Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, Hildur Harðardóttir, Tryggvi Egilsson, Sunna Snædal, Yousef Tamimi og Örvar Gunnarsson skrifa 12. maí 2025 13:01 Undirrituð eru heilbrigðisstarfsfólk sem fordæma kerfisbundnar árásir Ísraels á heilbrigðisstarfsfólk og -stofnanir á Gaza. Stofnað hefur verið til undirskriftalista þar sem biðlað er til Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ölmu D. Möller, sem tóku afstöðu með Palestínu í kosningabaráttu sinni, um að standa við orð sín og beita sér fyrir friði í Palestínu eins og nýleg könnun Maskínu sýndi að sé vilji meirihluta Íslendinga. Nú þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur tilkynnt hertar hernaðaraðgerðir og brottflutning íbúa á Gaza með það að markmiði að hernema og innlima landsvæðið er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld grípi til raunverulegra aðgerða. Neyðarástandið á Gaza stigmagnast með hverjum deginum, þar sem engin hjálpargögn hafa borist inn á svæðið síðan 2. mars. Það á meðal annars við um hreint vatn, mat, lyf, nauðsynlegan búnað fyrir heilbrigðisþjónustu, eldsneyti og rafmagn. Þessar alvarlegu takmarkanir á nauðsynjum og sú staðreynd að 90% íbúa Gaza hafa verið neydd til að flýja heimili sín leiðir ennfremur til útbreiðslu faraldra og nú alvarlegrar hungursneyðar. Talið er að minnsta kosti 57 hafa látið lífið af völdum vannæringar á síðustu tveimur mánuðum og að um 290.000 börn á Gaza séu í lífshættu vegna alvarlegrar vannæringar og skorts á aðgengi að lífsnauðsynlegri heilbrigðisaðstoð. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa 670 árásir verið gerðar á heilbrigðisstofnanir á Gaza síðan 7. október 2023 og einungis 21 af 36 spítölum á svæðinu eru starfhæfir og það einungis að hluta til. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hafa yfir 1400 heilbrigðisstarfsmenn verið myrtir á Gaza síðan 7. október 2023. Það er eins og ef einn af hverjum 5 starfsmönnum Landspítalans hefði verið myrtur. Þar að auki hefur fjöldi heilbrigðisstarfsfólks verið fangelsað, pyntað eða horfið, en nú er talið að um 360 heilbrigðisstarfsmenn séu í haldi í ísraelskum fangelsum. Það sem hefur átt sér stað á Gaza eru alvarleg brot á fjórða Genfarsáttmálanum sem Ísland er hluti af. Þessar árásir eru jafnframt ómannúðlegar, óréttlætanlegar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum, sem Ísland skuldbindur sig til að lúta. Heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir, sjúkrabílar og sjúklingar ættu aldrei að vera skotmörk. Þegar ráðist er á spítala og heilbrigðisstarfsfólk er markvisst verið að koma í veg fyrir möguleika samfélagsins til að ná bata og eiga framtíð. Ef gjörðum Ísraels er leyft að viðgangast án aðgerða frá alþjóðasamfélaginu, eru skýr skilaboð send um að heilbrigðisstarfsfólk alls staðar séu réttlætanleg skotmörk. Það mætti því líta á sem svo að árásir gegn heilbrigðisstarfsfólki á Gaza séu árásir gegn heilbrigðisstarfsfólki út um allan heim. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þessi glæpsamlegu athæfi og sinna þannig grundvallarhlutverki okkar sem heilbrigðistarfsfólk: að vernda og varðveita líf og heilsu fólks. Þrátt fyrir hörmungarnar sem Ísrael lætur dynja á Palestínu, hefur palestínskt heilbrigðisstarfsfólk ítrekað hætt lífi sínu til þess að sinna skjólstæðingum sínum eftir fremsta megni og hafa, með dæmalausri seiglu, útsjónarsemi og hugrekki, sýnt okkur hvað það þýðir raunverulega að sverja eið í þágu skjólstæðinga sinna. Við stöndum með kollegum okkar í Palestínu og hvetjum allt heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi að skrifa undir listann. Þar skorum við á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að standa við orð sín og taka þátt í að binda enda á hörmungarnar í Palestínu með eftirfarandi gjörðum: Að Ísland beiti sér fyrir því að ótakmarkaðri mannúðaraðstoð verði tafarlaust hleypt inn á Gaza Að Ísland komi á viðskiptaþvingunum gegn Ísrael í samstarfi við Norðurlöndin og önnur ríki eins fljótt og auðið er, líkt og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur nú þegar talað fyrir. Að Ísland styðji ákæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði Að Ísland beiti sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til Ísraels Að íslensk stjórnvöld taki undir kröfu framkvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar Dr. Ghebreyesus og aðalritara Amnesty International Dr. Callamard um að Dr. Hussam Abu Safyia, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins á Norður Gaza, verði tafarlaust sleppt úr haldi Ísraelshers. Það sama á við um alla fanga, þar með talið annað heilbrigðisstarfsfólk á Gaza, sem hefur verið handtekið og er haldið án dóms og laga. Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Hildur Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur Tryggvi Egilsson, læknir Sunna Snædal, læknir Yousef Tamimi, hjúkrunarfræðingur Örvar Gunnarsson, læknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Undirrituð eru heilbrigðisstarfsfólk sem fordæma kerfisbundnar árásir Ísraels á heilbrigðisstarfsfólk og -stofnanir á Gaza. Stofnað hefur verið til undirskriftalista þar sem biðlað er til Kristrúnar Frostadóttur, Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur og Ölmu D. Möller, sem tóku afstöðu með Palestínu í kosningabaráttu sinni, um að standa við orð sín og beita sér fyrir friði í Palestínu eins og nýleg könnun Maskínu sýndi að sé vilji meirihluta Íslendinga. Nú þegar Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, hefur tilkynnt hertar hernaðaraðgerðir og brottflutning íbúa á Gaza með það að markmiði að hernema og innlima landsvæðið er löngu orðið tímabært að íslensk stjórnvöld grípi til raunverulegra aðgerða. Neyðarástandið á Gaza stigmagnast með hverjum deginum, þar sem engin hjálpargögn hafa borist inn á svæðið síðan 2. mars. Það á meðal annars við um hreint vatn, mat, lyf, nauðsynlegan búnað fyrir heilbrigðisþjónustu, eldsneyti og rafmagn. Þessar alvarlegu takmarkanir á nauðsynjum og sú staðreynd að 90% íbúa Gaza hafa verið neydd til að flýja heimili sín leiðir ennfremur til útbreiðslu faraldra og nú alvarlegrar hungursneyðar. Talið er að minnsta kosti 57 hafa látið lífið af völdum vannæringar á síðustu tveimur mánuðum og að um 290.000 börn á Gaza séu í lífshættu vegna alvarlegrar vannæringar og skorts á aðgengi að lífsnauðsynlegri heilbrigðisaðstoð. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni hafa 670 árásir verið gerðar á heilbrigðisstofnanir á Gaza síðan 7. október 2023 og einungis 21 af 36 spítölum á svæðinu eru starfhæfir og það einungis að hluta til. Samkvæmt heilbrigðisráðuneytinu á Gaza hafa yfir 1400 heilbrigðisstarfsmenn verið myrtir á Gaza síðan 7. október 2023. Það er eins og ef einn af hverjum 5 starfsmönnum Landspítalans hefði verið myrtur. Þar að auki hefur fjöldi heilbrigðisstarfsfólks verið fangelsað, pyntað eða horfið, en nú er talið að um 360 heilbrigðisstarfsmenn séu í haldi í ísraelskum fangelsum. Það sem hefur átt sér stað á Gaza eru alvarleg brot á fjórða Genfarsáttmálanum sem Ísland er hluti af. Þessar árásir eru jafnframt ómannúðlegar, óréttlætanlegar og ólöglegar samkvæmt alþjóðalögum, sem Ísland skuldbindur sig til að lúta. Heilbrigðisstarfsfólk, heilbrigðisstofnanir, sjúkrabílar og sjúklingar ættu aldrei að vera skotmörk. Þegar ráðist er á spítala og heilbrigðisstarfsfólk er markvisst verið að koma í veg fyrir möguleika samfélagsins til að ná bata og eiga framtíð. Ef gjörðum Ísraels er leyft að viðgangast án aðgerða frá alþjóðasamfélaginu, eru skýr skilaboð send um að heilbrigðisstarfsfólk alls staðar séu réttlætanleg skotmörk. Það mætti því líta á sem svo að árásir gegn heilbrigðisstarfsfólki á Gaza séu árásir gegn heilbrigðisstarfsfólki út um allan heim. Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stöðva þessi glæpsamlegu athæfi og sinna þannig grundvallarhlutverki okkar sem heilbrigðistarfsfólk: að vernda og varðveita líf og heilsu fólks. Þrátt fyrir hörmungarnar sem Ísrael lætur dynja á Palestínu, hefur palestínskt heilbrigðisstarfsfólk ítrekað hætt lífi sínu til þess að sinna skjólstæðingum sínum eftir fremsta megni og hafa, með dæmalausri seiglu, útsjónarsemi og hugrekki, sýnt okkur hvað það þýðir raunverulega að sverja eið í þágu skjólstæðinga sinna. Við stöndum með kollegum okkar í Palestínu og hvetjum allt heilbrigðisstarfsfólk á Íslandi að skrifa undir listann. Þar skorum við á Kristrúnu Frostadóttur forsætisráðherra, Ölmu D. Möller heilbrigðisráðherra og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra að standa við orð sín og taka þátt í að binda enda á hörmungarnar í Palestínu með eftirfarandi gjörðum: Að Ísland beiti sér fyrir því að ótakmarkaðri mannúðaraðstoð verði tafarlaust hleypt inn á Gaza Að Ísland komi á viðskiptaþvingunum gegn Ísrael í samstarfi við Norðurlöndin og önnur ríki eins fljótt og auðið er, líkt og Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra hefur nú þegar talað fyrir. Að Ísland styðji ákæru Suður-Afríku á hendur Ísraelsríkis fyrir brot á Sáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn þjóðarmorði Að Ísland beiti sér fyrir alþjóðlegu vopnasölubanni til Ísraels Að íslensk stjórnvöld taki undir kröfu framkvæmdastjóra Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar Dr. Ghebreyesus og aðalritara Amnesty International Dr. Callamard um að Dr. Hussam Abu Safyia, forstjóra Kamal Adwan sjúkrahússins á Norður Gaza, verði tafarlaust sleppt úr haldi Ísraelshers. Það sama á við um alla fanga, þar með talið annað heilbrigðisstarfsfólk á Gaza, sem hefur verið handtekið og er haldið án dóms og laga. Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir, hjúkrunarfræðingur Hildur Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur Tryggvi Egilsson, læknir Sunna Snædal, læknir Yousef Tamimi, hjúkrunarfræðingur Örvar Gunnarsson, læknir
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun