Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar 7. maí 2025 12:01 Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Álfhildur Leifsdóttir Vistheimili Skagafjörður Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Það ríkir neyðarástand í málefnum barna og unglinga sem glíma við alvarlegan hegðunar- og geðrænan vanda hérlendis. Í dag eru Stuðlar eina vistunarúrræðið sem stendur til boða fyrir börn í slíkri stöðu og þar eru einungis örfá rými. Önnur sértæk úrræði bráðvantar og því eru börn annaðhvort vistuð í úrræðum sem henta ekki þeirra þörfum eða látin bíða án nokkurrar þjónustu. Í þessari stöðu hefur nýr barnamálaráðherra lýst því yfir að Háholt í Skagafirði komi ekki til greina sem meðferðarúrræði. Á meðan eru börn hýst í fangaklefum. Sérbyggt húsnæði sem nýtist strax Háholt var upphaflega byggt sem meðferðarheimili og var sérstaklega endurbætt árið 2014 fyrir vistun barna með alvarlegan hegðunarvanda. Sérfræðingar hafa bent á að með lágmarks viðbótum mætti opna húsið á ný og hefja þar brýna þjónustu. Eitt meðferðarúrræði dugar ekki öllum því börn eru með ólíkan bakgrunn, fjölbreyttan vanda og þar af leiðandi mismunandi þarfir. Það þarf úrræði sem eru sérsniðin með hag barnanna í forgrunni. Það hefur þingmaðurinn Jón Gnarr ítrekað bent á en hann hefur gert sér ferð í Háholt til að taka út húsnæðið og mæla með því sem hluta af lausninni. Ráðherra málaflokksins telur hinsvegar að fjarðlægðin frá höfuðborgarsvæðinu geri Háholt óhentugt. En með flugi til Akureyrar og stuttri akstursleið þaðan til Skagafjarðar ætti ferðatíminn ekki að vera hindrun. Fjarlægð getur að auki verið styrkleiki í meðferðarúrræði, sum börn þurfa ró og úrræði utan höfuðborgarsvæðisins geta rofið skaðleg tengsl. Háholt getur verið slíkt úrræði. Skýrsla stýrihóps kallar á aðgerðir Í skýrslu stýrihóps sem unnin var fyrir barna- og menntamálaráðherra árið 2022 kemur fram að yfir 120 börn þurfi á einhversskonar úrræðum að halda á hverjum tíma, þar á meðal meðferðarheimilum og vistheimilum. Skýrslan leggur ríka áherslu á að byggt verði upp fjölbreytt úrræði, m.a. meðferðarheimili fyrir börn með alvarlegan hegðunarvanda. Að opna Háholt á ný sem meðferðaúrræði gæti verið bæði hagkvæm og skjót lausn til að mæta þessari brýnu þörf. Húsnæðið er til staðar rétt eins og biðlistar eftir úrræðum eru líka til staðar. Í ljósi niðurstaðna skýrslunnar og raunverulegra þarfa barna með fjölþættan vanda, er með öllu ótækt að ríkið láti úrræði eins og Háholt standa autt meðan viðkvæmur hópur barna bíður eftir lausnum. Höfundur er oddviti VG og óháðra í Skagafirði og fyrrverandi starfsmaður Stuðla.