Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar 8. maí 2025 13:02 Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Sjá meira
Í upphafi 18. aldar sagði John Adams: „Það hefur enn ekki verið til lýðræði, sem ekki hefur framið sjálfsmorð.” Og spurningin er enn – hafði hann rétt fyrir sér? Eftir endurkjör Donalds Trump í nóvember 2024 var ég andlega búinn á því. Endalausar fréttir um hnignun lýðræðisins og vaxandi áhrif hægri popúlisma drógu úr mér allan kraft. Þetta voru sömu viðvaranirnar, endurteknar aftur og aftur. Svo ég ákvað að aftengja mig. Ég leitaði skjóls í námi mínu í stjórnmálafræði og reyndi að einbeita mér að áfanganum sem ég var að taka í stjórnmálaheimspeki. En um það leiti fór ég að velta fyrir mér: Hvað verður um lýðræðið þegar ungt fólk – þau sem eiga að taka við keflinu – hætta að trúa á að það virki? Við á Norðurlöndunum lítum oft á okkur sem fánabera lýðræðisins. Við metum málefnalega umræðu og trúum því að jafnvel flóknustu ágreiningsmál megi leysa með lögmætum og lýðræðislegum samtölum. En nú virðist þessi trú standa höllum fæti. Lýðræðið á við mörg og máttug öfl að etja um þessar mundir: vaxandi vantrú á pólitískum stofnunum, æ öfgakenndari og meira sundrandi umræða, og upplýsingaóreiða sem bara stigmagnast – og beinist oft að yngri kynslóðinni. Og það er einmitt unga fólkið sem virðist mest berskjaldað. Félagssálfræðingurinn Jonathan Haidt lýsir kynslóð sem hefur verið ofvernduð í hinum raunverulega heimi en óvernduð á netinu. Ég er ekki sannfærður um að við eigum að örstjórna næstu kynslóðum á netinu – vernda hana fyrir Andrew Tate, „manospherinu“ og almennri upplýsingaóreiðu. En ég vil þó varpa fram spurningunni: af hverju virðast ungmenni svo útsett? Það að lýðræðið lifi af veltur að miklu leiti á því að komandi kynslóðir tileinki sér lýðræðislegar hugmyndir um frjálsa og opna umræðu, jafnrétti og traust. En ef unga fólkið lærir hið gagnstæða – að stofnunum sé ekki treystandi, að þátttaka í samfélaginu í gegnum opna og lýðræðislega umræðu sé ógagnleg – þá er lýðræðið í klípu. Í okkar norrænu samfélögum kunnum við að meta fjölbreytileika skoðanna. Hvernig getum við þá brugðist við þessum áskorunum á lýðræðislegan hátt? Með því að ritskoða ólýðræðislegar raddir? Útiloka ólýðræðisleg stjórnmálaöfl í umræðunni? Binda enda á „manospherið“? Allt þetta virðist í raun svo ólýðræðislegt. Með hvaða leiðum getum við þá varið lýðræðið? Ég er ekki viss um að ég hafi fullkomið svar við þessari spurningu, en ég tel að þetta sé mjög mikilvægt samtal að eiga. Ég vil því nýta tækifærið og vekja athygli á málþingi sem fer fram í Norræna húsinu 27. maí næstkomandi, kl. 16.30-18.30, um þetta mikilvæga málefni. Málþingið fer fram á ensku og ber titilinn „Democracy in the Balance: How Can We Reignite Youth Engagement?“. Og að lokum, þá snýr þetta okkur aftur að aðvörun Adams. Ef lýðræðið leggur upp laupana þá mun það ekki gerast skyndilega og án fyrirvara. Það mun rofna hægt og rólega innan frá – þegar borgarar missa trúnna á það og þegar ungt fólk hættir að sjá sér stað í því. Frá mínu sjónarhorni geta lausnirnar virst einfaldar og kannski ögn barnalegar. Við þurfum að leggja áherslu á og sýna fram á að umræða og rökræður skipta máli, og skapa rými þar sem þær raunverulega gera það. Við þurfum að endurhugsa menntun, endurvekja samfélagslega þátttöku og herja baráttu gegn rangfærslum og upplýsingaóreiðu. Við þurfum að skilja að lýðræðið er ekki eitthvað sem við erfum, heldur eitthvað sem við veljum. Höfundur er meistaranemi í stjórnmálafræði við Háskólann í Árósum og starfsnemi í Norræna húsinu í Reykjavík.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun