Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Valur Páll Eiríksson skrifar 8. maí 2025 10:31 Markus Mahr var illa útleikinn eftir brotið og þurfti að fara beint í aðgerð. Skjáskot/Facebook Króatinn Ivan Horvat, leikmaður Alpla Hard í Austurríki, hefur verið dæmdur í fordæmalaust bann vegna grófs brots sem átti sér stað í leik við Bregenz á dögunum. Bannið er til 26 mánaða. Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki. Handbolti Austurríki Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira
Horvat leikur sem vinstri skytta og er lærisveinn Hannesar Jóns Jónssonar hjá austurríska liðinu og liðsfélagi Tuma Steins Rúnarssonar. Brotið átti sér stað í leik við Bregenz í átta liða úrslitum austurrísku deildarinnar en Bregenz vann einvígið og fór áfram í undanúrslit. Horvat mætti Markusi Mahr, austurrískum landsliðsmanni í liði Bregenz, af slíkri hörku að hann hlaut opið beinbrot og blóð fossaðist um parketið. Mahr var fluttur beint á spítala þar sem hann fór í aðgerð þar sem nefið var brotið á nokkrum stöðum. Hannes Jón Jónsson er þjálfari Alpla Hard.Carsten Harz/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Horvat fékk að launum bæði rautt og blátt spjald en að jafnaði fást einn til þrír leikir í bann þegar bláu spjaldi er veifað. Í skýrslu sem Bregenz skilaði inn til austurríska handknattleikssambandsins segir að þetta sé ekki í fyrsta sinn sem leikmaður liðsins verði fyrir barðinu á Króatanum. Hann hafi rotað Lukas Frühstück með höfuðhöggi í leik árið 2020. „Skoðun okkar er skýr. Svona lagað má aldrei eiga sér stað aftur,“ segir í yfirlýsingu frá Bregenz. View this post on Instagram A post shared by ORF Sport (@orfsport) Horvat var dæmdur í bann út keppnistímabilið 2026-27, í 26 mánaða bann vegna brotsins, sem óháð dómnefnd skipuð af austurríska handknattleikssambandinu segir í rökstuðningi sínum vera vegna alvarleika og afleiðinga brotsins. „Brot Ivan Horvat vera sérlega óíþróttamannslegt sem leiddi til alvarlegra meiðsla,“ segir í rökstuðningi 26 mánaða bannsins. Vægasta refsing fyrir slíkt brot er átta leikir en hin strangasta fjögurra ára bann. Horvat mun ekki spila handbolta um hríð, í það minnsta ekki í Evrópu. Hann getur þó áfrýjað dómnum.Eva Manhart/DIENER/DeFodi Images via Getty Images Fáheyrt er að handknattleiksmenn séu dæmdir í svo löng bönn, og þá helst fyrir brot á lyfjareglum, en ekki fyrir brot innan vallar. Horvat getur áfrýjað dómnum sem gildir aðeins innan keppna í Austurríki.
Handbolti Austurríki Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Enski boltinn Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Fótbolti Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Handbolti Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Aldrei spilað þarna en sagði strax já Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Dagskráin í dag: Messan, meistarar Hauka, píla og NFL-veisla Sport Fleiri fréttir Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Sjá meira