Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar 10. maí 2025 14:30 Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Því er fljótsvarað að þetta er vissulega eitthvað sem tónlistarfólk ætti að spá í og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að skrá vörumerki í þessum geira en nú á tímum streymisveitna og samfélagsmiðla þegar efni getur náð alheimsdreifingu á nánast einni nóttu. Í slíku umhverfi er brýnt að tónlistarfólk verndi nöfn sín, ímynd og hugverk með því að skrá vörumerkin sín, áður en aðrir gera það. Það er einfalt og ódýrt að sækja um skráningu á vörumerki á Íslandi á hugverk.is og það er líka tiltölulega einfalt og ódýrt að sækja um skráningu vörumerkis í öllu Evrópusambandinu á vef Hugverkastofu Evrópusambandsins. Til að fá leiðbeiningar varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja er hægt að panta fría, persónlega ráðgjöf á vef Hugverkastofunnar. Á vefnum er einnig hægt að leita og fletta upp vörumerkjaskráningum hér á landi og þar eru tenglar á erlenda gagnabanka. Eignarréttur á vörumerki – vernd gegn misnotkun Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota vörumerkið fyrir tiltekna vöru eða þjónustu og banna öðrum að nota það og lík merki. Margt listafólk eyðir mörgum árum í að byggja upp ákveðna ímynd í kring um nafnið sitt eða hljómsveitarnafn og jafnvel merki hljómsveitar. Slík verðmæti er mikilvægt að vernda, líkt og við viljum tryggja fasteignir, bifreiðar og önnur verðmæti í okkar eigu. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar nýti sér vinnu sem lögð hefur verið í uppbyggingu vörumerkis er að skrá viðkomandi vörumerki. Þá er mikilvægt að líta ekki bara til Íslands heldur huga líka að skráningu á viðeigandi erlendum mörkuðum. Er nafnið nokkuð þegar skráð? Það er mikilvægt, áður en listamanns- eða hljómsveitarnafn er ákveðið, að kanna hvort nafnið sé þegar til sem skráð vörumerki (rétt er þó að athuga að ekki er hægt að banna listamanni að nota eigið nafn á grundvelli vörumerkjaskráningar). Það er ekki nóg að nefna hljómsveitina sína spennandi nafni, það þarf að vera einstakt og sérkennandi. Það er nefnilega alls ekki spennandi að fá „cease and desist“ bréf frá lögmanni sem óskar eftir því að listamaður hætti notkun nafns vegna þess að það sé skráð vörumerki í annarra eigu. Fjölmargir alþjóðlegir listamenn eins og Beyoncé, Jay-Z og Taylor Swift hafa þurft að grípa til lagalegra aðgerða til að verja vörumerki sín, t.d. gegn óleyfilegri notkun nafns eða texta. Það er einnig mikilvægt að ákvarða eignarrétt á vörumerki strax í byrjun samstarfs. Á hljómsveit sameiginlega rétt á nafni hennar eða eiga ákveðnir hljómsveitarmeðlimir meiri rétt? Ættu útgefendur að eiga tímabundinn einkarétt á vörumerki viðkomandi listamanns og hvað verður um vörumerkjaréttinn eftir að samstarfi lýkur? Slíkum spurningum er best að svara formlega í upphafi samstarfs til að koma í veg fyrir flókin og dýr ágreiningsmál síðar meir. Slík mál eru fjölmörg bæði hér á landi og erlendis og má t.d. nefna deilur um einkarétt á hljómsveitarnafninu Sólstafir hér á landi og á nafni norsku svartmálmssveitarinnar Immortal. Hvað á að skrá? Eitt af því sem tónlistarfólk ætti að velta fyrir sér varðandi vörumerkjaskráningar er hvað þurfi að vernda með skráningu. Algengast er að skrá listamanns- eða hljómsveitarnafn en merki, plötuheiti, lagaheiti eða jafnvel einstakar textalínur og lagabútar geta orðið þekkt vörumerki og sem slík orðið mikil fjárhagsleg verðmæti sem rétt er að vernda. Vörumerki eru skráð fyrir ákveðna flokka vöru og þjónustu og skráning veitir aðeins einkarétt á notkun fyrir skráða flokka en ekki allsherjareinkarétt fyrir hvað sem er. Við umsókn um skráningu vörumerkis þarf því að vanda val á flokkum og á svokölluðum tilgreiningum innan flokkanna, sem ákvarða í raun hvað það er sem er verndað. Skráð íslensk tónlistarvörumerki Íslenskt tónlistarfólk er sífellt að átta sig betur á mikilvægi vörumerkjaskráninga. Söngkonan Bríet hefur t.d. skráð vörumerkið sitt og nýtir það bæði í tónlistarstarfi og við sölu á varningi. Tónlistarmaður sem á skráð vörumerki getur gert samninga um tímabundin afnot af vörumerkinu, t.d. fyrir sölu á varningi, útgáfu eða tónleika. Gott dæmi um slíkt er t.d. samstarf Bríetar og Collab um þróun og markaðssetningu á BRÍET X COLLAB drykk. Fleiri vörumerki íslensks tónlistarfólks sem eru skráð hér á landi eru t.d.: Herra Hnetusmjör, Baggalútur, GusGus, Skálmöld, Prettyboitjokko, Iceguys og Bubbi Morthens. Íslenskt tónlistarfólk virðist hingað til hins vegar ekki mikið hafa skráð vörumerki sín utan landssteinanna. Þar finnast þó undantekningar eins og t.d. Laufey sem hefur skráð nafnið sitt sem vörumerki um allan heim sem lið í því byggja upp sterka ímynd á alþjóðavettvangi. Þetta tryggir henni einkarétt á notkun nafnsins, hvort sem um er að ræða tónlist, viðburði eða vöruútgáfu. Málstofa 15. maí á Bird Til að ræða skráningar á vörumerkjum og önnur mikilvæg hugverkaréttindi í tónlistargeiranum býður Hugverkastofan til málstofu og tónleika á Iceland Innovation Week, undir titlinum Feel the Beat of IP, fimmtudaginn 15. maí kl. 16, í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og STEF á Bird Rvk. Höfundur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Höfundar- og hugverkaréttur Mest lesið Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ekki kjósa Stóra stoppið í Ártúnsbrekku Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Sjá meira
Ætti tónlistarfólk að spá í skráningu vörumerkja og annarra hugverkaréttinda? Er slíkt ekki bara fyrir tískuföt og lúxusbíla? Því er fljótsvarað að þetta er vissulega eitthvað sem tónlistarfólk ætti að spá í og líklega hefur aldrei verið mikilvægara að skrá vörumerki í þessum geira en nú á tímum streymisveitna og samfélagsmiðla þegar efni getur náð alheimsdreifingu á nánast einni nóttu. Í slíku umhverfi er brýnt að tónlistarfólk verndi nöfn sín, ímynd og hugverk með því að skrá vörumerkin sín, áður en aðrir gera það. Það er einfalt og ódýrt að sækja um skráningu á vörumerki á Íslandi á hugverk.is og það er líka tiltölulega einfalt og ódýrt að sækja um skráningu vörumerkis í öllu Evrópusambandinu á vef Hugverkastofu Evrópusambandsins. Til að fá leiðbeiningar varðandi umsóknir um skráningu vörumerkja er hægt að panta fría, persónlega ráðgjöf á vef Hugverkastofunnar. Á vefnum er einnig hægt að leita og fletta upp vörumerkjaskráningum hér á landi og þar eru tenglar á erlenda gagnabanka. Eignarréttur á vörumerki – vernd gegn misnotkun Skráð vörumerki veitir eiganda þess einkarétt til að nota vörumerkið fyrir tiltekna vöru eða þjónustu og banna öðrum að nota það og lík merki. Margt listafólk eyðir mörgum árum í að byggja upp ákveðna ímynd í kring um nafnið sitt eða hljómsveitarnafn og jafnvel merki hljómsveitar. Slík verðmæti er mikilvægt að vernda, líkt og við viljum tryggja fasteignir, bifreiðar og önnur verðmæti í okkar eigu. Besta leiðin til þess að koma í veg fyrir að óviðkomandi aðilar nýti sér vinnu sem lögð hefur verið í uppbyggingu vörumerkis er að skrá viðkomandi vörumerki. Þá er mikilvægt að líta ekki bara til Íslands heldur huga líka að skráningu á viðeigandi erlendum mörkuðum. Er nafnið nokkuð þegar skráð? Það er mikilvægt, áður en listamanns- eða hljómsveitarnafn er ákveðið, að kanna hvort nafnið sé þegar til sem skráð vörumerki (rétt er þó að athuga að ekki er hægt að banna listamanni að nota eigið nafn á grundvelli vörumerkjaskráningar). Það er ekki nóg að nefna hljómsveitina sína spennandi nafni, það þarf að vera einstakt og sérkennandi. Það er nefnilega alls ekki spennandi að fá „cease and desist“ bréf frá lögmanni sem óskar eftir því að listamaður hætti notkun nafns vegna þess að það sé skráð vörumerki í annarra eigu. Fjölmargir alþjóðlegir listamenn eins og Beyoncé, Jay-Z og Taylor Swift hafa þurft að grípa til lagalegra aðgerða til að verja vörumerki sín, t.d. gegn óleyfilegri notkun nafns eða texta. Það er einnig mikilvægt að ákvarða eignarrétt á vörumerki strax í byrjun samstarfs. Á hljómsveit sameiginlega rétt á nafni hennar eða eiga ákveðnir hljómsveitarmeðlimir meiri rétt? Ættu útgefendur að eiga tímabundinn einkarétt á vörumerki viðkomandi listamanns og hvað verður um vörumerkjaréttinn eftir að samstarfi lýkur? Slíkum spurningum er best að svara formlega í upphafi samstarfs til að koma í veg fyrir flókin og dýr ágreiningsmál síðar meir. Slík mál eru fjölmörg bæði hér á landi og erlendis og má t.d. nefna deilur um einkarétt á hljómsveitarnafninu Sólstafir hér á landi og á nafni norsku svartmálmssveitarinnar Immortal. Hvað á að skrá? Eitt af því sem tónlistarfólk ætti að velta fyrir sér varðandi vörumerkjaskráningar er hvað þurfi að vernda með skráningu. Algengast er að skrá listamanns- eða hljómsveitarnafn en merki, plötuheiti, lagaheiti eða jafnvel einstakar textalínur og lagabútar geta orðið þekkt vörumerki og sem slík orðið mikil fjárhagsleg verðmæti sem rétt er að vernda. Vörumerki eru skráð fyrir ákveðna flokka vöru og þjónustu og skráning veitir aðeins einkarétt á notkun fyrir skráða flokka en ekki allsherjareinkarétt fyrir hvað sem er. Við umsókn um skráningu vörumerkis þarf því að vanda val á flokkum og á svokölluðum tilgreiningum innan flokkanna, sem ákvarða í raun hvað það er sem er verndað. Skráð íslensk tónlistarvörumerki Íslenskt tónlistarfólk er sífellt að átta sig betur á mikilvægi vörumerkjaskráninga. Söngkonan Bríet hefur t.d. skráð vörumerkið sitt og nýtir það bæði í tónlistarstarfi og við sölu á varningi. Tónlistarmaður sem á skráð vörumerki getur gert samninga um tímabundin afnot af vörumerkinu, t.d. fyrir sölu á varningi, útgáfu eða tónleika. Gott dæmi um slíkt er t.d. samstarf Bríetar og Collab um þróun og markaðssetningu á BRÍET X COLLAB drykk. Fleiri vörumerki íslensks tónlistarfólks sem eru skráð hér á landi eru t.d.: Herra Hnetusmjör, Baggalútur, GusGus, Skálmöld, Prettyboitjokko, Iceguys og Bubbi Morthens. Íslenskt tónlistarfólk virðist hingað til hins vegar ekki mikið hafa skráð vörumerki sín utan landssteinanna. Þar finnast þó undantekningar eins og t.d. Laufey sem hefur skráð nafnið sitt sem vörumerki um allan heim sem lið í því byggja upp sterka ímynd á alþjóðavettvangi. Þetta tryggir henni einkarétt á notkun nafnsins, hvort sem um er að ræða tónlist, viðburði eða vöruútgáfu. Málstofa 15. maí á Bird Til að ræða skráningar á vörumerkjum og önnur mikilvæg hugverkaréttindi í tónlistargeiranum býður Hugverkastofan til málstofu og tónleika á Iceland Innovation Week, undir titlinum Feel the Beat of IP, fimmtudaginn 15. maí kl. 16, í samstarfi við Tónlistarmiðstöð og STEF á Bird Rvk. Höfundur er samskiptastjóri Hugverkastofunnar.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar