Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar 9. maí 2025 09:00 Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Áfengi Árni Guðmundsson Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættulegustu tækin í umferðinni Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvað myndi Sesselja segja? Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun Vaxtastefna Seðlabankans – á kostnað launafólks Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Suður-Íslendinga sögurnar Hans Birgisson skrifar Sjá meira
Ég og barnabarn mitt vorum í djúpum pælingum um mikilvægt málefni um daginn. Ræddum það fram og aftur hver sé munurinn á rauðu og grænu geislasverðunum í Stjörnustríðssögunum. Vorum ekki alveg vissir þannig að sá yngri, sjö ára gamall, leggur til að best sé að “gúggla“ þetta og sækir í kjölfarið símann sinn, sem tilheyrir eldri kynslóðinni eins og afinn. Og viti fólk, við erum strax komnir inn á síðu sem augljóslega er sérstaklega sniðin að börnum. Fínasta síða, sem slík, þar sem fjallaði var um allt mögulegt sem viðkemur Stjörnustríðs sögunum. Upplýsingar um geislasverðin lágu fljótlega fyrir og meira til. Við vorum þó ekki búnir að vera lengi á síðunni þegar allskyns boðflennur gera vart við sig. Auglýsingar byrja að dynja á okkur. Það voru veðmálasíður, orkudrykkir, nikótínvörur og áfengisauglýsingar m.m. Sá eldri verður forviða og kallar þó ekki allt ömmu sína í þessum efnum. Sá yngri tekur þessu af stóískri ró og lítur á þetta sem óþægindi, eða leiðindi, sem fylgi því að komast inn á síðuna og reynir að slökkva á þessum boðflennum í tilveru sinni eins fljótt og hægt er, sem gekk þó misjafnlega vel fyrir sig. Nokkrum áratugum áður gekk saga í einu af hverfum borgarinnar þar sem afinn bjó sem barn, saga um að misyndismaður væri á sveimi. Hann væri akandi um hverfið á rauðum bíl af tiltekinni tegund og reyndi að lokka börn upp í bílinn til sín. Foreldrar hverfisins brýndu fyrir börnum sinum að fara alls ekki upp í bíl hjá ókunnugum. Og það var ekki bara gagnvart þessu máli. Foreldrar vöruðu börn sín við tilteknum stöðum og aðstæðum. Fjölskyldan, heimilið var að öllu jöfnu skjól, vernd barna gegn utan að komandi áreiti. Utan seilingar allskyns afla, m.a. þeirra sem skeyta í engu um velferð barna og svífast einskis í þeim tilgangi að græða sem mest. Börn nú til dags eru hvergi óhult. Þetta fullkomna siðleysi er réttlætt með einhverju „frelsistali“. Frelsi til að áreyta börn í nafni viðskiptafrelsis og í nafni þess „frelsis“ er réttlætanlegt að ryðjast inn í tilveru barna og ungmenna með keyptum áróðri (auglýsingum), á bak við foreldra, forráðafólk og gegn öllum helstu uppeldismarkmiðum og vegið að farsæld þeirra. Þessi staða er algerlega óboðlegt. Samfélagið þarf að koma sér upp fyrirkomulagi sem stendur vörð um velferð barna og ungmenna. Sem betur fer er svo á ýmsum sviðum, löglegt fyrirkomulag áfengissölu hérlendis innan ramma ÁTVR er gott dæmi þar sem að samfélagleg ábyrgð er ríkjandi þáttur í stað ítrustu viðskiptahagmuna þar sem „hagnaður“ fer til einkaaðila en kostnaður vegna skaðsemi vörunnar lendir á okkur, samfélaginu. Áfengisáróður (auglýsing) sem birtist sjö ára barni þar sem því er tilkynnt að það sé hægt að panta tiltekið áfengi í gegnum netið og það fái áfengið heim til sín eftir hálftíma hefur ekkert með frelsi að gera, það hefur ekkert með nýja tækni að gera, það hefur ekkert með breytta samfélagsgerð að gera. Það sýnir einfaldlega í sinni tærustu mynd algeran og tímalausan siðferðisbrest. Grundvallarspurningin er því hvort við ætlum ekki, bæði sem samfélag, foreldrar og forráðafólk, að halda börnum utan seilingar þessara afla. Börn og ungmenni eiga einfaldlega lögvarin rétti til þess. Við þessu þarf að bregðast. Höfundur er félagsuppeldisfræðingur og formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun