Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar 7. maí 2025 13:02 Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hestar Dýr Blóðmerahald Rósa Líf Darradóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Ítrekað hefur verið sýnt fram á kerfisbundið dýraníð í blóðmerahaldi á Íslandi. Nýtt myndefni, sem nú hefur verið birt, dregur fram hvernig dýralæknar sem starfa fyrir Ísteka bregðast hlutverki sínu sem er að tryggja velferð fylfullra hryssa við blóðtöku. Myndefnið sýnir hryssur sem augljóslega eru hræddar. Enda eru þær í slæmum aðstæðum. Þær eru reknar inn í þrönga blóðtökubása, þar sem höfuðið er bundið upp og bakið strappað niður. Stungið er í háls þeirra með 0,5 cm þykkri nál og fimm lítrar af blóði tæmdir úr æðakerfi þeirra. Margar reyna í örvæntingu sinni að losa sig úr básnum og sleppa undan kvölunum. Tilgangurinn með þessu athæfi er að framleiða efni sem eykur frjósemi húsdýra. Hormónið PMSG er sérstaklega vinsælt í svínaverksmiðjum erlendis. Efnið veldur því að gyltur eignast fleiri grísi í hverju goti með styttra millibili en þeim eðlilegt er. Þannig að efni þetta veldur frekari þjáningu dýra sem búa þegar við hörmulegar aðstæður í erlendum verksmiðjubúum. Á myndefninu sést dýralæknir sparka í hryssu sem í skelfingu sinni hefur prjónað yfir blóðtökubásinn. Önnur hryssa hefur fest höfuð sitt í þaki blóðtökubáss þar sem hún hefur prjónað upp, viti sínu fjær af hræðslu. Dæmi eru um að hryssur hvíli höfuð sitt á rimlum blóðtökubássins og virðast örmagna, einnig sést til þess að höfuð hryssu hangir í múl, þar sem hryssan er fullkomlega þróttlaus. Blóðtakan var aldrei stöðvuð og úr öllum þessum hryssum var tekið blóð. Því miður eru viðbrögð Matvælastofnunnar, sem sér um eftirlit með meðferð dýra og á að standa vörð um velferð og heilsu þeirra, þau sömu og áður. Ofbeldi gegn hryssunum, sem stofnunin kýs að kalla „frávik“, eru enn talin „innan ásættanlegra marka“. Hversu fast þarf að sparka í snoppu hryssu til þess að það teljist óásættanlegt? Samkvæmt siðareglum dýralækna ber dýralækni að hafa vakandi auga með því að farið sé vel með öll dýr, þau séu ekki hrekkt, meidd eða kröftum þeirra og þoli ofboðið. Dýralæknir skal gæta þess að ekki sé gengið svo nærri getu dýra að heilsa þeirra skerðist. Sjálfur skal dýralæknir vera til fyrirmyndar í umgengni við dýr. Það er skylda dýralækna að tryggja velferð dýra og grípa til aðgerða við aðstæður eins og sjá má á myndefninu. En í blóðmerahaldi virðist þessi skylda ekki gilda. Þeir bregðast hlutverki sínu, þeir sem kenna sig við lækningastétt en horfa á hryssurnar þjást. Íslenski hesturinn, þessi þrautseigi, hugrakki og tryggi félagi hefur í gegnum aldirnar verið okkur til halds og trausts í harðbýlu landi. Hann bar fólk, vörur og bréf yfir ár og fjöll, í blindbylum og myrkri, og var ómissandi hlekkur í lífsbaráttu þjóðarinnar. Meðferðin sem hann nú sætir í blóðmerahaldi er ekki aðeins dýraníð heldur alger svik við dyggan vin sem aldrei brást. Ljóst er að stjórnvöld og eftirlit hafa brugðist íslensku hryssunni. Ljóst er að dýralæknar Ísteka hafa brugðist henni. Það sem ætti að vera okkur öllum ljóst er að þessi þarflausi þjáningahringur, íslensku hryssunnar og erlendu gyltunnar, verður að enda. Við þurfum ekki frekari sönnunargögn, heldur aðgerðir. Hættum að bregðast vini okkar og setjum punktinn. Blóðmerahald á að heyra sögunni til. Höfundur er læknir og formaður Samtaka um dýravelferð.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar