Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. maí 2025 09:02 Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar, sem hefur sérstaklega gaman af því að hafa laupinn á sundlaugarsvæðinu og hrafnana tvo, sem skiptast á að liggja í laupnum og hugsa um ungana þegar þar að kemur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sundlaugargestir Árbæjarlaugar hafa varla tíma þessa dagana til að synda því það er svo mikil spennan og áhugi hjá gestum laugarinnar að fylgjast með hrafnapari, sem hefur komið sér upp laup í tré á sundlaugarsvæðinu. Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira
Árbæjarlaug er ein af vinsælustu sundlaugum höfuðborgarinnar en nú er það hins vegar laupur hrafnapars í sitkagrenitré á sundlaugalóðinni, sem á hug allra, sem fara í laugina. Laupurinn er reyndar mjög ofarlega í trénu svo það er erfitt að sjá hann en það leynir sér ekki að hann er þarna enda skiptast fuglarnir á að liggja á eggjunum. „Það er rosalega gaman hjá okkur þessa dagana og gestir og starfsfólk, við höfum öll gaman af því að fylgjast með parinu athafna sig hérna á sundlaugasvæðinu. Við sjáum fuglana fljúga og að vera að leita sér ætis og byggja meira við laupinn,“ segir Vala Bjarney Gunnarsdóttir, forstöðukona Árbæjarlaugar. Og þeir hugsa greinilega mjög vel um laupinn eða hvað? „Já, það virðist vera, það er alltaf verið að græja og gera á þessu heimili. Við erum öll bara mjög ánægð með þetta. Sundlaugargestir hafa alveg orð á því að það sé skemmtilegt að fylgjast með þessu,“ bætir Vala Bjarney við. Fuglarnir passa mjög vel upp á laupinn og sinna honum vel í trénu.Magnús Hlynur Hreiðarsson En á þetta ekki eftir að auka aðsóknina að lauginni? „Já það gæti verið. Við allavega fögnum þeim, sem koma og það er allavega nóg að gera hérna að fylgjast með hröfnum og taka því rólega í lauginni á meðan. Kannski sjáum við nokkra hrafnsunga vera hérna á sveimi á næstunni,“ segir Vala Bjarney. En hvað segja sundlaugargestir við Laupnum? „Það er algjört æði að hafa hrafnana hérna. Þeir eru hér á hverjum morgni með okkur“, segir Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur. Anna Helga Höskuldsdóttir, sundlaugargestur í Árbæjarlaug, sem segir æðislegt að hafa laupinn á laugarsvæðinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, já, ég hef orðið var við krumman, þeir láta vita af sér þarna, þeir er ekkert að fela sig. Þetta er virkilega gaman,“ segir Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur. Gunnar Haraldsson, sundlaugargestur, segir virkilega gaman að fylgjast með fuglunum við laupinn þegar setið er í heita pottinum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og talandi um laupinn í Árbæjarlaug þá má geta þess að hrafnapar hefur líka komið sér upp laup við Byko á Selfossi en þar er hægt að fylgjast með parinu í beinni útsendingu í laupnum allan sólarhringinn í vefmyndavél frá Byko á heimasíðu fyrirtækisins. Laupurinn við verslun Byko á Selfossi en þar hefur verið laupur á vorin í nokkur ár með einhverjum hléum þó.Magnús Hlynur Hreiðarsson Laupurinn á Selfossi í beinni útsendingu allan sólarhringinn Hér er líka Laupur á mjög athyglisverðum stað eða á niðurfallsröri á Austurbæjarskóla í Reykjavík. Spurning hvernig fuglanir fengu fyrstu stráin til að tolla til að hlaða Laupnum upp,Jóhannes Hreiðar Símonarson
Reykjavík Fuglar Sundlaugar og baðlón Dýr Mest lesið Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Erlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Erlent Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Erlent Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Innlent Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Erlent Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Innlent Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Innlent Fleiri fréttir Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Löng bið Haraldar, umdeild kynjafræði og íslenska í útrýmingarhættu Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagn aftur komið á í öllum hverfum Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Sjá meira