aðild nýrra félagsmanna. Nýir félagsmenn ekki teknir inn fyrir fundinn Nú hefur enn verið boðað til aðalfundar hjá MÍR. Á vefsíðu félagsins kemur fram að hann verði haldinn í húsnæðinu umdeilda að Hverfisgötu 105 klukkan 15:00 miðvikudaginn 14. maí. Á dagskrá hans er meðal annars umræður um stöðu félagsins og framtíð þess og tillaga um heimild til stjórnar á sölu eignarinnar að Hverfisgötu og kaup á minni eign. Sérstök athugasemd fylgir fundarboðinu um að aðeins skuldlausir og fullgildir félagar sem hafi gengið í félagið minnst þremur mánuðum fyrir aðalfund hafi tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundinum. Fundurinn er einnig auglýstur á Facebook-síðu MÍR en þar segir í athugsemd fyrir hönd stjórnar frá 17. mars að engir nýir félagar verði teknir inn í félagið fyrr en eftir aðalfund þar sem stjórn hafi ekki heimild til slíks. Sextán manns fylgja síðunni á Facebook. MÍR á sér meira en sjötíu ára sögu og var Nóbelsskáldið Halldór Laxness meðal annars fyrsti forseti þess. Þegar starfsemi þess stóð í sem mestum blóma voru félagar á annað þúsund. Einar Bragason, formaður MÍR sagði Vísi árið 2023 að verulega hefði fækkað í félaginu og lítill áhugi væri á starfsemi þess. Það væri því orðið félaginu ofviða að reka stóra fasteign. Rússland Menning Félagasamtök Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Þáverandi stjórn Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) samþykkti að breyta félaginu í styrktarsjóð og selja húsnæði þess að Hverfisgötu í ljósi dvínandi þátttöku í starfi þess á aðalfundi sumarið 2022. Þrír fyrrverandi frammámenn í félaginu fengu ákvörðunum aðalfundarins hnekkt fyrir dómi í fyrra á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nægilega auglýstur félagsmönnum. Þegar nýr aðalfundur var haldinn í lok maí í fyrra kom til stimpinga við húsnæði félagsins þegar hópur fólks sem taldi sig félaga fékk ekki inngöngu á fundinn í ljósi þess að þeir hefðu ekki greitt félagsgjöld. Lögregla var kölluð til og ákveðið að fresta fundinum. Aðrir höfðu lagt beint inn á reikning félagsins í aðdraganda aðalfundarins. Fólk hafði meðal annars verið hvatt til þess á vefsíðu á vegum rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar á Íslandi. Í auglýsingu á vefsíðunni voru leiðbeiningar um á hvaða bankareikning ætti að leggja inn á og fólk hvatt til þess að „fella stjórnina sem er andsnúin Rússland og hvetjum nýja stjórn“. Þessi mynd fylgdi grein sem birtist á vefsíðunnu Rus.is um opinn fund sem stefnendur í MÍR-málinu boðuðu til í apríl í fyrra. Rus.is tengist rétttrúnaðarkirkjunni.Rus.is Starfsstjórnin vísaði aftur á móti til þess að samþykktir félagsins gerðu ráð fyrir að félagsstjórn þyrfti að samþykkja aðild nýrra félagsmanna. Nýir félagsmenn ekki teknir inn fyrir fundinn Nú hefur enn verið boðað til aðalfundar hjá MÍR. Á vefsíðu félagsins kemur fram að hann verði haldinn í húsnæðinu umdeilda að Hverfisgötu 105 klukkan 15:00 miðvikudaginn 14. maí. Á dagskrá hans er meðal annars umræður um stöðu félagsins og framtíð þess og tillaga um heimild til stjórnar á sölu eignarinnar að Hverfisgötu og kaup á minni eign. Sérstök athugasemd fylgir fundarboðinu um að aðeins skuldlausir og fullgildir félagar sem hafi gengið í félagið minnst þremur mánuðum fyrir aðalfund hafi tillögu- og atkvæðisrétt á aðalfundinum. Fundurinn er einnig auglýstur á Facebook-síðu MÍR en þar segir í athugsemd fyrir hönd stjórnar frá 17. mars að engir nýir félagar verði teknir inn í félagið fyrr en eftir aðalfund þar sem stjórn hafi ekki heimild til slíks. Sextán manns fylgja síðunni á Facebook. MÍR á sér meira en sjötíu ára sögu og var Nóbelsskáldið Halldór Laxness meðal annars fyrsti forseti þess. Þegar starfsemi þess stóð í sem mestum blóma voru félagar á annað þúsund. Einar Bragason, formaður MÍR sagði Vísi árið 2023 að verulega hefði fækkað í félaginu og lítill áhugi væri á starfsemi þess. Það væri því orðið félaginu ofviða að reka stóra fasteign.
Rússland Menning Félagasamtök Tengdar fréttir Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01 Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55 Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Leggja aftur fram tillögu um að selja húsnæði MÍR Tillaga um sölu á húsnæði íslensk-rússneska félagsins MÍR verður lögð fram á nýjum aðalfundi sem boðað hefur verið til í lok mánaðar. Fyrri aðalfundur og ákvörðun um söluna var ógilt af dómstól fyrr á þessu ári. 9. maí 2024 07:01
Saka formann fyrrverandi stjórnar um að eyðileggja MÍR Þrír félagar í íslensk-rússneska menningarfélaginu MÍR sem stefndu því fyrir dómi saka formann fyrrverandi stjórnar félagsins um að vinna að því að eyðileggja félagið og sóa fjármunum þess. Þeir sækjast eftir því að blása nýju lífi í starfsemina. 9. apríl 2024 07:00
Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55
Máttu ekki leggja félagið niður á fundi sem var boðaður með plaggi í glugga Héraðsdómur Reykjavíkur hefur ógilt afdrifaríkar ákvarðanir sem teknar voru á aðalfundi félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) í júní árið 2022. Dómurinn taldi að brotið hefði verið gegn jafnræði félagsmanna með því að boða til aðalfundarins með því að hengja tilkynningu í glugga húsnæðis félagsins. 20. mars 2024 18:55
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00