Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar 11. maí 2025 07:02 Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar