Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar 10. maí 2025 11:32 Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ása Berglind Hjálmarsdóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Sjá meira
Það eru breyttir tímar á Íslandi. Gömlu helmingaskiptaflokkarnir sitja ekki lengur við stjórnvölinn, sem verður að teljast til tíðinda því það hefur aðeins gerst samtals í sex ár frá árinu 1944. Í 80 ár hafa þessir flokkar, oftast saman en líka í sitthvoru lagi, meira og minna stjórnað landinu. En nú er nýtt upphaf, upphaf sem ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttir leiðir með flokkum sem forgangsraða almenningi á Íslandi, ekki sérhagsmunum fárra. Þetta veldur óhjákvæmilegum titringi á meðal auðvaldsins í landinu, hagsmunasamtökum sem starfa í þeirra þágu og stjórnmálamönnum sem ganga erinda þeirra svo grímulaust, að þeir mæta í röðum í viðtöl hjá fjölmiðlum til þess að verja gallsúra auglýsingaherferð hagsmunasamtaka sjávarútvegsins, eins og hún væri þeirra eigin. Auglýsingaherferð sem er svo augljóslega lituð af örvæntingu, hroka og algjöru tengslarofi við fólkið í landinu. Þar birtist almenningi algjör vanvirðing við sögu fjölmarga byggðarlaga á landsbyggðinni sem misstu tilverugrundvöll sinn þegar útgerðirnar ryksuguðu í burtu kvótann og lokuðu hverri fiskvinnslunni á eftir annarri með vel þekktum afleiðingum. Hvenær er nóg nóg hefur fólkið í landinu spurt sig þegar fréttir eru sagðar af arðgreiðslum kvótahafa, arði sem er byggður á sameiginlegri auðlind í eigu fólksins í landinu. Það þarf ekki annað en að skoða lista yfir auðugasta fólkið sem hér býr til þess að átta sig á því að það er borð fyrir báru hjá stóru útgerðum landsins. Ef það dugir ekki til þá er hægt að líta til annarra talna eins og rekstrarhagnaðarhlutfalls sjávarútvegs, sem er hagnaður eftir allar fjárfestingar og greiðslur á gjöldum. Rekstrarhagnaðarhlutfall sjávarútvegs var að meðaltali 24% á tímabilinu 2014-2023 samkvæmt rekstraryfirliti sjávarútvegsins frá Hagstofu Íslands. Ef veiðigjaldið hefði verið 7,5 milljörðum krónum hærra, líkt og áætlað er, hefði rekstrarhagnaðarhlutfallið verið að meðaltali 21% á sama tíu ára tímabili. Til samanburðar var hlutfallið 9% yfir sama tímabil í hagkerfinu almennt. Rekstrarhagnaðarhlutfallið verður þannig áfram meira en tvöfallt hærra í sjávarútvegi heldur en gengur og gerist almennt. Sú mikla samþjöppun sem kvótakerfið hefur leitt af sér hefur búið til risa í sjávarútvegi sem hafa safnað að sér gríðarlegum kvóta. Það eru þessi fyrirtæki sem munu greiða uppistöðuna í leiðréttu veiðigjaldi. Greining atvinnuvegaráðuneytisins sýnir að 10 stærstu útgerðirnar munu borga 67 prósent þeirra og að 30 stærstu muni borga 90 prósent. Litlum og meðalstórum útgerðum verður hlíft með gríðarlegri hækkun á frítekjumarki. Skoðanakannanir sýna svart á hvítu að fólkið í landinu styður þær hugmyndir sem hérna eru bornar á borð. Rúmlega 80% þjóðarinnar, 8 af hverjum tíu íbúum landsins styðja það að útgerðin greiði hærri veiðigjöld fyrir sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Meira að segja tæplega 60% kjósenda sjálfstæðisflokksins er á þeirri skoðun. Það kom líka glögglega fram í pistli Elíasar Péturssonar, fyrrum bæjarstjóra Fjallabyggðar, sem birtist á samfélagsmiðlum að það eru ekki bara einhverjir vinstri villingar sem sjá sanngirnina og réttlætið í leiðréttum veiðigjöldum. Þar sagði hann, með leyfi forseta: „Ég vil taka fram að ég hef verið Sjálfstæðismaður allt mitt líf. Nú líður senn að því að þing komi saman að nýju eftir gott páskafrí og ræði hið sanngjarna afgjald kvótahafa til þjóðarinnar. Mig grunar að þingmenn Sjálfstæðisflokks séu nú að hlaða í málþóf í þágu kvótahafanna og aðra viðlíka vanvirðu við lýðræðið. Mér þætti miður ef grunur minn reynist réttur, en óttast það. Ef svo reynist þá sannast enn að lífið er endalaus uppspretta reynslu sem kallar reglulega á endurskoðun eldri sjónarmiða.“ þjóðin er með okkur í þessu máli enda eru tillögurnar bæði sanngjarnar og réttlátar. Háttvirtir þingmenn í stjórnarandstöðu standa hinsvegar í ræðustól Alþingis og verja sérhagsmuni auðvaldsins fyrir framan alþjóð klukkutímunum saman áður en þetta mál kemst í þinglega meðferð og sýna þar með sitt rétta andlit. Við ætlum hins vegar að sjá til þess að fólkið í landinu fái greitt sanngjarnt og eðlilegt gjald fyrir auðlind sem það sannarlega á, hún er nefnilega ekki í eigu útgerðarinnar, þau eru að leigja hana af íslenskri þjóð. Við ætlum að nýta þá fjármuni sem verða til með hækkun veiðigjalds í lífsnauðsynlega uppbyggingu á vegakerfi landsins, vegakerfi sem helmingaskiptaflokkarnir hafa ekki haft burði til þess að viðhalda og byggja upp í gegnum árin. Þannig ætlum við að halda áfram að standa með almannahagsmunum, með venjulegu fólki í landinu, en ekki sérhagsmunum. Það eru allir löngu komnir með nóg af því. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun