Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. maí 2025 19:01 Jonas Gahr Støre við kynningu á þjóðaröryggisstefnunni í Osló í dag. EPA-EFE/Lise Åserud Ógn gegn Noregi hefur aldrei verið meiri en nú. Stjórnvöld þar í landi kynntu í dag sérstaka þjóðaröryggisstefnu og hvetur forsætisráðherrann landa sína til að vera viðbúna átökum. Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“ Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira
Jonas Gahr Støre forsætisráðherra Noregs kynnti í dag fyrstu þjóðaröryggisstefnuna í sögu Noregs og sagði um að ræða mestu óvissutíma sem uppi hafa verið í Noregi síðan í seinni heimsstyrjöldinni. Hann hvatti landsmenn til að undirbúa sig undir möguleg stríðsátök. Kjell Inge Berga prófessor við norsku varnarmálastofnunina segir í samtali við fréttastofu að lagt sé upp með þrennt í stefnunni. „Í fyrsta lagi er markmiðið að efla varnir Noregs en í því felst að samhæfa viðbrögð almennra borgara og hersins til þess að verja landið, í öðru lagi er að halda áfram að efla tæki og tól hersins í Noregi, við munum eyða 1635 milljörðum næstu tólf árin í herinn og munum halda því áfram og í þriðja lagi ætlum við okkur að efla tengsl okkar við okkar nánustu bandalagsþjóðir sem eru auðvitað Norðurlöndin, eins og Ísland.“ Nefnir hann einnig Bandaríkin í því samhengi. Bandaríkin hafi mikla hagsmuni af því að vakta ferðir rússneskra kafbáta á norðurslóðum. Hafa mestar áhyggjur af fjölþættum ógnum Árlega er unnið áhættu- og öryggismat í Noregi í samstarfi þriggja stofnana en framkvæmd þess var rædd á málþingi í Norræna húsinu í dag. Norðmenn telja fjölþættar ógnir (e. hybrid threats) mesta vandann sem landið stendur frammi fyrir, þá sérstaklega fjölþættar ógnir í boði Rússlands og njósnir á vegum Kína. „Fjölþættar ógnir eru ógnir sem tengjast ekki hernaði beint, það geta verið netárásir, það getur verið niðurrifsstarfsemi, upplýsingafölsun, efnahagslegur hernaður og fullt af hlutum á sama tíma.“ Norðmenn telja auknar líkur á því að Rússar vinni skemmdarverk í landinu á þessu ári, en það hefur aldrei gerst áður. Hanne Blomberg yfirmaður gagnnjósnadeildar norsku lögreglunnar segir að ýmsu þurfi að huga. „Það sem við höfum sérstaklega merkt í áhættumati okkar þegar við minnumst á rússnesk skemmdarverk að þá er líklegt að þeim verði beint gegn aðgerðum okkar til stuðnings Úkraínu, þannig að það er um að ræða innviði og vöruhús eða aðrar leiðir sem tengjast stuðningnum við Úkraínu.“
Noregur NATO Öryggis- og varnarmál Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Ryan Routh sekur um að reyna að myrða Trump Gagnrýndi allt og alla í langri og slitróttri ræðu Errol Musk sakaður um að misnota börn sín Sjá meira