„Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 11. maí 2025 00:19 Hildur Sverrisdóttir er þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins. Stöð 2 Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir það „smá vandræðalegt“ fyrir ríkisstjórnina að hafa ekki getað mannað atkvæðagreiðslu á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá. Hún lagði til á þingi í dag að frumvarpið yrði lagt fyrir efnahags og viðskiptanefnd í stað atvinnuveganefndar, en atkvæði verða greidd um tillöguna á mánudaginn. Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“ Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Fyrstu umræðu um frumvarp til breytingu laga um veiðigjald lauk í dag eftir að Íslandsmet hafði verið slegið í lengd fyrstu umræðu á Alþingi. Umræðan stóð yfir hátt í 40 klukkustundir allt í allt. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á útreikningi aflaverðmætis sem gæti skilað sér í tvöföldun veiðigjalds. Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu.Atvinnuvegaráðherra segir framgöngu stjórnarandstöðunnar á þingi vegna frumvarps um veiðigjald vera orðabókaskilgreininguna á málþófi. Hún viðurkennir þó að það sé ekki heppilegt að hún hafi verið fjarverandi síðustu daga fyrstu umræðu. Stjórnarmeirihlutinn sýni þinginu ekki virðingu Hildur Sverrisdóttir segir að ráðherrann sem gegnir embætti atvinnuvegaráðherra í fjarveru Hönnu Katrínar hafi ekki getað sýnt þinginu þá virðingu að mæta í umræðu dagsins, þrátt fyrir að ítrekað hefði verið eftir því leitað. „En þegar það svo kom í ljós að stjórnarmeirihlutinn sýndi þinginu ekki þá virðingu að geta mannað atkvæðagreiðslu, á þingfundi sem þau sjálf ákváðu að setja á dagskrá með innan við sólarhrings fyrirvara, já kom nokkuð á óvart og með miklum ólíkindum og ég verð að segja jafnvel smá vandræðalegt fyrir ríkisstjórnina,“ segir Hildur. Hildur var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu. Viðtalið við Hildi hefst eftir tæplega fimm mínútur í klippunni hér að neðan: Hanna Katrín sagði í dag að stjórnarandstaðan væri að vinna gegn hag þjóðarinnar, hvernig blasir það við þér? „Það er bara af og frá. Það er nægilegt að skoða umsagnir við þetta risastjóra umfangsmikla mál. Fjöldi sveitarfélaga til að mynda hafa lýst yfir þungum áhyggjum um sitt nærsamfélag verði þetta frumvarp að lögum eins og það lítur út núna,“ segir hún. Enginn geti fullyrt um að breytingarnar muni skila meiri tekjum í ríkiskassann „Það hefur enginn ráðherra getað til að mynda fullyrt að það verði fleiri krónur eftir í ríkiskassanum frekar en færri, ef þetta frumvarp verður að lögum,“ segir Hildur. „Bara þetta eitt og sér sýnir að það skiptir miklu máli að þetta mál fái mjög vandaða meðferð í nefnd“ Hildur telur að málið eigi frekar heima í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem það sé algjörlega óumdeilt að veiðigjöld séu skattar. „En hvar svo sem það endar, þá er bara mikilvægt að það verði unnið mjög vel í nefnd og við erum þvert á móti ekki að vinna gegn hag samfélagsins þrátt fyrir að oft sé reynt að smætta orðræðu okkar í þá átt.“ „Þvert á móti erum við að reyna passa upp á samhengi hlutanna.“ Hildur býst við því að það muni fara eftir því hvernig vinnu nefndarinnar vindur fram og hvernig hún muni ganga, hvort búast megi við því að önnur og þriðja umræða frumvarpsins verði enn lengri en sú fyrsta. Þá segir hún að fyrsta umræða hafi verið lengsta fyrsta umræða Íslandssögunnar, og það hafi að hluta til verið vegna þess að stjórnarliðar tóku mikinn þátt, sérstaklega fyrstu tvo dagana. „Þess vegna er hún í heildina svona löng, það er ekki vegna þess að stjórnarliðar voru í málþófi enda er það ekki hægt í fyrstu umræðu máls.“
Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira