Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar 12. maí 2025 07:30 Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan. Höfundi bókarinnar þótti það miður, velti fyrir sér ástæðum og kallaði eftir málstað þeirra. Öðru máli gegnir í dag. Afstaða félag fanga hefur barist fyrir málefnum dómþola og aðstandenda þeirra í bráðum tuttugu ár og fagnar áfanganum með afmælisráðstefnu fimmtudaginn 22. maí næstkomandi. Af hverju styðja við fanga? Væri ekki nær að styðja við þolendur brota og ástæður þess að byggð eru fangelsi. Jú það skiptir sannarlega máli. Fram hafa komið öflug samtök sem styðja þolendur brota eins og Stígamót og Kvennaathvarfið og ekki vanþörf á að bæta um betur. En um leið og við sýnum stuðning við þolendur brota verðum við jafnframt að huga að gerendum þeirra. Hvort sem fangar eru tvö ár eða tíu í fangelsi snúa þeir aftur út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að endurkoma þeirra verði farsæl og án brota. Rannsóknir sýna ótvírætt að stuðningur við dómþola og aðstandendur þeirra ekki síst börn auðveldar endurkomu þeirra í samfélagið og dregur úr ítrekun brota. Nægir að nefna mikilvægt framlag fangahjálpar Verndar hér á landi því til staðfestingar. Jafnframt er brýnt að samfélagið allt sé tilbúið að taka aftur við þeim sem vilja snúa til betri vegar og taka þátt í samfélaginu sem virkir borgarar. Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í rannsóknum á afstöðu Íslendinga til afbrota og refsinga. Fram hefur komið að Íslendingar telja refsingar of vægar og eru það einkum ofbeldisbrot sem nefnd eru í því samhengi. Við meiri upplýsingar sem þátttakendum eru gefnar um einstök brot og gerendur þeirra virðist draga úr refsihörku svarenda. Sjónarmið endurhæfingar gerenda og stuðningur við þolendur brota verða meira áberandi. Langflestir vilja að meðferð brotamanna eigi að vera meginmarkmið refsinga en ekki bara refsing til þess eins að refsa. Réttaröryggi borgaranna er þáttakendum ofarlega í huga, stuðningur við þolendur og ábyrgð gerenda á brotum sínum. Svarendur fordæma brotin en ekki endilega manneskjurnar bak við þau. Oft liggur þjáning að baki, persónulegar og félagslegar áskoranir sem taka þarf á, svo ekki lendi allt í sama farinu og áður. Stuðningur við dómþola er lykilatriði í því samhengi. Afstaða hefur átt ríkan þátt í því að raddir dómþola eru nú viðurkenndar og orðnar meira áberandi í samfélaginu en áður. Skilningur hefur aukist á að stuðningur við fanga er jafnframt stuðningur við samfélagið allt og réttaröryggi borgaranna. Jafnframt er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í kennslubók í refsirétti við Lagadeild Háskóla Íslands kom fram á níunda áratugnum að ekki heyrðist frá föngum hér á landi, engin rödd bærist þaðan. Höfundi bókarinnar þótti það miður, velti fyrir sér ástæðum og kallaði eftir málstað þeirra. Öðru máli gegnir í dag. Afstaða félag fanga hefur barist fyrir málefnum dómþola og aðstandenda þeirra í bráðum tuttugu ár og fagnar áfanganum með afmælisráðstefnu fimmtudaginn 22. maí næstkomandi. Af hverju styðja við fanga? Væri ekki nær að styðja við þolendur brota og ástæður þess að byggð eru fangelsi. Jú það skiptir sannarlega máli. Fram hafa komið öflug samtök sem styðja þolendur brota eins og Stígamót og Kvennaathvarfið og ekki vanþörf á að bæta um betur. En um leið og við sýnum stuðning við þolendur brota verðum við jafnframt að huga að gerendum þeirra. Hvort sem fangar eru tvö ár eða tíu í fangelsi snúa þeir aftur út í samfélagið hvort sem okkur líkar betur eða verr. Miklu skiptir að endurkoma þeirra verði farsæl og án brota. Rannsóknir sýna ótvírætt að stuðningur við dómþola og aðstandendur þeirra ekki síst börn auðveldar endurkomu þeirra í samfélagið og dregur úr ítrekun brota. Nægir að nefna mikilvægt framlag fangahjálpar Verndar hér á landi því til staðfestingar. Jafnframt er brýnt að samfélagið allt sé tilbúið að taka aftur við þeim sem vilja snúa til betri vegar og taka þátt í samfélaginu sem virkir borgarar. Á undanförnum árum hef ég tekið þátt í rannsóknum á afstöðu Íslendinga til afbrota og refsinga. Fram hefur komið að Íslendingar telja refsingar of vægar og eru það einkum ofbeldisbrot sem nefnd eru í því samhengi. Við meiri upplýsingar sem þátttakendum eru gefnar um einstök brot og gerendur þeirra virðist draga úr refsihörku svarenda. Sjónarmið endurhæfingar gerenda og stuðningur við þolendur brota verða meira áberandi. Langflestir vilja að meðferð brotamanna eigi að vera meginmarkmið refsinga en ekki bara refsing til þess eins að refsa. Réttaröryggi borgaranna er þáttakendum ofarlega í huga, stuðningur við þolendur og ábyrgð gerenda á brotum sínum. Svarendur fordæma brotin en ekki endilega manneskjurnar bak við þau. Oft liggur þjáning að baki, persónulegar og félagslegar áskoranir sem taka þarf á, svo ekki lendi allt í sama farinu og áður. Stuðningur við dómþola er lykilatriði í því samhengi. Afstaða hefur átt ríkan þátt í því að raddir dómþola eru nú viðurkenndar og orðnar meira áberandi í samfélaginu en áður. Skilningur hefur aukist á að stuðningur við fanga er jafnframt stuðningur við samfélagið allt og réttaröryggi borgaranna. Jafnframt er ljóst að mikið verk er enn óunnið. Höfundur er prófessor í félagsfræði við HÍ.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun